Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Há fituprósenta eykur hættuna á ótímabærum dauðdaga. Hins vegar er ekki sama hvernig fitan dreifist, segja vísindamennirnir.

BIRT: 18/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Offita styttir ævina um tvö til fjögur ár en hversu mikið ræðst af því hvernig fitan dreifist um líkamann.

 

Við mennirnir erum hver með sína einstöku líkamsbyggingu frá náttúrunnar hendi. Við segjum að þeir sem safna fitu kringum mittið séu með eplalögun á meðan þeir sem eru aðallega með fitu á lærum og mjöðmum eru sagðir vera með perulögun.

 

Meginmunurinn á líkamslöguninni er að 

  •  hjá fólki með eplalögun safnast fitan umhverfis líffærin.

 

  • hjá fólki með perulögun dreifist fitan jafnar um allan líkamann.

 

Í stuttu máli sagt er eplalögun hættuleg og perulögunin heilnæmari, óháð þyngd, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var við háskólann í Teheran í Íran.

Eplalögun styttir ævina

Íranska yfirlitsrannsóknin hefur að geyma niðurstöður alls 72 fyrri rannsókna sem fela í sér gögn frá 2,5 milljón tilraunaþátttakendum.

Markmiðið var að tengja tölur við líkamslögun, m.a. hlutföllin milli mjaðma og læra, mjaðma og mittismáls, svo og ummáls mittis og læra og tengja síðan tölurnar við dánarhlutfallið.

 

LESTU EINNIG

Samkvæmt írönsku rannsókninni jókst hættan á ótímabæru andláti um ellefu hundraðshluta við hverja tíu sentímetra sem mittismálið jókst.

 

Á hinn bóginn var fólk sem var með meiri fitu á mjöðmum og lærum, samanborið við magann, í 18% minni hættu á að deyja fyrir aldur fram fyrir hverja aukalega fimm sentímetra af lærisummáli.

Fitugerðin skiptir meginmáli

Þessi mikli munur á ótímabæru andláti eftir líkamslögun tengist fitugerðinni.

  • Fita á maga kallast líffærafita.

 

  • Fita á lærum og mjöðmum kallast undirhúðarfita.

 

Vísindamenn hafa lengi vitað að líffærafitan er langtum skaðlegri en hin.

 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að líffærafitan er insúlínþolnari sem eykur blóðsykurmagn blóðsins og fyrir bragðið einnig hættuna á að þróa áunna sykursýki.

 

Líffærafita tengist jafnframt aukinni hættu á sýkingum.

 

Þá hafa aðrar tilraunir einnig leitt í ljós að streituáhrif gera það að verkum að líffærafita losar meira af þríglýseríðum í blóðið en undirhúðarfitan. Þríglýseríð er fituefni sem tengt er við hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Á hinn bóginn tekur undirhúðarfitan upp þríglýseríða og kemur í veg fyrir að þeir safnist fyrir, m.a. í lifrinni þar sem þeir gætu valdið sjúkdómum.

 

Fitugerðirnar tvær eru gjörólíkar og eiga rætur að rekja til ólíkra erfðavísa. Vísindamenn gera því skóna að sumir verði uppiskroppa með forðabúr fyrir undirhúðarfitu fyrr en aðrir og fitan safnist því fyrir sem líffærafita.

 

Í nýju írönsku rannsókninni er lögð áhersla á þá staðreynd að fita geymir blóðsykur sem lípíða, þ.e. fituefni sem ætlað er til síðari nota og sem skipta miklu máli fyrir stjórnun matarlystar, svo dæmi sé nefnt.

 

Okkur er því lífsnauðsynlegt að vera með einhverja fitu, bara ekki óþarflega mikla.

Fitustaðreyndir:

  • Fituforðabúrin eru eins konar bandvefur sem leynist undir húðinni.

 

  • Hver einstök fitufruma er aðeins um 0,1 mm í þvermál og næstum allt innihald hennar er fita sem er að hluta til í fljótandi formi.

 

  • Því fleiri orkurík næringarefni sem fitufrumurnar taka upp úr blóðinu, þeim mun stærri verður fruman.

BIRT: 18/07/2023

HÖFUNDUR: Jeppe Woicik

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is