Hver er sterkasti vöðvi líkamans?

Eru allir vöðvarnir jafnsterkir miðað við stærð? Ef ekki, hvaða vöðvi er þá sterkastur?

BIRT: 05/05/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Sá vöðvi sem hefur yfir að ráða sterkustu vöðvatrefjunum og býr fyrir vikið yfir mesta styrknum, miðað við stærð, er stóri tyggivöðvi kjálkans sem einnig gengur undir heitinu masseter-vöðvinn.

 

Þegar vöðvinn er strekktur til hins ýtrasta myndast með honum 25 kg þrýstingur á milli framtannanna í efri og neðri gómi og sé litið til jaxlanna nemur þrýstingurinn allt að 90 kg.

 

Sterkir vöðvar koma upp um veikleika

Stóri tyggivöðvinn festist annars vegar við kinnbeinið og hins vegar við neðri kjálkann.

 

Auðvelt er að greina vöðvann og styrk hans með því að styðja með fingurgómum á kinnarnar örfáum sentímetrum fyrir neðan eyrnasneplana og bíta tönnunum varlega saman.

Þó svo að tyggivöðvinn sé algerlega ómissandi þegar við tyggjum harða eða seiga fæðu, á borð við gulrætur og kjöt, þá getur styrkur hans að sama skapi orðið líkamanum til trafala.

 

Vöðvinn er t.d. skaðlegur þeim sem gnísta tönnum á nóttunni með þeim afleiðingum að slitfletir tannanna slitna. Þá er vöðvinn enn fremur í notkun hjá þeim sem bíta tönnum fast saman í svefni.

 

Gríðarlegt afl vöðvans getur einfaldlega deytt tennurnar með þrýstingnum á tannræturnar.

 

Vöðvinn getur enn fremur orðið ofvirkur og verið sífellt strekktur sem getur m.a. leitt af sér höfuðverk.

 

Þá kann vöðvinn einnig að verða fyrir óæskilegum vaxtarverk, sökum þess að spennan er eins konar þjálfun. Þetta getur haft í för með sér stækkun á tyggivöðva sem m.a. er unnt að lækna með „botoxi“ eða fegrunaraðgerð.

BIRT: 05/05/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is