Maðurinn

Kynnist kvenhetjum vísindanna: Hér eru sex konur sem allir ættu að þekkja

Þær hafa fundið sannanir fyrir helstu ráðgátum alheimsins, uppgötvað kjarnaklofnun og rutt brautina fyrir þeirri tækni sem sér okkur fyrir þráðlausri nettengingu í dag. Engin þeirra hefur samt verið sæmd Nóbelsverðlaunum. Lesið hér um vísindakonurnar sex sem þú ættir að þekkja.

BIRT: 29/01/2024

Sennilega þekkja flestir nöfnin Albert Einstein, Nikola Tesla og Niels Bohr. Hvað með nöfn á borð við Hedy Lamarr, Vera Rubin eða Lise Meitner?

 

Allar götur frá því að Nóbelsverðlaununum fyrst var úthlutað árið 1901 hafa aðeins á bilinu þrjú til fjögur prósent verðlaunanna fyrir eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og hagfræði fallið konum í skaut.

 

Margar konur hafa á hinn bóginn átt stóran þátt í uppgötvunum á sviði vísinda án þess þó að hafa komið til greina við veitingu þessara virðulegu verðlauna.

 

Hér er unnt að lesa um sex þeirra.

1. Háskólastúlka uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna

Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar árið 1967 þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. 

 

Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun árið 1974.

 

Árið 2018 hlaut Jocelyn Bell svo, þá 75 ára að aldri, svonefnd viðurkenningarverðlaun fyrir uppgötvun sína. Verðlaunaféð nam 3 milljónum Bandaríkjadala.

 

Hún bað um að verðlaunafénu yrði varið í frumkvöðlastarf sem gæti leitt af sér meiri fjölbreytni á sviði rannsókna.

 

– Fædd 15. júlí 1943

2. Glæsifyrirsæta ruddi brautina fyrir þráðlausri nettengingu

Austurrísk/bandaríska leikkonan, glæsifyrirsætan og vísindakonan Hedy Lamarr var frumkvöðull á sviði rannsókna á svonefndum rófdreifiboðskiptum.

 

Boðskipti þessi voru fyrirrennari tækninnar sem notuð er nú á dögum í þráðlausri nettengingu, Bluetooth- og GPS-staðsetningartækjum.

 

Þrátt fyrir að afla sér frægðar á sviði vísinda er Hedy aðallega þekkt fyrir að hafa verið ein fremsta leikkona síns tíma og fyrir hlutverk sín í sígildum kvikmyndum, svo sem eins og „Samson og Delilah“ frá árinu 1949.

 

– Fædd 9. nóvember 1914 – Látin 19. janúar 2000

3. Bandarísk stjarnvísindakona er þekktust fyrir að finna sönnun fyrir því að hulduefni er til

Bandaríska stjarnvísindakonan Vera Rubin (önnur frá vinstri) var frumkvöðull á sviði snúnings vetrarbrauta og árið 1974 komst hún að raun um að þær snerust allar jafn hratt kringum miðjuna. Hún var einnig þekkt fyrir framlag sitt til uppgötvunar á hulduefni. 

 

Á árunum upp úr 1970 stundaði hún rannsóknir með starfsfélaga sínum á því hvernig gastegundir og stjörnur hreyfast í þyrilþokum. Þau komust að raun um að gasið hreyfðist of hratt miðað við það sem búast hefði mátt við. Í því sambandi kynnti Vera til sögunnar hið svonefnda hulduefni sem hún taldi vera sennilega skýringu á hreyfingum gassins.

 

Hún lést árið 2016 án þess að hljóta náð fyrir augum Nóbelsnefndarinnar.

 

– Fædd 23. júlí 1928 – Látin 25. desember 2016

4. Austurrískur eðlisfræðingur velti fyrir sér klofnum atómkjörnum

Eðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Lise Meitner átti stóran þátt í uppgötvun frumefnisins prótaktíns og fyrirbærisins kjarnaklofnun.

 

Uppgötvun þess síðarnefnda var minnst árið 1944 þegar starfsbróðir hennar Otto Hahn hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði. Þau tvö sjást á myndinni hér að ofan.

 

Margir telja Lise Meitner meðal fremstu vísindakvenna 20. aldarinnar. Þess ber að geta að geislavirki hliðarmálmurinn meitnerín hlaut nafngift sína Lise til heiðurs.

 

-Fædd 7. nóvember 1878 – Látin 27. október 1968

5. Heiðurskona eðlisfræðinnar afsannaði „alhliða“ lögmál

Kínversk-bandaríski eðlisfræðingurinn Chien-Shiung Wu öðlaðist viðurnefnið „heiðurskona vísindanna“ og það ekki að ástæðulausu.

 

Allan starfsferil sinn gerði Chien-Shiung Wu m.a. merkar uppgötvanir á sviði öreindafræði og geislavirkni.

 

Chien-Shiung Wu er einkum þekkt fyrir svokallaða „Wu-tilraun“ sína þar sem hún átti þátt í að afsanna að svonefnd speglunarsamhverfa ætti ekki við þegar um daufa víxlverkun milli agna er að ræða. Fram til þessa hafði verið talið að það ætti ætíð við.

 

Árið 1957 féllu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í skaut starfsbræðrum hennar fyrir fræðilega undirbúningsvinnu að baki rannsókninni.

 

-Fædd 29. maí 1912 – Látin 16. febrúar 1997

6. Prófessor við Harvard stöðvaði ljósið

Nafn hennar birtist iðulega á lista yfir þá sem koma til greina að veita Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Enn sem komið er hafa verðlaunin þó ekki fallið henni í skaut.

 

Danska vísindakonan Lene Hau öðlaðist frægð þegar henni tókst að hægja á ljósinu niður í 17 metra hraða á sekúndu inni í ísköldu atómskýi.

 

Árið 2001 tókst þessari dönsku vísindakonu við háskólann í Harvard síðan að stöðva ljósið alfarið. Störf þessarar dönsku konu eru álitin vera með því markverðasta sem átt hefur sér stað í heimi vísindanna til þessa.

 

-Fædd 13. nóvember 1959

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Wikimedia Commons

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is