Himinhnettir á borð við stjörnur og plánetur eru svo þungar að þyngdaraflið vinnur sigur á öllum öðrum kröftum og gerir þær kúlulaga.
Þyngdaraflið dregur t.d. berg í plánetu og gas í stjörnu eins þétt inn að miðjunni og framast er mögulegt. Miðja himinhnattarins er jafnframt massamiðja hans og þar með þungamiðja. Niðurstaðan verður kúlulögun rétt eins og ef við ímyndum okkur að við þrýstum jafnfast á leirklump frá öllum áttum.
Aðeins stærstu tunglin eru kringlótt
Himinhnettir á borð við lítil tungl eða loftsteina geta haft aðra lögun. Meðal þeirra eru það einungis þau stærstu sem verða kúlulaga en minni smástirni eru óreglubundin að lögun.
Plánetur þurfa að vera kúlulaga
Samkvæmt samþykktum alþjóðaráðs stjörnufræðinga getur himinhnöttur því aðeins kallast pláneta að þyngdaraflið hafi gert hann kúlulaga.
1. Ida er geimkartafla
Loftsteinninn Ida er 58 km langur. Þyngdarkrafturinn er því alltof lítill til gera þetta smástirni kúlulaga. Þess í stað heldur Ida þessari lögun sem minnir talsvert á kartöflu.
2. Vesta er næstum kúla
Vesta er með stærstu loftsteinum í sólkerfinu, 578 km að lengd. Það vantar örlítið upp á að þyngdaraflið hafi náð að skapa algera kúlulögun.
3. Ceres uppfyllir kröfuna
Stærsta smástirnið í loftsteinabeltinu er Ceres sem bæði er loftsteinn og dvergpláneta. Þvermálið 940 km og Ceres er hnattlaga en örlítið þaninn vegna snúningsins.
Stjarneðlisfræðingar hjá Þjóðarháskóla Ástralíu hafa reiknað út að mörkin milli kúlulögunar og óreglubundins forms liggi við nálægt 600 km þvermál. Smástirni sem gert er úr bergi verður þannig alltaf kúlulaga ef þvermálið er meira en 600 km.
Sé t.d. tungl að mestu úr ís liggja mörkin við um 400 km þvermál, þar sem ísinn á auðveldara með að þjappast saman en berg.
Þótt allar stjörnur og plánetur séu kúlulaga er ekki þar með sagt að þær myndi fullkomna kúlu. Yfirborð plánetu getur sem best verið mishæðótt og þegar hnöttur snýst um sjálfan sig veldur miðflóttaaflið því að hann verður aðeins gildari um miðjuna.
Miðflóttaaflið gerir kúlulaga hnetti oft örlítið sporöskjulaga vegna snúningsins. Stjarnan Vega er óvenjuþanin um miðbaug.
Yfirborð plánetu getur sem best verið mishæðótt og þegar hnöttur snýst um sjálfan sig veldur miðflóttaaflið því að hann verður aðeins gildari um miðjuna. Fjarlægð miðju jarðar frá miðbaug er 6.378 km en aðeins 6.357 frá pólunum.
Skýrasta dæmið um þetta er stjarnan Vega en þvermál hennar er 23% lengra við miðbaug en gegnum pólana.