Menning og saga

Æfafornar rúnir fundust í Noregi

Fornleifafræðingar hafa fundið torræðar rúnir og mynstur á ævafornum rúnasteini. Haustið 2021 rannsökuðu fornleifafræðingar frá Menningarsögusafninu í Osló grafreit við Tyrifjörð í Ringerike. Í einni gröfinni fannst steinn með rúnaletri sem kynni að vera allt að 2.000 ára gamalt.

BIRT: 27/01/2024

Norsku fornleifafræðingarnir sem uppgötvuðu stórmerkilegar rúnir nálægt Tyrifirði vestur af Osló héldu fundi sínum leyndum í meira en ár. Áður en þeir upplýstu um uppgötvun sína vildu þeir nefnilega geta verið alveg vissir í sinni sök.

 

Fornleifafræðingar hjá Menningarsögusafninu í Osló rannsökuðu því rúnasteininn sinn vel og vandlega.

 

Steinninn er ævaforn og rúnirnar torráðnar en hann var grafinn upp haustið 2021.

 

Niðurstaðan? Letrið á steininum virðist vera um 1.770-2.000 ára gamalt og þetta eru þar með elstu rúnir sem fundist hafa.

 

Brennd bein og trékol leiddi í ljós aldur

Þessi merkilegi rúnasteinn fannst þegar verið var að rannsaka gamlan grafreit við Tyrifjörð.

 

Í einni gröfinni fundu fornleifafræðingarnir stein með mörgum rúnaáletrunum.

 

Í sömu gröf fundust hálfbrunnin bein og trékol sem aldursgreind voru með C14-aðferðinni sem greinir aldur með athugun á kolefnisísótópum í efninu.

 

Með niðurstöður aldursgreiningar í höndunum geta fornleifafræðingarnir nú upplýst að rúnirnar séu að líkindum frá árabilinu 1-250 e.Kr.

 

Það þýðir að rúnirnar hafi verið ristar á tíma sem kenndur er við hina rómversku járnöld. Jafnframt er þetta elsta dæmi um ritmál sem fundist hefur á Norðurlöndum.

 

Átta rúnir skera sig úr

Síðan þessi rauðbrúni sandsteinn var grafinn upp hafa vísindamennirnir ekki einungis unnið að aldursgreiningu, heldur líka reynt að þýða áletranirnar.

 

Framan á steininum eru átta rúnir mjög greinilegar.

 

Séu þessar rúnir umskrifaðar á latínuletur verður útkoman „idiberug“ og ef til vill mætti ímynda sér að steinninn hefði veri reistur yfir konu að nafni Idibera og kynni að hafa verið grafin þarna.

 

Önnur tilgáta er sú að nafnið sé ekki eiginnafn heldur heiti ættar eða ættbálks.

Stafrófið nefnist FUÞARK Rúnir voru notaðar sem ritmál fyrir og á víkingaöld og fram eftir miðöldum. Bæði málið og rúnirnar tóku breytingum á þeim meira en þúsund árum sem þetta ritmál var notað. Stafrófið kallast FUÞARK eftir fyrstu stöfunum, rétt eins og við tölum um QWERTY-lyklaborð.

Rúnaletur hefur þó tekið miklum breytingum í tímans rás og málið hefur líka tekið breytingum á þeim tíma sem leið frá því að þessar rúnir voru ristar til víkingaaldar og síðmiðalda.

 

Það verður því talsverð þolraun að þýða það sem á steininum stendur, enda eru þetta misjafnar áletranir. Sumar línur mynda möskvamynstur en aðrar gætu verið litlar myndir.

 

Táknin virðast ekki öll hafa tungumálsmerkingu og vísindamennirnir segja sumt benda til þess að í einhverjum tilvikum hafi verið gerðar rittilraunir eða eftirlíkingar.

 

Steinninn hefur fengið heitið Svingerudsteinninn eftir staðnum þar sem hann fannst og vísindamennirnir vonast til að betri innsýn í merkingu rúnanna muni veita mikilvæga þekkingu á forsögu rúnaleturs.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Alexis Pantos/KHM, UiO. © KHM.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.