Lifandi Saga

Að baki hverju stórmenni… var svikin kona 

Þær uppgötvuðu kjarna jarðarinnar, gerðu yfirlit yfir leyndardóma alheimsins og útskýrðu kjarnaklofnun. Engu að síður eru þær nánast óþekktar því karlmenn rændu þær vísindaniðurstöðunum og gátu þannig skreytt sig með viðurkenningum, rannsóknaraðferðum og Nóbelsverðlaunum.

BIRT: 21/08/2024

Vissuð þið að austurrískur kveneðlisfræðingur leysti leyndardóminn um atómið og gerði kleift að framleiða atómsprengjur og að við getum þakkað breskum kvenefnafræðingi fyrir þáttaskil á sviði erfðafræðirannsókna?

 

Hér er unnt að lesa sér til um fremstu vísindakonur gjörvallrar sögunnar og átta sig á með hvaða hætti rannsóknir þeirra ollu straumhvörfum, auk þess sem hér upplýsist hvers vegna konurnar voru aldrei heiðraðar fyrir störf sín.

Starfsfélagar hennar rændu hana heiðrinum

Árið 1956 höfðu vísindamenn komist að raun um að maðurinn hefði yfir að ráða 46 litningum. Tveimur árum síðar uppgötvaði Mara Gautier (lengst t.v.) aukalegan litning.

Marta Gautier (1925-2022)

Franski kvenlæknirinn Marta Gautier stundaði rannsóknir á sviði barnalækninga við Armand-Trousseau-sjúkrahúsið í París þegar hún gerði tímamótauppgötvun árið 1958.

 

Hún komst að raun um að sjúklingur með Downs-heilkenni væri með alls 47 litninga í stað þeirra 46 (23 litningapör) sem heilbrigðir einstaklingar búa yfir. Smásjá Mörtu var hins vegar of lítilfjörleg til að henni tækist að einangra og lýsa aukalitningnum.

 

Hún þáði fyrir vikið tilboð starfsbróður síns, Jérôme Lejeune sem hafði yfir að ráða betri útbúnaði á rannsóknarstofu sinni. Næsta hálfa árið frétti Marta ekkert af starfsbróður sínum, ekki fyrr en hálfu ári síðar þegar hún las skyndilega um uppgötvun sína í frönsku vísindatímariti.

 

Aðalhöfundur greinarinnar var Jérôme Lejeune og hlaut hann heiðurinn af því að hafa leyst ráðgátuna um Downs-heilkennið.

Vísindakona lést í sárri fátækt

Árið 1938 neyddu nasistar Mariettu Blau til að flýja yfir Atlantsála. Henni tókst að lokum að verða sér úti um stöðu í Mexíkó með aðstoð vinar síns Alberts Einstein.

Marietta Blau (1894-1970)

Þegar austurríska vísindakonan Marietta Blau sótti um launað starf við radíumstofnunina í Vínarborg, þar sem hún sinnti ólaunuðu starfi á árunum upp úr 1930, má búast við að henni hafi verið svarað á þessa lund: „Kona OG gyðingur – nei, það er til of mikils mælst!“

 

Þrátt fyrir höfnunina hélt Marietta Blau störfum sínum áfram og skráningar hennar á geimgeislun eru taldar hafa skipt sköpum fyrir öreindafræði.

 

Marietta Blau neyddist til að flýja föðurland sitt árið 1938 og að stríðinu loknu hlaut hún Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði en verðlaunin gengu hins vegar til karlmanns, Bretans Cecil Powell sem stundað hafði rannsóknir sem byggðu á aðferðum Mariettu.

 

Marietta Blau lést úr krabbameini árið 1970 og vakti andlát hennar litla eftirtekt í heimi vísindanna.

Faðir varaði hana við starfsframa

Inge Lehmann hlaut m.a. heiðursdoktorsnafnbót við Kólumbíuháskóla í New York og Kaupmannahafnarháskóla.

Inge Lehmann (1888-1993)

Árið 1912 var Inge Lehmann ein fárra kvenna sem stunduðu nám í stærðfræði við hinn margrómaða Cambridge-háskóla í Englandi.

 

Því fór hins vegar fjarri að faðir hennar, Alfred, væri hreykinn af dóttur sinni. Hann skrifaði henni bréf þar sem fram kom að starf á sviði vísinda myndi verða konu ofaukið. Inge Lehmann hvarf frá námi það sama ár.

 

Árið 1918 ákvað Inge, þá þrítug að aldri, að hefja nám í nýrri grein, þ.e. jarðfræði, í heimaborg sinni Kaupmannahöfn. Rannsóknir hennar komust í hámæli árið 1936 þegar henni tókst að sýna fram á, fyrstri allra, að jörðin byggi yfir föstum kjarna.

 

Uppgötvun Inge Lehmann varð þekkt á alþjóðavísu. Áður en Inge lést, þá 104 ára að aldri, ritaði hún í bréfi til frænda síns: „Þú getur ekki ímyndað þér við hve marga vanhæfa karlmenn ég þurfti að keppa“.

Leiðbeinandi hennar hlaut Nóbelsverðlaunin

Jocelyn Bell Burnell hlotnaðist viðurkenning fyrir vísindarannsóknir sínar á undanförnum árum. Hún hefur m.a. verið kjörin formaður konunglega breska stjarnfræðifélagsins í London.

Jocelyn Bell Burnell (1943-)

Líkurnar á starfsframa á sviði stjörnufræði voru einkar takmarkaðar fyrir Jocelyn Bell Burnell, þegar hún óx úr grasi á 6. áratug síðustu aldar í Norður-Írlandi. Vísindadeild skólans var einungis ætluð piltum en mótmæli ollu því að Jocelyn fékk inngöngu í deildina, fyrst allra stúlkna.

 

Hún lagði sig alla fram við stjörnufræðinámið í Glasgow og árið 1967 útbjó hún, ásamt leiðbeinanda sínum í doktorsnáminu, Antony Hewish, sérhannaðan útvarpsstjörnusjónauka rétt fyrir utan háskólabæinn Cambridge í Englandi.

 

Næstu mánuðina fylgdist Jocelyn grannt með gögnum sem skrifuð voru út sem línurit á pappír. Hún fór svo að taka eftir furðulegum merkjum sem hún ekki skildi en um var að ræða tifstjörnu, þ.e. leifarnar af stjörnu sem hafði sprungið og gaf frá sér radíómerki.

 

Í kjölfar æsifregnarinnar um tifstjörnuna fóru blöðin að fjalla um Jocelyn og lýstu henni sem laglegri háskólastúlku sem hefði liðsinnt Hewish í leit hans að tifstjörnunni. Árið 1974 hlaut hann svo Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvun hennar.

Þær hafa fundið sannanir fyrir helstu ráðgátum alheimsins, uppgötvað kjarnaklofnun og rutt brautina fyrir þeirri tækni sem sér okkur fyrir þráðlausri nettengingu í dag. Engin þeirra hefur samt verið sæmd Nóbelsverðlaunum.

Kjarneðlisfræðingur flúði til Svíþjóðar

Austurríski kjarneðlisfræðingurinn Lise Meitner var tilnefnd til Nóbelsverðlaunanna alls 48 sinnum en hlaut þau hins vegar aldrei, ugglaust sökum þess að hún var kona.

Lise Meitner (1878-1968)

Lise Meitner var fædd í Vínarborg en starfaði í Berlín þar sem hún uppgötvaði frumefnið prótaktín í samstarfi við efnafræðinginn Otto Hahn. Árið 1926 fékk hún stöðu sem fyrsti kvenprófessor Þýskalands.

 

Samstarf hennar og Ottós Hahn lauk hins vegar skyndilega áður en síðari heimsstyrjöld braust út, þegar Lise Meitner sem var gyðingatrúar, neyddist til að flýja frá Þýskalandi nasismans, til Svíþjóðar.

 

Þangað bárust henni reglulega vísindaskýrslur frá Berlín og í janúar árið 1939 lauk Lise Meitner við greiningu á einni af kjarnatilraunum Hahns sem vakti með henni ugg. Lise gerði sér nefnilega grein fyrir að þýska efnafræðingnum hefði tekist að kljúfa úranfrumeind og Lise áttaði sig á að nú yrði unnt að framleiða kjarnavopn.

 

Þegar Bandaríkjastjórn í kjölfarið hafði samband við hana, neitaði Lise að taka þátt í þróun fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Árið 1944 hlaut Otto Hahn svo Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir sameiginlegt starf hans og Lise Meitner.

Rosalind leysti ráðgátu erfðafræðinnar

„Róstusamur vísindamaður í óvönduðum fatnaði“. Þannig lýsti James Watson keppinaut sínum, hinni ensku Rosalind Franklin sem var lífeðlisfræðingur.

Rosalind Franklin (1920-1958)

Á meðan síðari heimsstyrjöld geisaði stundaði enski kveneðlisfræðingurinn Rosalind Franklin rannsóknir á kolasameindum. Með þessu móti aðstoðaði hún breska herinn við að þróa gasgrímur.

 

Þáttaskil urðu í rannsóknum hennar árið 1952 þegar henni tókst að beita röntgengeislum til að ljósmynda erfðaefni mannsins.

 

Ljósmyndir og útreikningar konunnar skiptu sköpum fyrir skilninginn á því að DNA-sameindin er tvöfaldur gormur.

 

Rosalind hlaut hins vegar ekki viðurkenningu fyrir uppgötvun sína heldur rændu líffræðingurinn James Watson og starfsfélagi hans, eðlisfræðingurinn Francis Crick, hana heiðrinum í tímamótariti þeirra sem kom út árið 1953.

 

Níu árum síðar hlutu Watson og Crick Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir uppgötvun þeirra sem byggði að hluta til á rannsóknum Rosalindar.

„Móðir hlýtur Nóbelsverðlaunin“

Maria Goeppert-Mayer hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, önnur kvenna. Sú fyrri var Marie Curie en henni áskotnuðust sömu verðlaun einum 60 árum fyrr.

Maria Goeppert-Mayer (1906-1972)

Árið 1930 fór nýútskrifaður þýskur kveneðlisfræðingur, að nafni Maria Goeppert-Mayer, til Bandaríkjanna, ásamt eiginmanni sínum, efnafræðingnum Joseph Mayer.

 

Næstu þrjá áratugina störfuðu hjónin saman við hina ýmsu bandarísku háskóla þar sem maðurinn vann fyrir launum en konan varð að láta sér nægja ólaunaðar stöður sem vísindaleg aðstoðarkona.

 

Þetta kom þó ekki í veg fyrir að Mariu Goeppert-Mayer tækist að þróa svonefnt skammtalíkan sem lýsir einstökum stöðugleika tiltekinna atómkjarna.

 

Þrátt fyrir mikilvægar og viðamiklar rannsóknir þurfti Maria Goeppert-Mayer að bíða allt til ársins 1960 en það ár bauðst henni launuð prófessorsstaða við háskóla í Kaliforníu.

 

Þegar Maria hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar árið 1963 birtist frétt í dagblaði einu í San Diego undir yfirskriftinni: „Móðir hlýtur Nóbelsverðlaunin“.

Fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann kom ekki fram fyrir en árið 1960. Síðan þá hafa sífellt fleiri konur leitt ríkisstjórnir um heim allan – hér eru þær þekktustu á 20. öld.

Vísindakona á barmi sjálfsmorðs

Árið 1906 fékk Marie Curie fyrst allra kvenna prófessorsstöðu við hinn margrómaða Sorbonne-háskóla í París.

Marie Curie (1867-1934)

Fransk-pólska vísindakonan Marie Curie öðlaðist frægð á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sínar og eiginmannsins, Pierre, á sviði geislavirkni og árið 1903 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, fyrst allra kvenna.

 

Þrátt fyrir þá viðurkenningu barðist Marie Curie alla ævi við kynjamisrétti.

 

Frönsku dagblöðin gagnrýndu kvenprófessorinn í svo miklum mæli fyrir kynferði hennar og pólskan uppruna að stutt var í að konan fyrirfæri sér árið 1911.

 

Þetta sama ár tókst þessum mikla frumkvöðli hins vegar að þagga niður í gagnrýnisröddunum þegar hún hlaut Nóbelsverðlaunin aftur, að þessu sinni í efnafræði, fyrir að finna geislavirku frumefnin radíum og pólóníum. Líkt og við átti um Nóbelsverðlaun hennar í eðlisfræði, var hún fyrsta konan sem hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði.

Lesið meira um vísindakonur

  • Eve Curie: Madame Curie – A Biography, Da Capo Press, 2001

 

  • Brenda Maddox: Rosalind Franklin – The Dark Lady of DNA, Harper Perennial, 2003.

HÖFUNDUR: Bjørn Bojesen

© Jerome Lejeune Foundation. © Jewish Women's Archives. © Det kongelige bibliotek. © Roger Haworth. © University of Cambridge. © CSHL. © US Department of Energy. © Polfoto/Bettmann/Corbis.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.