Á leið sinni gegnum gufuhvolfið dreifist ljós á stystu bylgjulengdunum mest.
Í hinum sýnilega hluta ljósrófsins eru bylgjulengdir bláa ljóssins stystar og því dreifist meira af bláu ljósi um himinhvolfið en öllum öðrum litum.
Það eru minnstu sameindirnar í gufuhvolfinu, svo sem súrefni (O2) og köfnunarefni (N2), sem dreifa ljósinu misjafnlega eftir litum. Stærri eindir, t.d. vatnsúði eða ryk, dreifa ljósinu nokkurn veginn alveg jafnt.
Blámi fer eftir vatni
Það er þess vegna mögulegt að ákvarða magn vatns í gufuhvolfinu með því að skoða hversu ljósblár himinninn er.
Í mjög þurru heimskautalofti verður himinninn mjög dökkblár, en sá blámi sem við sjáum oftast á himni er raunar oft blandaður öðrum litum, sem sagt hvítu ljósi, og fær þannig hinn rétta bláma.
Þar sem vatnsgufa frá hlýjum sjó hefur borist upp í lofthjúpinn í langan tíma, verður himinninn hvítleitur.
Rayleigh-dreifing skapar blátt ljós
Þessi dreifing, sem dreifir bláu ljósi, sem er á styttri bylgjulengd en rautt ljós, er nefnd Rayleigh-dreifing. Stærð sameindanna sem dreifir ljósinu er nálægt bylgjulengd ljóssins.
Bláa sviðið er 4-5 þúsund angstrom, en bylgjulengd rauðs ljóss er um 7 þúsund. Angstrom samvarar 10-10 metrum.
Rayleigh-dreifingin er líka orsök annars vel þekkts fyrirbrigðis – hins rauða sólseturs. Í þessu tilviki fer sólarljósið svo langa leið um gufuhvolfið að einungis stöndugasti liturinn nær í gegn – sem sé sá rauði.