Japanir voru verstu stríðsglæpamennirnir

Hernám Japana í Austurlöndum fjær þróast yfir í óhugnanlegt ofbeldi og kúgun gagnvart almennum borgurum, stríðsföngum og Vesturlandabúum.

BIRT: 29/09/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Hong Kong, krúnunýlenda Bretlands í Kína, féll á nokkrum vikum þegar japanskar hersveitir hófu leifturstríð um Austurlönd fjær árið 1941.

 

Hernámið gaf fyrirheit um hvernig lífið yrði undir japönskum yfirráðum en sigurvegararnir gengu berserksgang í morðum, limlestingum og nauðgunum. Japanskir hermenn kúguðu heimamenn jafnt sem vestræna borgara og stríðsfanga.

 

Hermennirnir voru hvattir til þess af yfirmönnum sínum að koma fram af miskunnarlausri hörku gagnvart öllum. Ógnarstjórn átti að kæfa alla andspyrnu.

 

Risastór vændishús

Allt að 200.000 konur voru í haldi japanska hersins og nýttar sem kynlífsþrælar. Kóreskar og kínverskar konur voru í fyrstu neyddar til að vera hermönnum til taks en svo bættust við konur alls staðar að úr Austur-Asíu. Nauðganir voru líka daglegt brauð – í Hong Kong einni voru um 10.000 konur misnotaðar á einum mánuði.

Fjölmargar austur-asískar konur voru neyddar í vændi. Kóreustúlkur voru hvað fjölmennastar.

Fjölmargar austur-asískar konur voru neyddar í vændi. Kóreustúlkur voru hvað fjölmennastar.

Óhugnaðurinn í Nanjing

Í lok árs 1937 hertóku japanskir hermenn kínversku stjórnarborgina Nanjing og á sex vikum slátruðu þeir allt að 300.000 óbreyttum borgurum og stríðsföngum. Tugþúsundum kvenna er nauðgað og síðan myrtar – sumar með því að byssum eða bambusspjótum var stungið í kvið þeirra.

 

Útrýma Kínverjum í Singapúr

Í febrúar og mars 1942 frömdu 200 liðsmenn hinnar ógnvekjandi japönsku herlögreglu Kempeitai fjöldamorð á Kínverjum í Singapúr. Tæplega 100.000 karlmenn á aldrinum 18 til 50 ára voru kerfisbundið myrtir því Japanir litu á þá sem hugsanlega öryggisógn.

Stríðsfangar Japana breyttust í lifandi beinagrindur.

Stríðsfangar Japana breyttust í lifandi beinagrindur.

Java breyttist í þrælabúðir

Á stærstu eyju hollensku Austur-Indía voru milli fjórar og tíu milljónir Javabúa neyddar í nauðungarvinnu fyrir Japana. Meðal verkefna þeirra var að taka í sundur heilar verksmiðjur og járnbrautarlínur sem voru svo sendar til Japans og Mansjúríu. 270.000 Javabúar voru fluttir í þrælavinnu annars staðar og aðeins 52.000 komust lifandi heim aftur.

 

Járnbraut dauðans

Á árunum 1942-43 þvinguðu Japanir 180.000 asíska verkamenn og 60.000 stríðsfanga bandamanna til að leggja 415 km járnbraut í gegnum frumskóginn frá Bangkok í Síam til Rangoon í Búrma. Á leiðinni byggðu þeir m.a. brú yfir ána Kwai. Misþyrmingar og ómannúðlegar vinnuaðstæður kostuðu annan hvern þrælaverkamann og fjórða hvern stríðsfanga lífið.

 

Manila lögð í rúst

Þegar Bandaríkjamenn sóttu fram í átt að höfuðborg Filippseyja í febrúar 1945 myrtu japanskir hermenn um tíunda hvern íbúa borgarinnar sem þá taldi um eina milljón. Fjöldamorðin voru réttlætt með því að koma yrði í veg fyrir að Filippseyingar hefndu sín á Japönum. Fjöldamorðin og harðir bardagar skildu stóra hluta Manila eftir í rúst.

Lík lágu eins og hráviði um allt þegar Bandaríkjamenn loks komust til borgarinnar.

Lík lágu eins og hráviði um allt þegar Bandaríkjamenn loks komust til borgarinnar.

Dauðagangan á Bataan

Um 10.000 bandarískir og filippseyskir stríðsfangar deyja í apríl 1942 í dauðagöngu á Bataan-skaga á Filippseyjum. Á sex dögum ráku Japanir dauðþreytta fangana áfram í átt að fangabúðum í 100 km fjarlægð án matar eða drykkjar. Fangaverðirnir drápu alla sem örmögnuðust og gátu ekki gengið.

Japanir myrtu alla sem örmögnuðust.

Japanir myrtu alla sem örmögnuðust.

Stríðsfangar á matseðlinum

Í Nýju-Gíneu stunduðu nokkrar japanskar hersveitir mannát. Indverskur stríðsfangi sér í fangabúðum í Nýju-Gíneu japanska verði taka daglega af lífi og éta einn fanganna. Í sumum tilfellum er mannát birtingarmynd hungurs en oft ber neysla á holdi óvinarins með sér trúarleg einkenni meðal japanskra foringja.

Ástralski flugmaðurinn Leonard Sifflet nokkrum sekúndum áður er Yasuna Chikao bindur enda á líf hans með sverði.

Ástralski flugmaðurinn Leonard Sifflet nokkrum sekúndum áður er Yasuna Chikao bindur enda á líf hans með sverði.

Vítisskipin

Fjölmargir stríðsfangar eru fluttir til Japans til að vinna. Á skipunum er þeim troðið saman í allt of lítið pláss og margir deyja úr þorsta, hita og loftleysi. Skipin eru ekki merkt sem fangaskip og nokkrum er sökkt, með lestir fullar af föngum, af kafbátum bandamanna.

BIRT: 29/09/2022

HÖFUNDUR: Esben Sylvest

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is