Hvernig eru fornleifar aldursgreindar? 

Þegar fornleifafræðingar hafa eytt mánuðum og jafnvel árum í að grafa upp fundi, er röðin komin að því erfiðasta: Aldursgreiningunni.

BIRT: 04/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Sérfræðingar hafa margar aðferðir til að meta aldur á fornleifafundum.

 

Elstu aðferðina mætti kenna við upplýstar ályktanir, þar sem fræðimenn geta veitt ágæta námundun á aldursgreiningu. Það getur t.d. átt sér stað með því að bera nýja fundi saman við fyrri fundi sem fornleifafræðingar vita hvað eru gamlir.

 

Önnur hefðbundin aðferð er að rannsaka þau jarðlög sem að munirnir finnast í. Elstu munirnir liggja þannig neðst og með þessum hætti geta sérfræðingar aldursgreint muni frá mismunandi tímaskeiðum. Þessi aðferð var m.a. notuð til að aldursgreina fornu borgina Troju.

Svona er aldur munanna afhjúpaður

Fornleifafræðingar geta valið milli mismunandi aðferða við að aldursgreina fornleifafundi. Meðal þeirra vinsælustu eru kolefni-14 greining, árhringjagreining og jarðlagafræði.

Kolefni-14

Lífefni taka til sín kolefni-14 úr umhverfinu. Með því að mæla magn kolefnis-14 geta sérfræðingar áætlað hvenær viðkomandi lífvera dó.

Árhringir

Aldurinn á trjábút má aldursgreina með því að mæla árhringi. Á hverju ári bætist við einn hringur á hverju tré og breidd hans er breytileg eftir m.a. veðri og árferði.

Jarðlagafræði

Með því að greina jarðlög geta sérfræðingar áætlað innbyrðis aldur munanna sem finnast í mismunandi jarðlögum við uppgröft.

Frumefni afhjúpar dauðastund

Vilji fornleifafræðingarnir gera nákvæmari aldursgreiningar leita þeir til náttúruvísinda.

 

Til dæmis geta lífrænar leifar – t.d. beinagrindur – verið aldursgreindar með því að mæla magn kolefnis-14 í þeim. Lifandi verur taka nefnilega upp kolefni-14 frá umhverfinu en þegar þær deyja tekur kolefnið að hrörna. Fyrir vikið geta sérfræðingar reiknað út hvenær viðkomandi lífvera dó með því að mæla magn kolefnis-14.

 

Ef munurinn er úr tré geta fornleifafræðingar einnig talið árhringina úr trénu og reiknað þannig út hvenær það var fellt. Í sumum tilvikum geta fornleifafræðingar aldursgreint fundinn alveg niður í hálft ár og jafnframt ráðið í hvaðan tréð er upprunnið.

BIRT: 04/06/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Google Cultural Institute,© Mario Modesto Mata

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is