Á 16., 17., og 18., öld þjáðust sjómenn einatt af skyrbjúg, þar sem þá skorti C-vítamín. Vítamín, sem m.a. gerir við skemmdir í æðakerfinu og er mikilvægt andoxunarefni, sem við fáum einkum úr ávöxtum og grænmeti. Slíkt er ekki að finna úti á reginhafi.
Skyrbjúgur veldur blæðingum í húð, þunglyndi, þyngdartapi, síþreytu og öndunarfærasýkingum svo fátt eitt sé nefnt. Gómarnir bólgna upp, fá fjólubláan lit og tennurnar detta út. Sár gróa seint og illa.
Inúítar lifðu af á þörmum og mögum
Inúítar á Grænlandi höfðu engan aðgang að ávöxtum og grænmeti, heldur lifðu þeir nær einvörðungu á kjöti, en fengu samt ekki skyrbjúg.
Orsökin er sú að C-vítamín er ekki bara að finna í ávöxtum og grænmeti, heldur einnig í innyflum dýra.
Flest dýr geta nefnilega, ólíkt okkur manneskjunum, myndað C-vítamín í lifrinni. Þess vegna finnst þetta lífsnauðsynlega vítamín mögum og þörmum dýra.
Inúítar höfðu þannig aðgang að ótæmandi magni af C-vítamíni.
Sem dæmi borðuðu þeir maga hreindýra og þarma úr rjúpum.
Vítamín leynast í dýrunum
A – vítamín
Vítamín þetta er mikilvægt fyrir m.a. augu og bein og finnst t.d. í kjöti sjávarspendýra eins t.d. sela.
C – vítamín
Finnst í maga og þörmum t.d. hreindýra og rjúpna.
D – vítamín
Þegar sólarljós skorti fengu inúítar einkum D – vítamín, sem m.a. styrkir ónæmiskerfið, úr fiskmeti.
Inúítum tókst einnig að fá nægjanlegt magn af A- og D-vítamíni – þrátt fyrir að A – vítamín finnist helst í grænmeti og D – vítamín með sólarljósinu – sem er varla að finna marga mánuði á heimskautasvæðinu.
Vítamínin finnast nefnilega einnig í dýrum, einkum fiski og sjávarspendýrum, sem var einn helsti kosturinn í hefðbundnu mataræði inúíta.