Náttúran

Dýr leika sér að tölum

Í upphafi síðustu aldar voru hestar sem gátu reiknað vinsælir í fjölleikahúsum. Fremstur í flokki var þýski hesturinn Klóki Hans. Hann gat lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt, og engu líkara var en að hann kynni skil á dagatali.

BIRT: 15/01/2021

Þá þegar höfðu fræðimenn rætt í mörg ár hvort dýr hefðu greind, og hvort þau gætu t.d. talið. Klóki Hans var rannsakaður og svo virtist sem hann hefði tileinkað sér stærðfræðikunnáttu.

 

En síðan uppgötvaðist að þegar hesturinn sá ekki þjálfara sinn þá hvarf öll sú kunnátta. Í ljós kom að hesturinn fylgdist með smávægilegum boðum frá þjálfaranum, en gat hvorki talið né deilt.


Fræðimenn urðu vonsviknir. En síðan þá hafa fjölmörg dýr sýnt viðlíka frammistöðu og Klóki Hans – og án þess að svindla.

 

Hjá jafn ólíkum tegundum og býflugum og simpönsum hafa fundist slíkir eiginleikar. Og það má teljast undarlegt að takmörk fyrir talningu hjá dýrum virðist ganga þvert á margar dýrategundir.


 

Páfagaukar segja svarið

Í mörgum rannsóknum í Þýskalandi og BNA hafa fræðimenn þjálfað býflugur í að finna fæðu á sérstökum stöðum á einsleitu landslagi.

 

Mælistikur mörkuðu fjarlægð að fæðunni með jöfnu millibili og býflugurnar lærðu að fæðuna var að finna milli þriðju og fjórðu stiku. Þegar fjarlægðin var aukin eða minnkuð milli mælistikanna flaug samt hluti býflugnanna að fæðunni.


Jafnvel frumstæð dýr eins og salamöndrur geta greint á milli talnanna 1 og 2, og eins milli 3 og 4. Það kom í ljós í tilraun þar sem salamöndrurnar fengu umbun fyrir að velja „meira” fremur en „minna” upp að gildinu þrír.


Hjá spendýrum eru það einkum apar sem skera sig úr. Fjölmargar mismunandi tilraunir sýna að simpansar eru ekki aðeins færir um að telja, heldur geta þeir einnig leyst einföld reikningsdæmi.

 

Sem dæmi hefur bandaríski fremdardýrafræðingurinn Sally Boysen kennt öpum sínum að tala eins og „3” lýsir tilteknum fjölda fyrirbæra. Aparnir geta valið mesta fjöldann, bæði þegar þeim eru sýnd fyrirbæri og þegar þeir sjá töluna. Þeir geta einnig lagt saman smáar tölur.

 

Orangútanar eru næstum jafn dugmiklir og taka simpönsum fram í einu. Þeir geta lært að velja minni skammt af fæði, fái þeir síðar umbun fyrir. Sally Boysen telur ástæðuna að finna í ólíkri félagsgerð tegundanna.

 

Simpansar lifa í flokkum í mikilli samkeppni um fæðuna og því er rótgróið í þeim að grípa gæsina þegar hún gefst. Orangútanar fara mest einir ferða sinna og eru því þolinmóðari í þessu efnum.

 

Meðal fugla hafa verið gerðar athyglisverðar talningarannsóknir á afríska Gráa – páfagauknum. Fremstur meðal jafningja er nú hinn 28 ára gamli Alex, sem er í umsjá bandaríska atferlisfræðingsins Irene Pepperberg.

 

Alex hefur ekki aðeins lært að greina milli ólíkra talna, heldur getur líka tengt orð, t.d. „tveir” við töluna 2. Þannig svarar hann einföldum talnaspurningum. Sé honum sýndir nokkrir kubbar í mismunandi litum, og spurður um fjölda rauðra, getur hann talið þá og svarað rétt.

 

Einn, tveir, þrír, margir

Octopus in the blue
En fræðimenn hafa einnig sýnt fram á að geta dýranna er ólík eftir einstaklingum og auk þess eru skýr takmörk fyrir á getu þeirra. Af einhverjum sökum liggja takmörk flestra við töluna fjóra. Apar sem og mörg önnur dýr lenda í vanda þegar talan er stærri.


Það á eins við um hryggleysingja eins og kolkrabba. Þeim má kenna að opna krukkur í réttri röð eftir fjölda punkta á loki þeirra. Þó jafna megi greind kolkrabba við greind margra spendýra, eru takmörk fyrir talnaspeki þeirra.

 

Sé fjöldi punktanna meiri en fjórir fer þeim að förlast. Dýrin hljóta því að telja: einn, tveir, þrír, fjórir, margir.


Stöku sinnum finnast framúrskarandi einstaklingar sem geta talið upp að sjö, en lengra komast engin dýr.

 

Þegar fjöldinn er meiri geta sum dýr séð mun á tveimur stærðum, en þá er líklegra að þau meti form fremur en að telja innihald.


Þessi sérstöku mörk við fjóra eða sjö er hulin ráðgáta þeim fræðimönnum sem rannsaka þessa eiginleika dýranna.

 

Hvers vegna liggja mörkin við fjóra, en ekki fimm eða sex? Ekki hefur fundist svar við því, en sambærilega getu er að finna hjá mönnum.

 

Þrátt fyrir að flestir menn læri að sjálfsögðu að telja mun hærra en að fjórum og sjö, þá er fjórir mesti fjöldi fyrirbæra sem menn greina í sjónhendingu án þess að þurfa að telja. Með æfingu er hægt að komast upp að sjö, en síðan ekki söguna meir.

 

Kennslan betrumbætt

Ein tilgáta kveður á um að heilinn hafi innbyggðar hugkvíar fyrir „tveir”, „þrír” og „fjórir”.

 

Sumar rannsóknir virðast renna stoðum undir þá ályktun. Sérstök svæði í ennisblaði heilans hjá mönnum og öpum verða afar virk þegar sýndar eru myndir með mismiklum fjölda fyrirbæra.

 

Sum svæði bregðast aðeins við þegar um er að ræða tvö fyrirbæri, önnur við þremur eða fjórum.


Um þessar mundir vinna fræðimenn að því að fá frekari skýringar, því það getur fært okkur skilning á hvernig við sjálf lærum reikning.


Einn þeirra er vitundarfræðingurinn Earl Miller við Massachusetts Institute of Technology. Hann telur að fyrst um sinn gæti slík vitneskja betrumbætt stærðfræðikennslu í skólum.


Til lengri tíma litið væri jafnvel hægt að nýta þá þekkingu til betri meðferðar á ýmsum heilasjúkdómum. Það gæti t.d. átt við um geðklofa, einhverfu og athyglisbrest svo fátt eitt sé nefnt. Verði hægt að rýna betur í hvernig boðskiptum heilans er háttað, ætti að vera hægt að bjóða upp á gagnlegri meðferð.

 

Talnaglöggir lifa af

African Lion

Þar sem ofangreindir eiginleikar eru sameiginlegir mönnum og dýrum hlýtur skýringarinnar að vera að leita í þróuninni.

 

Það má færa gild rök fyrir því að hungrað dýr, sem getur greint á milli meiri og minni fæðu, er líklegra til að dafna vel við að velja stærri kostinn.


Það sama á við um bráð sem kann einhver skil á talningu. Ef gazella á sléttunni kemur auga á hóp ljóna, sem skömmu áður taldi fjóra einstaklinga og sér að þeir eru nú aðeins þrír, þá er full ástæða til að vera á varðbergi, þar sem eitt ljón gæti verið á ferli í veiðihug.


Þegar kemur að viðkomu dýra getur einnig borgað sig að vera talnaglöggur. Fuglar geta með talningu metið hvort eggin í hreiðri þeirra séu fleiri eða færri en vera ber. Það getur komið sér vel þegar dýr tilheyrir tegund sem stundar hreiðursníkju.


Bandaríska bleshænan veigrar sér ekki við að verpa í hreiður annarra bleshæna. Þegar slíkt uppgötvast fjarlægir fórnarlambið hið óvelkomna egg, svo fremi það eru ekki fleiri en sjö egg í hreiðrinu.


Fræðimenn vita að fuglarnir telja í raun, en skoða ekki mynstur eggjanna, því ef fjöldi þeirra helst samur eru engin egg fjarlægð þó mynstur þeirra breytist.


Geta fugla til að telja hefur kitlað veiðimenn og fuglafræðinga um áraraðir. Þegar menn fara í skýli til að fylgjast með fugli á hreiðri eða til veiða, er ekki nægjanlegt að fara bara inn og bíða.


Fuglarnir vita af mönnunum og halda ekki aftur á hreiðrið. Það þarf að snúa á fuglana, en það getur reynst þrautin þyngri þegar krákur eiga í hlut.

 

Haldi fjórir menn inn í skýlið og tveir þeirra út aftur lætur krákan ekki blekkja sig. Hún veit að ennþá eru menn í skýlinu. Það þurfa allt að níu manns að fara inn og sjö út aftur til að krákan geti ekki lengur hent reiður á fjöldanum.

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Dýrið verpir eggjum, svitnar mjólk og er með eitur í klónum. Erfðamengi breiðnefsins hefur verið kortlagt og fjölbreyttir eiginleikar þess eiga að bæta við þekkingu manna á því hvernig dýrið þróaðist.

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

5

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is