Gull: Goðsagnarkennt ofurefni

Frumefni númer 79 er gull, líklega þekktasta frumefni heims. Það hefur alla tíð verið eftirsótt af háum sem lágum og gull býr yfir eiginleikum sem gera það nytsamt fyrir margra hluta sakir.

BIRT: 22/11/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Nafn: Gull. Orðið vísar til hins gullna litar. Sætistala: 79 Efnatákn: Au

 

Gull er gyllt eins og nafnið gefur til kynna og í sínu hreina formi er þetta mjúkur málmur sem auðvelt er að forma. Eitt gramm af gulli má fletja út í þunnt lag af blaðgulli sem þekur heilan fermetra.

 

Gull hefur verið þekkt og eftirsótt frá því í fornöld og hefur m.a. verið notað í skrautgripi því það verður aldrei matt, né fær það á sig spanskgrænu. Það er ákaflega verðmætt, bæði í formi myntar og gullstanga.

 

Gull má leysa upp í blöndu af saltpéturssýru og saltsýru (kóngavatni). Ef maður þynnir þessa lausn þá fær maður aurum potabile (drykkjarhæft gull) sem áður var selt sem allsherjar lyf gegn margvíslegum kvillum og sjúkdómum.

 

Lesið meira um lotukerfið.

 

Í hvað er gull notað?

Ákaflega auðvelt er að vinna með gull og nýtist það í margs konar verk, allt frá skrautmunum yfir í fyllingar í tönnum og húðunar á speglum sjónauka til þess að endurvarpa innrauðu ljósi til að varna því að vélbúnaður ofhitni.

 

Síðast en ekki síst virkar það eins og hnattrænn gjaldeyrir sem skiptir miklu máli fyrir alla verslun.

 

Myndband: Sjáið gullgrafara finna gull

Gullæðið í Kaliforníu náði hámarki á árunum 1848 – 55 en gullæði lifir ennþá góðu lífi. Í þessu myndskeiði getur þú fylgst með gullgröfurum með málmleitartæki í leit að stóra vinningnum.

 

Birt: 22.11.2021

 

 

 

 LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

BIRT: 22/11/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is