Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Heilbrigðisstofnun Evrópusambandsins varar við hættulegri tegund moskítóflugna sem dreifast til norðurs um Evrópu. Flugurnar bera með sér sjúkdóma, m.a. hina skelfilegu zika-veiru.

BIRT: 04/05/2024

Víða í Evrópu tengir fólk sumarið í huganum við notalegar kvöldstundir úti á svölum og opna glugga yfir nóttina. En lágvært suð í eyrum og rauðir stungublettir á fót- og handleggjum tengjast sumrinu líka.

 

Í Norður-Evrópu geta mýflugurnar verið pirrandi sumarplága en þótt mýbit geti verið óþægileg eru þau ekki hættuleg.

 

Þessu er öðruvísi farið víða í Suður-Ameríku og Asíu, þar sem mýflugur af stungumýsætt, moskítóflugur geta borið með sér hættulegar veirur. Og nú breiðist þessi hætta einnig út í Evrópu.

 

Heilbrigðisstofnunin ECDC (European Centre for Disease Prevention and Control) varar nú við veirum sem moskítóflugur bera með sér til æ fleiri Evrópulanda.

 

Getur borið 20 mismunandi sjúkdóma

Nánar tiltekið er hér um að ræða asíska tegund, Aedes albopictus eða asíska tígrismýið sem er á stærð við venjulegar mýflugur en má þekkja á hvítum röndum.

 

Útbreiðslan stafar af loftslagsbreytingum í Evrópu og meðfylgjandi lengri og hlýrri sumrum, meiri veðuröfgum, fleiri hitabylgjum og styttri og vægari vetrum. Þetta skapar tígrismýinu góð skilyrði.

 

Öfugt við algengar tegundir á meginlandi Evrópu sem helst eru á ferli á kvöldin og nóttunni, stinga tígrisflugurnar líka yfir daginn. Þær geta borið með sér hitabeltissjúkdóma á borð við zika-veiruna, beinbrunasótt ásamt veiru sem kennd er við Vestur-Níl og skyld hinum fyrrnefndu.

 

Alls getur tígrismýið borið meira en 20 mismunandi sjúkdóma og sumir þeirra eru lífshættulegir að sögn ECDC.

Kortið sýnir stöðu útbreiðslu tígrismýsins 30. maí árið 2023. Rauðu svæðin eru þar sem flugan hefur fest sig í sessi en gulu svæðin þar sem moskítóflugan hefur sést. Grænu svæðin eru staðir þar sem þessi moskítófluga hefur ekki sést. ECDC segir hins vegar að þetta sé aðeins skyndimynd og að moskítóflugan hafi sést í nokkrum löndum græna svæðisins.

Tígrismýið er ekki alveg nýtt í Evrópu. Árið 2013 hafði það komið sér fyrir í átta ríkjum og alls 114 héruðum. 2023 voru tölurnar komnar í 13 ríki og 337 héruð.

 

Þótt syðstu ríkin, einkum Grikkland og Ítalía hafi orðið verst úti hefur flugan dreift sér víða um Frakkland og suðurhluta Þýskalands.

 

Tígrismý hafa reyndar sést norður í Noregi en þótt flugurnar hafi ekki náð þar fótfestu, virðast þær dreifast hægt en örugglega norður eftir álfunni.

Flestir sem ferðast hafa erlendis kannast við þennan óþolandi kláða sem fylgir moskítóbiti en sem betur fer erum við ekki alveg hjálparlaus gagnvart þessum blóðþyrstu flugum.

ECDC varar líka við tegundinni Aedes aegypti sem einnig ber sjúkdóma og hefur verið á Kýpur frá árinu 2022 og kynni að berast áfram norður.

 

Ef þú hyggur á ferð til þeirra hluta Evrópu þar sem hætta er á biti tígrismýflugna, mælir ECDC með notkun mýflugnanets og fælukrema. Fáir þú hita eða önnur einkenni, áttu strax að leita læknis, segir í ráðleggingum stofnunarinnar.

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© ECDC

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Á miðöldum gerði fólk þarfir sínar á götum úti og kastaði innihaldi næturgagnsins út um glugga. Betri lausnir litu smám saman dagsins ljós og m.a. vatnssalerni, salernispappír og klósettsetur áttu eftir að breytu ýmsu.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is