Náttúran

Af hverju eru snjókristallar sexhyrndir?

Engin tvö snjókorn eru eins, er stundum sagt. En af hverju eru þau alltaf flöt og sexhyrnd?

BIRT: 04/07/2023

Snjókorn erfa samhverft form frá byggingarlagi vatnssameinda. Þessi sexhyrnda lögun stafar af því að sex vatnssameindir mynda hringform saman.

 

Þetta grundvallarbyggingarlag er þar með flatt og vegna þess að tengingarnar milli sameindanna í þessari grunnuppbyggingu eru miklu sterkari en tengingar milli laga, taka kristallarnir einmitt á sig flata lögun.

 

Sexhyrnda og samhverfa byggingarlagið myndar þannig fyrst og fremst tvívítt form en ekki þrívítt.

Vatnssameindir raða sér sex saman

1. Raki tengist jaðrinum

Snjókorn er ískristall sem myndar sexhyrnda samhverfu meðan það stækkar. Snjókornið stækkar þannig að nýjar vatnssameindir í lofti binda sig við jaðrana.

2. Formið kemur að innan

Á fagmáli kallast þetta sexhyrnda form líka hexagon. Formið stafar af þeim sexhyrndu hringum sem vatnssameindir mynda saman og leggur grunn að kristöllunum.

3. Frumeindir mynda horn

Í vatnssameind er ein stór súrefnisfrumeind og tvær litlar vetnisfrumeindir sem mynda ákveðið horn sín á milli. Þetta horn veldur því að einmitt sex sameindir tengjast saman í hring.

Ekki eru þó öll snjókorn flöt. Hvernig lögunin verður í smáatriðum, ræðst líka af örlitlum breytingum á loftraka og hitastigi.

 

Litlar, flatar stjörnur myndast þegar hiti er nálægt frostmarki. Á bilinu -3°C til -10°C verða til langar nálar. En þegar frostið er komið niður fyrir 10 gráður verða aftur til flatar stjörnur, bara mun stærri.

 

Þar eð stök snjókorn lenda í mismunandi aðstæðum á leið sinni til jarðar stækka þau á mismunandi vegu. Þess vegna er líka nokkuð til í því að ekki séu öll snjókorn eins.

 

En til eru ýmis grundvallarform sem sjá má aftur og aftur. Sérfræðingar segja að þessi grunnform séu ekki færri en 35.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.