Martraðir eru kvíðaástand í svefni sem tengist draumum. Áföll eins og alvarleg veikindi eða andlát í nánustu fjölskyldu geta kallað fram martraðir. Streita og andlegt álag getur líka leitt til martraða.
En oft er ekki hægt að útskýra hvers vegna fólk fær martraðir. Sumir vísindamenn telja að það sé vegna ómeðvitaðs kvíða en aðrir eru því ósammála. Þegar þú færð martraðir hefur ósjálfráða taugakerfið áhrif.
Örvun ósjálfráða taugakerfisins kemur svitaseytingu af stað og því vaknar maður oft af martröð í svitablautum sængurfötum.