Vindur þarf bæði tíma og pláss til að mynda bylgjur.
Slíkar aðstæður er aðeins að finna á hafi úti og þess vegna virðast þér bylgjurnar alltaf stefna til þín þegar þú horfir út á sjóinn.
Bylgjur myndast hægt þar eð núningur lofts og vatns er ekki mjög mikill. Tilfærsla orku gerist þannig að vindurinn ýtir á bylgjuna áveðurs en togar í hana hlémegin.
Vindur og fjarlægð forma bylgjurnar
Sjávarfræðingar nota sérstakar reikniformúlur til að lýsa því hve stórar bylgjur geta orðið.
Almennt rísa bylgjurnar hærra eftir því sem hvassara er, því lengur sem vindurinn blæs og eftir því sem áhrifasvæði vindsins er lengra.
Síðasttalda þáttinn mætti kalla „togsvið“.
Á opnu hafi hreyfast vatnssameindirnar í hringi og mynda öldutoppa á yfirborðinu.
Þegar öldurnar ná inn á grynningar verða þær fyrir áhrifum af botninum.
Það hægir á bylgjunni að neðan en toppurinn heldur hraðanum, bylgjan rís hærra og myndar öldufalda þegar hún brotnar.
Hafsbotninn veltir bylgjunum
Keðjuverkun hvirfla skapar bylgjur en þegar hvirflarnir rekast í botninn deyja þær út.
1. Vindur skapar hvirfla
Við yfirborðið skapar vindurinn keðjuverkun lóðréttra hringhreyfinga sem geta náð á margra metra dýpi. Hreyfingin skapar bylgjur sem á djúpsævi eru tiltölulega samhverfar.
2. Botninn dregur úr hraða
Þegar bylgjurnar berast inn á grynningar hægir botninn á neðstu hvirflunum og bylgjurnar taka að hallast fram á við.
3. Bylgjurnar brotna
Þegar bylgjurnar eru komnar inn á nógu grunnt vatn, steypist efsti hluti bylgjunnar fram yfir sig og brotnar í átt inn að ströndinni.
Úti á opnu hafi þar sem vindur er yfirleitt öflugur, svo sem á suðurhluta Indlandshafs, er meðalölduhæð heilir sjö metrar.
Þegar vindinn lægir svo mikið að hann nær ekki að viðhalda ölduhæðinni breytast öldurnar og svokölluð undiralda myndast.
Fyrstu smáöldur sem myndast þegar vindurinn blæs eru kallaðar gárur.
Bylgjur geta myndast til allra átta úti á hafi en frá landi sérðu aðeins þær sem hafa stefnu að ströndinni.