Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Á heimskortum virðist Grænland oft ámóta stórt og Ástralía þótt það sé í rauninni miklu minna. Hvernig stendur á því?

BIRT: 04/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ástralía er 7,7 milljónir ferkílómetra en Grænland 2,2 milljónir. Samt má vissulega finna ýmis landakort þar sem stærðin virðist vera nokkuð áþekk. Skýringin er sú að það er ógerningur að teikna yfirborð þrívíðs hnattar á tvívíðan pappír. Það er heldur ekki hægt að pakka epli inn í pappír án þess að fellingar myndist í pappírnum.

 

Hið fullkomna kort er auðvitað hnattlíkan en það er óþjálla í meðförum og þess vegna hafa menn fundið upp meira en 200 aðferðir til að teikna jörðina á pappír. Allar aðferðirnar fela þó í sér málamiðlun. Mercator-aðferðin en ein þeirra sem eru mest notaðar. Hún var sett fram árið 1569 og er á marga lund fyrirtaks lausn.

 

Með Mercator-kort fyrir framan sig er t.d. auðvelt að ákveða stefnuna á sjó, því með þessari aðferð eru allar gráður teiknaðar sem beinar línur og því einfalt að draga línu til ákvörðunarstaða með reglustiku. Lengdar- og breiddargráður mynda alls staðar rétt horn en gallinn er sá að það bitnar á flatarmálinu, jafnvel þótt útlínur lands séu rétt teiknaðar.

 

Stærst verður skekkjan við pólana og m.a. þess vegna verður Grænland afar breitt á Mercator-kortum og fjarlægðir verða því ónákvæmar. Þýskur kortateiknari, Arno Peters þróaði fyrir nokkrum árum aðferð til að sýna flatarmál í réttum hlutföllum en þá verður gallinn sá að meginlöndin virðast óeðlilega löng og mjó.

BIRT: 04/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is