Search

Jefferson faðir fornleifafræðinnar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Thomas Jefferson var ekki aðeins 3. forseti Bandaríkjanna og aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Hann var líka dugmikill áhugamaður um dýrafræði, grasafræði og byggingarlist, auk þess að vera uppfinningamaður og rithöfundur.

 

Frá vísindalegum sjónarhóli skiptir þó mestu að Jefferson tók sér fyrir hendur það sem kalla má fyrsta fornleifauppgröftinn á nútímavísu.

 

Á dögum Jeffersons höfðu menn takmarkaðan áhuga á forsögunni. Skipulagður uppgröftur fornleifa var óþekktur en fjársjóðsleitir aftur á móti vinsælar. Menn brutu hiklaust upp rústir og grafir með hökum og skóflum í von um að finna gull og eðalsteina. En árið 1784 sýndi Jefferson fram á að grafa mætti upp fornminjar með öðrum hætti, þegar hann rannsakaði indíánagrafhaug í Virginíu.

 

Í stað þess að ráðast á hauginn með haka og skóflu hér og þar, fjarlægði hann jarðveginn kerfisbundið til að skoða hvernig haugurinn hefði verið reistur og gat þannig séð uppbygginguna í smáatriðum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is