Billy the Kid náði aðeins 21 árs aldri en náði því engu að síður að myrða þann sama fjölda manna.
Billy the Kid öðlaðist gríðarmikla frægð eftir andlát sitt en hver hann var og við hvað hann fékkst á stuttri ævi sinni vita hins vegar fæstir.
Þó er vitað að hann varð munaðarlaus þegar á unga aldri og var fyrst handtekinn 15 ára gamall. Sú handtaka varð þó engan veginn hans síðasta en honum tókst að sleppa úr varðhaldi hverju sinni.
Hann myrti William Brady lögreglustjóra í tengslum við rifrildi um landareign og varð eftir það mest eftirlýsti maður villta vestursins.
Pat Garrett lögreglustjóri skaut Billy the Kid en tryggði jafnframt frægð hans í ævintýralegri bók sem hann ritaði um manninn.
Árið 1881 var honum veitt fyrirsát og lögreglustjórinn Pat Garrett skaut hann til bana.
Garrett þessi átti jafnframt stærstan þátt í að gera nafn Billys ódauðlegt en lögreglustjórinn ritaði bók um Billy þar sem hann lýsti honum sem miskunnarlausum manni en þó heillandi og göfugum.
Stikla fyrir kvikmyndina „Billy the Kid“ (2022)