Svartir fletir, svo sem svört bílsæti eða svört peysa hitna hraðar á sólríkum degi en ljósir fletir.
Enda hafa hvítir og svartir fletir gerólíka eiginleika.
Munurinn liggur í endurskinshæfni. Hvítir fletir hafa mjög mikla endurskinshæfni en svartir fletir litla.
LESTU EINNIG
Endurskinsgildi er mælikvarði á hve mörg prósent ljóss endurkastast af tilteknu yfirborði.
Hvít peysa endurkastar nær öllu ljósi sem að henni berst. Svört peysa endurkastar nánast engu ljósi, heldur drekkur það í sig.
Svart gleypir ljósið
Hitastig í efni ræðst af því hve mikið frumeindir í því titra.
Þegar ljóseindir skella á svörtu yfirborði losa þær orku sína og valda þannig hreyfingu á rafeindum í yfirborðinu.
Titringurinn breiðist út til nærliggjandi frumeinda og efnið hitnar.
Þegar ljós lendir á hvítu yfirborði, verkar það svipað og spegill og sendir ljóseindirnar til baka.
Þess vegna drekka hvít efni í sig minni orku en svört efni.
Svört föt halda svala á bedúínum þótt fötin hitni að utan.
Svört föt kæla bedúína
- Þrátt fyrir að svart efni drekki í sig sólarljósið, klæðast bedúínar oft þykkum, svörtum fötum.
- Fötin eru svo þykk að hitaorkan nær ekki alla leið inn að líkamanum.
- Jafnframt draga svörtu klæðin til sín hita frá líkamanum og hjálpa þannig til við að halda líkamshitanum sem réttustum.