Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Dýrið verpir eggjum, svitnar mjólk og er með eitur í klónum. Erfðamengi breiðnefsins hefur verið kortlagt og fjölbreyttir eiginleikar þess eiga að bæta við þekkingu manna á því hvernig dýrið þróaðist.

BIRT: 28/05/2022

LESTÍMI:

3 mínútur
Breiðnefurinn lifir meðfram austurströnd Ástralíu

Breiðnefurinn lifir í austurhluta Ástralíu og í Tasmaníu og getur það orðið allt að 60 cm langt að meðtöldum halanum og vegið 1 til 2,5 kg. Eitt sérkenni dýrsins er að það notar eitt og sama líkamsopið fyrir saur, þvag og mökun.

Sundfit gera breiðnefinn að frábærum kafara 

Á landi þarf breiðnefurinn að nota 30% meiri orku en landdýr af sömu stærð en undir vatnsborðinu gera sundfitin breiðnefinn að skæðu rándýri. Framlimirnir eru notaðir eins og árar meðan afturlimirnir og halinn virka eins og stýri. 

Breiðnefurinn verpir eggjum og svitnar mjólk

Meðan önnur spendýr hafa misst vitellogenin – gen sín sem gerir þeim kleift að verpa eggjum hefur breiðnefurinn varðveitt sín. Auk þess er það með kasein-gen svo það getur framleitt mjólk – en ekki í gegnum geirvörtur. Móðirin svitnar þess í stað mjólkinni út í gegnum pelsinn sem ungarnir sleikja síðan upp. 

Breiðnefurinn verpir eggjum og svitnar mjólk

Meðan önnur spendýr hafa misst vitellogenin – gen sín sem gerir þeim kleift að verpa eggjum hefur breiðnefurinn varðveitt sín. Auk þess er það með kasein-gen svo það getur framleitt mjólk – en ekki í gegnum geirvörtur. Móðirin svitnar þess í stað mjólkinni út í gegnum pelsinn sem ungarnir sleikja síðan upp. 

Vígreif karldýr stinga eitruðum klóm í keppinauta

Á innanverðum afturfæti karldýra er að finna eitraðar klær sem er beitt gegn keppinautum sömu tegundar. Eitrið veldur afar miklum sársauka hjá mönnum en er þó ekki banvænt. Það getur jafnvel lamað eða drepið hund.

Öflugur kafari lokar augunum í leit að fæðu

Mikið magn af rauðum blóðkornum gerir breiðnefnum kleift að kafa í allt að 10 mínútur, þó það kafi nú jafnan einungis nokkrar mínútur í senn. Það nýtir hvorki sjón, heyrn eða lyktarskyn meðan það leitar uppi bráðina. Húðfellingar vernda augu og eyru gegn vatninu og nasaholurnar hleypa sömuleiðis engu vatni inn. 

Ofurnef nemur minnstu hreyfingar bráðarinnar

Nefið er ekki hart viðkomu heldur þakið húð sem líkist leðri. Það er með um 60.000 örsmáa skynjara sem nema straumstyrk, þrýsting og rafboð. Með þessum hætti leitar breiðnefurinn uppi orma, lirfur, skeldýr og rækjur. Breiðnefurinn hefur engar tennur en þess í stað hornplötur sem merja bráðina.

Halinn geymir fitu til magurra tíma

Hali breiðnefsins minnir á hala bjóra og nýtist sem stýri við köfun. Halinn getur einnig innihaldið allt að helming þeirrar fitu sem dýrið kann að leita til þegar hungur sverfur að. Kvendýrin nota halann til að halda frjóvguðum eggjum nærri líkamanum til að halda þeim heitum. 

Breiðnefurinn lifir meðfram austurströnd Ástralíu

Breiðnefurinn lifir í austurhluta Ástralíu og í Tasmaníu og getur það orðið allt að 60 cm langt að meðtöldum halanum og vegið 1 til 2,5 kg. Eitt sérkenni þess er að það notar eitt og sama líkamsopið fyrir saur, þvag og mökun. 

Sundfit gera breiðnefinn að frábærum kafara 

Á landi þarf breiðnefurinn að nota 30% meiri orku en landdýr af sömu stærð en undir vatnsborðinu gera sundfitin breiðnefinn að skæðu rándýri. Framlimirnir eru notaðir eins og árar meðan afturlimirnir og halinn virka eins og stýri. 

Breiðnefurinn verpir eggjum og svitnar mjólk

Meðan önnur spendýr hafa misst vitellogenin – gen sín sem gerir þeim kleift að verpa eggjum hefur breiðnefurinn varðveitt sín. Auk þess er það með kasein-gen svo það getur framleitt mjólk – en ekki í gegnum geirvörtur. Móðirin svitnar þess í stað mjólkinni út í gegnum pelsinn sem ungarnir sleikja síðan upp. 

Vígreif karldýr stinga eitruðum klóm í keppinauta

Á innanverðum afturfæti karldýra er að finna eitraðar klær sem er beitt gegn keppinautum sömu tegundar. Eitrið veldur afar miklum sársauka hjá mönnum en er þó ekki banvænt. Það getur jafnvel lamað eða drepið hund.

Öflugur kafari lokar augunum í leit að fæðu

Mikið magn af rauðum blóðkornum gerir breiðnefnum kleift að kafa í allt að 10 mínútur, þó það kafi nú jafnan einungis nokkrar mínútur í senn. Það nýtir hvorki sjón, heyrn eða lyktarskyn meðan það leitar uppi bráðina. Húðfellingar vernda augu og eyru gegn vatninu og nasaholurnar hleypa sömuleiðis engu vatni inn. 

Ofurnef nemur minnstu hreyfingar bráðarinnar

Nefið er ekki hart viðkomu heldur þakið húð sem líkist leðri. Það er með um 60.000 örsmáa skynjara sem nema straumstyrk, þrýsting og rafboð. Með þessum hætti leitar breiðnefurinn uppi orma, lirfur, skeldýr og rækjur. Breiðnefurinn hefur engar tennur en þess í stað hornplötur sem merja bráðina.

Halinn geymir fitu til magurra tíma

Hali breiðnefsins minnir á hala bjóra og nýtist sem stýri við köfun. Halinn getur einnig innihaldið allt að helming þeirrar fitu sem dýrið kann að leita til þegar hungur sverfur að. Kvendýrin nota halann til að halda frjóvguðum eggjum nærri líkamanum til að halda þeim heitum. 

BIRT: 28/05/2022

HÖFUNDUR: CHRISTIAN ERIN-MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: D. Parer og E. Parer-Cook/Minden Pictures,Doug Gimesy/Nature Picture Library,Doug Gimesy/Nature Picture Library/Shutterstock,Doug Gimesy/Nature Picture Library,,Doug Gimesy/Nature Picture Library,Doug Gimesy/Nature Picture Library

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is