Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Lotukerfið kom skipan á frumefnin. Hver fann það upp og hvað merkja tölurnar? Hér má fræðast um lotukerfið og tilraunir sérfræðinga við að finna ný frumefni.

BIRT: 24/11/2022

Hvað er lotukerfið?-  Hver fann upp lotukerfið?-  Hvað merkja tölurnar í lotukerfinu? – Hvaðan fá frumefnin nöfn sín?-  Til hvers er hægt að nota lotukerfið? – Tilbúin frumefni víkka út lotukerfið 

HVAÐ ER LOTUKERFIÐ?

Lotukerfið er kerfi sem sýnir öll þekkt frumefni og kemur þeim fyrir í töflu til þess að hjálpa vísindamönnum að skilja innbyrðis tengsl frumefnanna. 

 

Enn þann dag í dag er verið að uppgötva ný frumefni með tilraunum og öreindahröðlum.

 

Yfirlit: Frumefnin í lotukerfinu

 

Lotukerfið er kerfisbundin flokkun á frumefnum eftir atómtölu, eða sætistölu, þeirra. Flokkarnir skiptast upp í tvo meginhópa: Meginflokkurinn 1 – 8 samsvarar lóðréttum röðum í kerfinu; Þær láréttu nefnast „lotur“. 

 

Þau frumefni sem eru saman í hóp hafa efnafræðilega eiginleika sem eru sambærilegir, t.d. eru öll frumefni í meginflokknum 18 eðalgastegundir, meðan þau í meginflokki 17 eru svokallaðir halógenar. 

 

Loturnar í lotukerfinu felast í láréttri flokkun á frumefnunum. Frumefnin eru staðsett í lotum með öðrum frumefnum sem hafa annan fjölda rafeinda í atómhvolfi um kjarna sinn. 

 

Hver fann upp lotukerfið? 

 

Lotukerfið var þróað af rússnenska efnafræðingnum Dimitri Mendeljev árið 1869. Á þeim tíma þekktu menn aðeins til 63 frumefna. 

 

Mendeljev uppgötvaði að sjöunda hvert frumefni hafði sameiginlega eiginleika þegar hann raðaði þeim upp eftir atómmassa þeirra. 

 

Hann stillti upp frumefnunum á bakhliðinni á umslagi í 18 svonefnda flokka – lóðréttu súlurnar – eftir líkindum í hátterni efnanna. 

 

Lárétt var frumefnunum raðað í sjö svonefndar lotur sem sýna hve mörg atómhvolf efnin hafa umhverfis sig með rafeindum í.

 

Rússnenski efnafræðingurinn skildi eftir göt í lotukerfinu fyrir frumefni sem enn voru ekki uppgötvuð. 

 

Smám saman eftir því sem ný frumefni uppgötvuðust sem pössuðu inn í götin á töflu Mendeljevs öðlaðist lotukerfið meiri viðurkenningu. 

 

Dimitri Mendeljev fann upp lotukerfið árið 1869. Árið 1955 var frumefni númer 101 nefnt mendelevín til heiðurs honum. 

Það er bara tímaspursmál hvenær stækka þarf lotukerfið enn frekar. 

 

Hvarvetna í heiminum reyna efnafræðingar að verða fyrstir til að stækka lotukerfið með frumefni númer 119. 

Eðalgösin eru óvirkustu frumefnin í lotukerfinu 

Eðalgösin sitja í síðasta flokki 18 í lotukerfinu. Þessi sjö frumefni deila röð eiginleika með sér eins og t.d: 

 

Þetta er óvirkasti flokkurinn í lotukerfinu

 

Þau brenna ekki 

 

Þau hafa lágt bræðslu- og suðumark 

 

Þau eru yfirleitt lit – og bragðlaus við venjulegar aðstæður hvað varðar þrýsting og hitastig.

 

Frumefnin helín, neon, argon, krypton, xenon, radon og oganeson tilheyra eðalgösum. 

 

Hvað merkja tölurnar í lotukerfinu? 

 

Það var fyrst árið 1913 sem Niels Bohr kom fram með atómkenningu sína sem menn fengu fræðilega útskýringu á því hvernig frumefnin verka.

 

Bohr kom fram með kenningu um að atóm byggist upp af kjarna með róteindum og stundum nifteindum. 

 

Fjöldi róteinda og nifteinda ráða þyngdinni. Frumefnin hafa stígandi atómnúmer eða sætistölur. Sætistölurnar endurspegla fjölda róteinda í kjarnanum. 

 

Léttasta frumefni í lotukerfinu er vetni sem er með eina róteind í kjarna og hefur sætistöluna 1. Hæsta náttúrulega frumefnið er plútón með 94 róteindir og hefur sætistöluna 94. 

 

Plútóni var bætt við lotukerfið ásamt neptúni (nr. 93) um 1940 þegar vísindamenn við University of California, Berkeley, mynduðu efnin með því að skjóta á úranatóm með nifteindum og kjörnum úr þungu vetni.

 

Það var mörgum árum síðar sem þessi tvö frumefni fundust í náttúrunni í afar litlu magni. 

 

LESTU EINNIG

 

Hvernig er lesið í lotukerfið? 

 

Lóðréttu dálkarnir í lotukerfinu er skipt upp í flokka. Flokkarnir eru frumefni með sömu efnafræðilegu eiginleika, t.d. eru öll frumefni í flokki 18 eðalgös. Lotukerfið er með alls 18 númeraða flokka. 

 

Láréttu dálkarnir í kerfinu eru loturnar. Loturnar sjö sýna hve mörg atómhvolf efnin hafa í kringum sig með rafeindum í. 

 

Hvaðan fá frumefnin nöfn sín? 

 

Flest nöfnin í lotukerfinu hafa sérstaka merkingu. Sum eru nefnd eftir frægum vísindamönnum, eins og t.d. einsteinín sem fannst þegar fyrsta vetnisprengjan var sprengd. 

 

Önnur eru nefnd eftir stöðum þar sem þeir uppgötvuðust, eins og t.d. germanín sem uppgötvaðist í Þýskalandi. 

 

Einnig er til frumefni sem eru nefnd eftir goðsögulegum hetjum, t.d. þórín eftir þrumuguðinum Þór, eða sérstökum eiginleikum, t.d. hið illa lyktandi efni bróm sem er komið frá gríska orðinu bromos, en það þýðir „stybba“:

 

Sum frumefni, t.d. þórín, eru nefnd eftir goðsagnapersónum. 

Alkalímálmar eru meðal hvarfgjörnustu frumefnunum í lotukerfinu. 

Alkalímálmar eru nefndir vegna alkalia, eða basa, sem myndast þegar þeir komast í snertingu við vatn.
Sumir alkalimálmar eru svo hvarfgjarnir að þeir springa þegar þeir komast í tæri við vatn, eins og t.d. natrín og kalín. Alkalímálmar tilheyra flokki 1 í lotukerfinu og hafa einkenni eins og t.d.: 

 

Eru afar hvarfgjarnir

 

Góðir raf – og varmaleiðarar

 

Mjúkir og auðvelt að móta þá

 

Lágt suðumark miðað við aðra málma

 

Léttfljótandi í vatni

 

Frumefnin í alkalímálmum eru litín, natrín, kalín, rubidín, sesín og frankín. 

 

Til hvers er hægt að nota lotukerfið? 

 

Lotukerfið hefur gert mönnum kleift að skipa frumefnum með þeim hætti að auðvelt er að fá yfirsýn yfir þau og eins hvernig mismunandi efni virka hvert við annað. Sem dæmi er natrín afar sprengifimt og klór er afar eitraður en þegar þessi tvö frumefni ganga í efnasamband og mynda natrínklóríd verður það að gagnlegri efnasambandi – nefnilega matarsalti. 

 

Þekkingin um það hvernig frumefni verka saman hefur haft mikla þýðingu fyrir þróun margs konar tækni, nýrra efna, lyfja og matvara. 

 

Margar af þeim hátæknilegu framleiðsluvörum sem eru nú hluti af hversdagsdegi okkar nýta sérstaklega eiginleika tiltekinna frumefna – allt frá flatskjáum og sólarsellum (indín og gallín) til snjallsíma (tantal) og efnarafala (platín).

 

Mikilvægasta frumefnið í allri nútímatækni er kísill. Kísill er svokallaður hálfleiðari sem leiðir rafmagn svo vel að það liggur á milli málma (t.d. kopars) og einangrara (gler). Hálfleiðarar eru grunnur margra smára, sólarsella, ljósdíóða ásamt stafrænum og hliðrænum hringrásum í tölvum og símum. 

 

Mörg þeirra frumefna sem eru notuð í rafeindabúnaði eru svo fágæt að ekki er hægt að anna aukinni eftirspurn í framtíðinni. En það gætu tilbúin frumefni í lotukerfinu (frá númer 94 og áfram) kannski bætt úr. 

 

Tilbúin frumefni víkka út lotukerfið. 

 

Þung frumefni eru notuð í hvaðeina, allt frá reykskynjurum (amerisín) til kjarnorkuvopna (plúton), en tilbúin ofurþung frumefni hrörna á sekúndubroti og eru því ekki nýtanleg í raun enn sem komið er. 

 

Ekki er vitað hvenær tekst að gera ofurþung frumefni nægjanlega stöðug til að nota megi þau í nýja smíðisgripi. Fyrsta skrefið á leiðinni er að skapa ný frumefni með áður óþekkta háa sætistölu. 

 

Svona skapa vísindamenn ný frumefni í lotukerfið

Öreindahraðlar auka við lotukerfið með því að láta léttari atómkjarna renna saman og mynda ný ofurþung frumefni. Ferli þetta krefst mikillar nákvæmni og margra tilrauna áður en nýtt frumefni kemur fram. 

 

1. Hraðall veitir hraða 

Ef vísindamenn vilja skapa frumefni númer 115, moskóvín, eru létt kalsínatóm send inn í öreindahraðal. Milljónum atóma er skotið af stað á hverri sekúndu í marga mánuði. 

2. Skotið á þungt efni

Kalsín lendir á þyngri atómum úr ameríkíni, sem sitja á snúningsskífu. Þegar árekstrarkrafturinn er nákvæmlega réttur renna efnin saman og mynda nýtt efni. 

3. Seglar sortera efnin 

Öreindirnar úr árekstrinum fljóta í gegnum segulsvið þar sem þekkt frumefni eru flokkuð frá. Einungis þau þyngstu þjóta áfram. 

4. Nemi finnur nýtt efni 

Hraði atómanna og massi er mældur í nema. Þar er nýja frumefnið skrásett, sem og léttari frumefni sem það hrörnar niður í. 

 

Eðlisfræðingar við japönsku rannsóknarstofnunina Riken eru farnir að leita eftir frumefni númer 119 sem hefur fram til þessa fengið nafnið ununenín. 

 

Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Hideto En‘yo, telur að bæði frumefnin 119 og 120 verði uppgötvuð fyrir árið 2023. Fari svo verða frumefnin þau fyrstu í 8. lotu lotukerfisins. 

 

Fimm nýjustu frumefnin í lotukerfinu

Nihonín (No), númer 113
Árið 2004 uppgötvuðu japanskir vísindamenn nihonín, og frumefnið var nefnt eftir japönskum rannsóknum.
 Nihon er japanska fyrir „Japan“ og frumefnið var opinberlega bætt við lotukerfið árið 2015. 

 

Moskóvín (Mc), númer 115
Moskóvín uppgötvaðist árið 2003 af bandarískum og rússneskum vísindamönnum. Því var bætt við lotukerfið 2015.
Frumefnið eru nefnt eftir rússnensku höfuðborginni Moskvu og alþjóðlegri rannsóknarstofnun í kjarnorku sem er í Dubna, í vesturhluta héraðsins. 

 

Tennessín (Ts), númer 117
Tennesin var uppgötvuð af bandarískum og rússnenskum vísindamönnum árið 2010. Fimm árum síðar var því bætt við lotukerfið.
Frumefnið er nefnt eftir bandaríska fylkinu Tennessee þar sem það voru m.a. vísindamenn frá Oakridge National Laboratory í Tennessee, BNA, sem uppgötvuðu það. 

 

Oganeson (Og), númer 118
Bandarískir og rússnenskir vísindamenn uppgötvuðu oganeson árið 2002 og árið 2015 var því bætt við lotukerfið.
Frumefnið er nefnt eftir hinum víðfræga rússnenska eðlisfræðingi Yuri Oganessian.

 

Livemorín (Lv), númer 116
Frumefnið uppgötvaðist árið 2000 og var bætt við lotukerfið árið 2011 ásamt flerovín (númer 114) .
Ástæðan fyrir því að 114 og 116 uppgötvuðust á undan 113 og 115 eru að frumefni með eru með jafnan fjölda í tölu róteinda eru öllu stöðugri en þau sem eru með ójafna tölu. Þess vegna er einnig auðveldara að búa til frumefni sem hafa jafnan fjölda róteinda.  

 

LESTU EINNIG

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.