Maðurinn

Af hverju þarf ég að pissa af hlátri?

Af hverju þarf ég að pissa af hlátri? Mér finnst stundum að ég sé alveg að fara að pissa í buxurnar þegar einhver segir eitthvað ofsalega fyndið. Er þetta eðlilegt eða er eitthvað hægt að gera?

BIRT: 10/07/2022

Þegar við hlæjum upphátt draga magavöðvarnir sig taktfast saman og þrýsta á líffærin, þar á meðal blöðruna.

 

Jafnframt missum við að hluta þá stjórn sem við annars höfum á öðrum vöðvum líkamans. Þetta gildir m.a. um lokunarvöðva þvagrásarinnar sem yfirleitt opnast og lokast samkvæmt skipunum okkar.

 

Úr þessu getur orðið aðkallandi þörf fyrir klósettheimsókn eða jafnvel skyndilegt óhapp, ýmist lítið eða stærra. 

 

Óæskileg þvagþörf hefur áhrif á konur

Fólk sem stríðir við ósjálfráð þvaglát vegna hláturs getur átt við svipaðan vanda að stríða þegar það t.d. hnerrar, prumpar eða er að leggja sig fram í íþrótt. Þetta hefur verið nefnt streituþvaglát. 

 

Bandarísk samtök segja um 7% fólks verða fyrir streituþvaglátum en konur eru í miklum meirihluta, m.a. vegna þess að fæðingar auka áhættuna.

Grindarbotn heldur þvagi

Hvar:

Óstyrkur grindarbotn eykur hættu á ósjálfráðum þvaglátum en þjálfun grindarbotnsvöðvanna getur komið í veg fyrir óhöpp.

Hvað:

Grindarbotnsvöðvarnir eru litlir og ámóta þykkir og vör. Þá má þjálfa án þess að hreyfingin sjáist í gegnum föt.

Hvernig:

Með klemmuhreyfingu eru vöðvarnir við endaþarm og þvagrás dregnir saman.

Rannsóknir hafa til viðbótar sýnt að grindarbotninn bregst við virkni í vörum og vöðvum sem sveigja hálsinn.

 

Þetta þýðir að hin klassíska hláturstelling, þegar þú skellihlærð og hallar höfðinu aftur á bak, dregur mjög úr hæfninni til að halda þvagi.

 

Skyldar hreyfingar, svo sem við hósta geta einnig leitt til ósjálfráðs þvagláts. Vísindamenn hafa líka fundið skýr tengsl milli reykinga og streituþvagláta.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Nornir eyðilögðu brúðarför danskrar prinsessu

Læknisfræði

Geta jurtir læknað sjúkdóma?

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Alheimurinn

Mikill árekstur skapaði meginlöndin

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.