Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Afneitun, reiði, viðræður, þunglyndi – sorg gerir vart við sig í þrepum og engin leið er að komast hjá þessu sársaukafulla ferli en sálfræðingar eiga þó ýmis hollráð sem gagnast til að auðvelda leiðina gegnum sorgina.

BIRT: 05/05/2024

Flestir vísindamenn eru sammála um að sorg þróist í gegnum nokkur stig þar sem mismunandi tilfinningar og viðbrögð ráða ríkjum.

 

Árið 1969 þróaði svissneski geðlæknirinn Elisabeth Kübler-Ross líkan með fimm þrepum sorgar. Síðan þá hafa fleiri hugmyndir bæst við, en þó að líkan Kübler-Ross þyki í dag frekar einfalt gefur það yfirsýn yfir sumar tilfinningar og viðbrögð sem margir syrgjendur upplifa.

 

Venjulegt sorgarferli tekur að jafnaði ekki lengur en í hálft ár en úrvinnsla sorgar er einstaklingsbundin og fylgir ekki samræmdu ferli frá manni til manns.

 

Til þess að komast sem best í gegnum sorgina er mikilvægt að líta inn á við og vera meðvitaður um hvar viðkomandi er staddur í sorgarferlinu.

 

1. AFNEITUN

Horfumst í augu við sorgina

Strax eftir ástvinamissi bregðast flestir við með afneitun. Þeir skilja ekki hvað hefur gerst og ríghalda í vonina að um sé að ræða vondan draum.

 

Afneitunin gagnast til að komast yfir fyrsta erfiða tímabilið með því að halda áfallinu og tilfinningunum í skefjum. Þó er ekki um neitt lækningaferli að ræða, heldur tímabundna lausn.

 

Eftir eina til tvær vikur þarf að horfast í augu við að missirinn er raunverulegur. Þetta er t.d. unnt að gera með því að hugsa um og spyrja sjálf okkur að því hvað gerst hafi í raun og veru. Með því að hugsa og bregðast við af skynsemi er unnt að öðlast betri stjórn á aðstæðum eins og þær eru.

 

2. REIÐI

Gefum gremjunni lausan tauminn

Þegar við höfum gengist við missinum gerir gremja oft vart við sig. Við spyrjum okkur sjálf af hverju ástvinurinn hafi þurft að yfirgefa okkur.

 

Við finnum fyrir óréttlæti og bregðumst við með því að gefa öllum innibyrgðum tilfinningum lausan tauminn. Við verðum fyrst og fremst reið og reiðin beinist yfirleitt að okkar nánustu, vinum, ættingjum, svo og ástvininum sem lést.

 

Þegar við reiðumst hjaðnar reiðin yfirleitt sem gefur okkur kost á að skynja og vinna úr öllum hinum tilfinningunum sem krauma rétt undir yfirborðinu. Því væri ekki úr vegi að leyfa sér að reiðast um stundarsakir en gætum þess að hrekja ekki okkar nánustu frá okkur.

 

3. VIÐRÆÐUR

Reynum að skilja betur fortíðina

Þegar reiðin hefur minnkað hefjast oft samningaumleitanir og viðræður við sjálf okkur í þeirri von að okkur takist á einhvern undraverðan hátt að fjarlægja orsök sorgarinnar. Hugsanirnar gætu t.d. verið „hefði ég bara komið auga á sjúkdóminn fyrr“ eða „hefði ég bara veitt henni meiri athygli“.

 

Þó svo að slíkar viðræður við okkur sjálf geti að sjálfsögðu ekki breytt nokkrum sköpuðum hlut þá eru þær jákvætt tákn um að við séum byrjuð að líta á sorgina á uppbyggilegri hátt en áður.

 

Allar þessar vangaveltur gagnast til að skilja hvar við erum stödd í sorgarferlinu. Einkar mikilvægt er að álasa ekki sjálfum sér um of.

 

4. ÞUNGLYNDI

Upplifum sársaukann aftur

Á þessu stigi skiljum við endanlega missinn til fullnustu og verðum afar óhamingjusöm. Flestir verða þöglir og sorgmæddir, draga sig inn í skel og hafna vinum og fjölskyldu sem hyggjast hjálpa og hughreysta.

 

Þó svo að þetta þrep sé ekki skilgreint sem eiginlegt þunglyndi er hætt við að fólk finni fyrir gífurlegu tilgangsleysi.

 

Þessi mikla depurð er eðlilegur hluti af lækningunni. Fyrir vikið er rétt að leyfa sér að ganga í gegnum ferlið og reyna fyrir alla muni að deyfa ekki sársaukann með áfengi, pillum eða fíkniefnum. Þegar það hefur verið sagt, skyldi heldur ekki ýta undir depurðina, heldur gera allt til að reyna hægt og rólega að ná áttum á ný.

Það að missa maka, foreldri eða barn getur haft gríðarleg áhrif á bæði líkama og heila. Sorg er að öllu jöfnu heilbrigð viðbrögð en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að ástandið er viðvarandi hjá sumum og verður sjúklegt. Til allrar hamingju er nú unnt að meðhöndla hið flókna ástand sem sorg er.

5. SAMÞYKKI

Hlustum á eigin þarfir

Þegar þunglyndið er á undanhaldi horfumst við í augu við að við getum engu breytt og gerum réttast í að sætta okkur við ástandið. Við getum aftur hugsað á uppbyggilegan hátt og byrjum að finna raunsannar lausnir á þeim vandamálum sem missirinn hafði í för með sér og förum að laga okkur að nýjum raunveruleika.

 

Ofur eðlilegt er að finna fyrir eins konar svikum þegar við breytum lífinu og förum jafnvel að njóta nýja lífsins en tilfinning þessi kann að seinka sorgarferlinu eða jafnvel hindra það og því er brýnt að við leyfum okkur að lifa lífinu til fullnustu aftur.

 

Hlustum á þarfir okkar og íhugum hvort ástvinurinn sem við misstum myndi ekki örugglega vilja að við gleddumst á nýjan leik.

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

© lightpoet/Shutterstock,© Shutterstock

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Vísindamenn telja líkurnar á að deyja úr sjúkdómnum minnki með neyslu þessarar fitutegundar frekar en t.d. majónesi.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is