Maðurinn

Áttu auðvelt með að skilja dýrahljóð? Sérstakt persónueinkenni getur verið skýringin.

Sérstakur mennskur eiginleiki gerir fólki auðveldara með að túlka og skilja tilfinningahlaðin hljóð dýra.

BIRT: 10/08/2024

Áttu auðvelt með að setja þig í spor annarra?

 

Þá eru góðar líkur á að þú áttir þig líka á hvað dýr eru að reyna að koma á framfæri.

 

Ný dansk-svissnesk rannsókn sem birt var í Royal Society Open Science bendir til þess að fólk með mikla samkennd eigi einnig auðvelt með að átta sig á hvað felst í dýrahljóðum.

 

Ef þú vinnur líka með dýrum – og ert á aldrinum 20-29 ára áttu enn auðveldara með að lesa í atferli dýra, segja rannsakendur.

 

„Niðurstöður okkar sýna að manneskja getur ákvarðað út frá dýrahljóðum hvort dýr sé spennt eða ekki, og hvort dýrið sé að tjá jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar,“ segir atferlislíffræðingur Elodie Briefer frá líffræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann við rannsóknina.

 

„Þetta á við um fjölda mismunandi spendýra. Við tókum líka eftir að hæfnin til að túlka hljóðin er háð nokkrum þáttum eins og aldri, nánum kynnum við dýr og ekki síst hversu mikla samkennd við höfum gagnvart öðrum manneskjum“ heldur hún áfram.

Hverjir stóðu sig best í prófinu?

Fólk sem vinnur með dýrum: Rannsakendur sáu afgerandi mun í hópi þeirra sem umgangast dýr í tengslum við vinnu sína – og það á einnig við um önnur dýr en þau sem þau umgengust mest.

 

20-29 ára: Niðurstöðurnar sýna greinilegan mun. Fólk undir tvítugu gengur verst, 20-29 ára eru bestir í prófinu og eftir það minnkar hæfileikinn til að afkóða dýrahljóð hægt og rólega með aldrinum.

 

Fólk með mikla samkennd: Rannsakendur voru mest hissa á því að þeir sem náðu góðum árangri á samkenndarprófi áttu einnig mun auðveldara með að skilja hljóð dýranna.

Tilfinningauppnám mælt

Könnunin byggði á svörum frá 1024 einstaklingum frá 48 mismunandi löndum.

 

Þeir hlustuðu á hljóð sex spendýra, geita, nautgripa, asískra villihesta, tamdra hesta, svína og villisvína.

 

Hljóð dýranna sex voru spiluð fyrir þátttakendur rannsóknarinnar ásamt óskiljanlegum hljóðum frá mennskum leikurum.

 

Þátttakendur þurftu síðan að giska á hvort hljóðin væru tjáning mikils eða lítils tilfinningauppnáms og hvort tilfinningin væri jákvæð eða neikvæð.

 

Eftir prófið voru þátttakendur beðnir um að svara prófi sem mældi samkennd þeirra gagnvart öðru fólki.

 

„Þetta er viðurkennt próf, en það mælir bara samkennd til annara manneskja,“ útskýrir Elodie Briefer.

 

„Engu að síður sáum við skýr tengsl við hæfileikann til að skilja og túlka dýrahljóð.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is