Stærð barnatanna hentar litlum börnum ágætlega en væri alveg ófullnægjandi í fullorðnu fólki.
Þessar litlu mjólkurtennur passa einfaldlega ekki inn í stærðarhlutföll höfuðsins og þá sérstaklega munnsins.
Mjólkurtennurnar taka að þroskast strax á 7. viku meðgöngu. Flest börn fæðast tannlaus en tennurnar eru í felum undir gómunum og hinar fyrstu birtast yfirleitt þegar barnið er 5 – 8 mánaða að aldri.
Flest börn hafa tekið allar 20 mjólkurtennurnar við þriggja ára aldur.
Næsti áfangi hefst svo með sex ára tönninni sem kemur upp aftan við öftustu mjólkurtönnina.
Fullorðinstennurnar eru alls 32 að vísdómsjöxlunum meðtöldum. Barna- og fullorðinstennur eru alveg eins gerðar.
En þegar börn missa mjólkurtönn og hún er rótlaus að sjá, stafar það af því að þrýstingur vaxandi fullorðinstannar leysir barnatönnina upp neðan frá.