Villt dýr í Ekvador fá fyrstu lagalegu réttindin

Suður-Ameríkuríkið er fyrsta landið í heiminum til að viðurkenna að dýr hafi nokkur grundvallar lagaleg réttindi. Hjartnæm málsókn vegna látins apa ruddi brautina fyrir þennan fordæmisgefandi dóm.

BIRT: 19/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Ekvador er fyrsta landið í heiminum til að veita villtum dýrum lagaleg réttindi.

 

Þetta kemur skýrt fram hæstarréttardómi um apann Estrellita.

 

Fyrst var henni rænt úr frumskóginum og síðan tekin með valdi af ríkinu, og lést fljótt eftir það – væntanlega af streitu.

 

Árið 2008 var Suður-Ameríkuríkið einnig það fyrsta á jörðinni til að veita náttúrunni sjálfri lagavernd og þessi dýravæni úrskurðurinn byggir á þeirri löggjöf.

 

Gæluapinn verður píslarvottur

Kólumbíski ullarapinn Estrellita var aðeins mánaðargamall þegar hann var fjarlægður frá ættingjum sínum í frumskóginum. Næstu 18 árin bjó Estrellita hjá Burbano fjölskyldunni sem gæludýr.

 

Samkvæmt ættleiðingarmóður sinni var Estrellita tamin og vön manneskjum að hún gat tjáð sig með hljóðum og látbragði.

 

Hún var hluti fjölskyldunnar og hefðir og venjur fjölskyldunnar voru venjur Estrellitu.

Árið 2008 varð hið suður-ameríska Ekvador, þar sem m.a. Galapagos-eyjar eru, fyrsta ríki jarðar til að veita náttúrunni sjálfri lagalega vernd - og nú í kjölfarið fylgdu grunnréttindi dýra.

Árið 2019 fjarlægðu yfirvöld hið ólöglega gæludýr með valdi og Estrellita var afhent dýragarði. Mánuði síðar lést hún úr hjartaáfalli.

 

Á þeim tíma hafði ættleiðingarmóðir Estrellitu, bókasafnsvörðurinn Ana Beatriz Burbano Proaño, þegar sótt um að fá hana aftur.

 

Í kvörtun sinni vísaði hún meðal annars í nýlegar rannsóknarniðurstöður um að ullarapar – á latínu Lagothrix – finni fyrir streitu í samskiptum við ókunnar manneskjur.

 

Brottflutningurinn ólöglegur

Eftir tveggja ára lagalega togstreitu lauk málinu í Hæstarétti Ekvador þar sem meirihluti hæstarréttardómara töldu að brottflutningur Estrellitu hefði verið ólöglegur.

 

Dómararnir töldu frú Burbano hafa haft rétt fyrir séð og að yfirvöld hefðu átt að leggja mat á sérstakar aðstæður Estrellitu og taka tillit til heilsu apans.

 

Villt dýr – jafnvel þótt tegund þeirra sé ekki í útrýmingarhættu – eiga grundvallarrétt á að „vera til, dafna og þróast,“ segir í úrskurðinum.

 

Og sá réttur var ekki virtur þegar yfirvöld fjarlægðu Estrellitu úr sínu venjulega umhverfi og öruggu skjóli.

BIRT: 19/12/2022

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Shutterstock / hyotographics

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.