Myndast endorfín líka í dýrunum?

Endorfín myndast bæði hjá dýrum og mönnum m.a. til að lina verki., en hamingjuefnið hefur einnig önnur hlutverk.

BIRT: 18/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Endorfín eru vellíðunarlyf líkamans sjálfs og koma bæði mönnum og dýrum til að þola sársauka betur. Efnin losna við óþægindi, svo sem eftir sköddun eða mikinn ótta á flótta undan rándýri.

 

Auk sársaukalinandi áhrifa virka endorfínin slakandi og skapa uppörvandi tilfinningu í líkamanum.

 

Öll hryggdýr losa endorfín í heila. Önnur dýr, t.d. skordýr eða sniglar hafa ekki þróað taugakerfi né heldur hormónakerfi og nýta sér ekki slík uppörvandi efni.

Heiladingullinn eða undirstúkan losa einnig endorfín við ástundun kynlífs eða annarrar líkamsáreynslu.

 

Fólk sem leggur á sig harða þjálfun, svo sem langhlaup, getur losað mikið magn endorfína og það skapar vellíðun sem þekkt er sem „runner‘s high“.

 

Svona virka endorfín á dýr

Sársaukalinandi endorfín skapa líka vellíðan og nýtast dýrum á margvíslegan hátt.

Treysta fjölskyldubönd

Þegar apar leita hver öðrum lúsa og hreinsa feldinn losar það endorfín og skapar vellíðan og slökunartilfinningu. Þetta styrkir því fjölskylduböndin.

Dregur úr ótta

Þegar dýr er á flótta losar heilinn endorfín sem svar við ofsahræðslunni.

 

Sært dýr getur líka notað endorfínin til að draga úr sársaukanum og halda flóttanum áfram.

Hægir á efnaskiptum

Þegar björn leggst í dvala dregur úr súrefnisflutningi til innri líffæra og heila.

 

Hjarta og heili bjarnarins skaddast þó ekki vegna þess að endorfínin hægja á efnaskiptum og draga úr þörfinni fyrir súrefni.

Treysta fjölskyldubönd

Þegar apar leita hver öðrum lúsa og hreinsa feldinn losar það endorfín og skapar vellíðan og slökunartilfinningu. Þetta styrkir því fjölskylduböndin.

Dregur úr ótta

Þegar dýr er á flótta losar heilinn endorfín sem svar við ofsahræðslunni. Sært dýr getur líka notað endorfínin til að draga úr sársaukanum og halda flóttanum áfram.

Hægir á efnaskiptum

Þegar björn leggst í dvala dregur úr súrefnisflutningi til innri líffæra og heila. Hjarta og heili bjarnarins skaddast þó ekki vegna þess að endorfínin hægja á efnaskiptum og draga úr þörfinni fyrir súrefni.

BIRT: 18/03/2023

HÖFUNDUR: Lars Thomas

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is