Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Í kjölfarið seinni heimsstyrjaldar setti 51 þjóð á stofn Sameinuðu þjóðirnar með það að markmiði að tryggja jarðarbúa gegn nýrri heimsstyrjöld. Í dag eru meðlimalöndin alls 193 og öll hafa þau að leiðarljósi öruggari, sjálfbærari og réttlátari heim.

BIRT: 14/02/2024

HVAÐ ERU SÞ?

Fáni Sameinuðu þjóðanna blaktir við höfuðstöðvar samtakanna í New York.

 

Fáninn er á bláum grunni og sýnir jörðina okkar, umkringda tveimur ólífuviðargreinum. Ólífugreinarnar eru tákn friðar og heimskortið á að tákna alla jarðarbúa.

 

Allar götur frá stofnun SÞ hinn 24. október 1945, í kjölfarið á seinni heimsstyrjöld, hafa þessi fjölþjóðlegu samtök lagt allt kapp á að uppfylla viðmið sín og að gera heiminn friðsamlegri.

 

Aðildarlöndin eru í dag alls 193 sem táknar að hartnær allar þjóðir heims eigi aðild að samtökunum. Þjóðirnar í SÞ skuldbinda sig til að beita alþjóðlegu samstarfi og sameiginlegum öryggisaðgerðum til að varðveita frið.

 

Þjóðir sem eiga aðild að SÞ verða að undirrita sáttmála SÞ.

 

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um fjögur markmið:

 

  • að viðhalda friði á alþjóðavísu; 

 

  • að þróa vinsamleg tengsl meðal þjóða; 

 

  • að eiga samstarf um lausn alþjóðlegs vanda;

 

  • að stuðla að virðingu fyrir mannréttindum, auk þess að samræma hvernig þjóðirnar nái þessum markmiðum fram.

HVERJIR STOFNUÐU SÞ

Lagður grunnur að SÞ í stríðinu

Hinn 30. október 1943 þinguðu fulltrúar Kína, Sovétríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna í Moskvu og sammæltust um að setja á laggirnar fjölþjóðleg samtök þegar stríðinu lyki sem hefðu það að leiðarljósi að varðveita frið.

 

Samkomulag þetta gekk undir heitinu Moskvu-yfirlýsingin og næstu árin var lagður grunnur að Sameinuðu þjóðunum.

 

Undirstöðureglur samtakanna voru hins vegar ekki staðfestar fyrr en á San Francisco-ráðstefnunni (25. apríl – 26. júní 1945).

51 þjóð undirritaði sáttmála Sameinuðu þjóðanna 26. júní árið 1945. Í dag er upprunalegi sáttmálinn geymdur í þjóðskjalasafni Washington DC.

Fulltrúar alls 50 landa tóku þátt í San Francisco-ráðstefnunni. Þar var lagður grunnur að sáttmála SÞ og alþjóðadómstólnum en um er að ræða helstu lagastofnun samtakanna.

 

Alþingi Íslendinga samþykkti 25. júlí 1946 að sótt yrði um aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og þann 19. nóvember 1946 var Ísland boðið velkomið. Finnar þurftu hins vegar að bíða með að fá aðild sína samþykkta allt til ársins 1955 en umsókn þeirra um aðild (frá árinu 1947) dróst vegna kalda stríðsins.

HVER ERU MARKMIÐ SÞ?

SÞ ætlað að bæta andrúmsloftið

Heimsmarkmið SÞ voru samþykkt í New York hinn 25. september 2015.

 

Um er að ræða alls 17 aðalmarkmið og 169 undirmarkmið sem hafa þann tilgang að vinna bug á ójöfnuði í heiminum og að styrkja versnandi loftslag heimsins með pólitískum vilja og betri forgangsröðun auðlindanna.

17 heimsmarkmið SÞ eru:

  • Útrýma allri fátækt í heiminum.

 

  • Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bæta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

 

  • Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla aldurshópa.

 

  • Tryggja jafnan aðgang allra að gæðamenntun og stuðla að möguleikum allra til símenntunar.

 

  • Ná jafnrétti kynjanna og efla réttindi og tækifæri kvenna og stúlkna.

 

  • Tryggja að allir hafi aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu og að því sé stjórnað á sjálfbæran hátt.

 

  • Tryggja að allir hafi aðgang að áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku á viðráðanlegu verði.

 

  • Stuðla að viðvarandi, sjálfbærum hagvexti fyrir alla, atvinnutækifæri og mannsæmandi vinnu til handa öllum.

 

  • Byggja upp öfluga innviði, stuðla að iðnvæðingu og styðja við nýsköpun.

 

  • Draga úr ójöfnuði innan landa og milli landa.

 

  • Gera borgir, samfélög og byggðir örugg, öflug og sjálfbær.

 

  • Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðsluform.

 

  • Bregðast skjótt við og berjast gegn loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra.

 

  • Varðveita og tryggja sjálfbæra nýtingu á heimshöfunum og auðlindum þeirra.

 

  • Vernda, endurheimta og styðja við sjálfbæra nýtingu vistkerfa á landi, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva eyðingu jarðvegs og sporna við hnignun á líffræðilegrar fjölbreytni.

 

  • Styðja við friðsamleg samfélög án aðgreiningar. Veita öllum aðgang að réttaröryggi og byggja upp skilvirkar, ábyrgar stofnanir á öllum stigum.

 

  • Styrkja alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og auka leiðir til að ná markmiðunum.

Einn þeirra sem þátt tóku í samþykkt heimsmarkmiðanna sautján var fyrrum forseti Bandaríkjanna, Barack Obama.

 

Í ræðu sem hann hélt í tengslum við samþykkt heimsmarkmiðanna lagði hann áherslu á að vinnan við að uppfylla markmiðin yrði þyrnum stráð en að við hefðum ekki ráð á að taka ekki þátt:

 

„Við beitum engum sjálfsblekkingum í tengslum við áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir. Við vitum hins vegar fyrir víst að þetta er nokkuð sem við erum skuldbundin til að gera og að það er aðild okkar að mannkyninu sem þvingar okkur til aðgerða“.

 

Myndskeið: Hlustaðu á ræðu Barack Obama hjá SÞ

HVAÐ ER MANNRÉTTINDASÁTTMÁLI SÞ?

Árið 1948 sömdu Sameinuðu þjóðirnar alheimsyfirlýsingu um mannréttindi sem samanstendur af 30 greinum eða innihaldsatriðum.

 

Mannréttindin eru talin upp í fyrstu grein yfirlýsingarinnar, þar sem segir „sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan“.

Ein aðalhvatamanneskjan að gerð Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna árið 1948 var Eleanor Roosevelt fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna.

Yfirlýsingin er ekki lagalega bindandi en árið 1966 samþykktu SÞ tvo mannréttindasáttmála til verndar borgaralegum og pólitískum réttindum sem hafa það markmið að vernda frelsi og virðingu einstaklingsins.

 

Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi fela í sér kröfur til ríkisins um að standa vörð um og að gera jákvæðar ráðstafanir til að tryggja grundvallarlífsskilyrði borgaranna.

HVAÐA LÖND ERU EKKI MEÐLIMIR Í SÞ?

Fjögur ríki utan SÞ

Alls fjögur ríki standa utan við þetta góða bræðralag Sameinuðu þjóðanna, þ.e. Kósóvó, Tævan, Palestína og Vatíkanið.

 

Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hefur sótt um aðild að SÞ allar götur síðan. Nokkur aðildarríkjanna eru hins vegar mótfallin inngöngu Kósóvó, m.a. Rússland og Kína sem eiga sæti í öryggisráði SÞ og geta fyrir bragðið beitt neitunarvaldi gegn aðildinni.

 

Tævan var með aðild að SÞ undir heitinu Kína allt til ársins 1971 þegar landið glataði sæti sínu til Alþýðulýðveldisins Kína sem lýst hefur verið sem lögmætum aðila.

 

Palestínska sjálfsstjórnin sótti síðast um aðild sem fullvalda ríki árið 2014 en einungis átta af alls fimmtán aðildarríkjum að öryggisráðinu samþykktu umsókn þeirra.

 

Vatíkanið er einfaldlega ekki aðili að SÞ sökum þess að rómversk-kaþólska kirkjan yrði þá að gæta hlutleysis hvað trúmál áhrærir. Vatíkanið hefur notið þeirrar sérstöðu að vera eina sjálfstæða ríki heims sem hefur varanlegan áheyrnarfulltrúa í SÞ.

5 undirstöðuráð innan SÞ

Allsherjarþingið er mikilvægasta stofnunin innan SÞ en þar geta aðildarríkin sagt álit sitt á hvaða málefni sem er.

 

Öryggisráðið hefur aðeins yfir að ráða 15 aðildarríkjum og fjallar einungis um málefni tengd friði og öryggi.

 

Efnahags- og félagsmálaráðið samanstendur af 54 aðildarríkjum og fjallar einvörðungu um efnahagslegan vanda og málefni af félagslegum toga.

 

Alþjóðadómstóllinn hefur yfir að ráða 15 dómurum sem öryggisráðið og allsherjarþingið tilnefna. Einungis ríki en ekki einstaklingar geta flutt mál fyrir dómstólnum.

 

Aðalskrifstofan tekur til allra starfsmanna SÞ og hefur mikilvægt hlutverk í að setja stefnuna fyrir áhersluatriði og ákvarðanatöku í deildum SÞ.

AÐILDARRÍKI SÞ

Hér er hægt að sjá öll aðildarríki SÞ í stafrófsröð og hvaða ár þau urðu meðlimir:

  • Afganistan – 1946
  • Albaní – 1955
  • Alsír – 1962
  • Andorra – 1993
  • Angóla – 1976
  • Antígva og Barbúda – 1981
  • Argentína – 1945
  • Armenía – 1992
  • Aserbaídsjan – 1992
  • Ástralía – 1945
  • Austurríki – 1955
  • Austur-Tímor – 2002
  • Austur Kongó – 1960
  • Bahama-eyjar – 1973
  • Bahrain – 1971
  • Bangladesh – 1974
  • Barbados – 1966
  •  Bandaríkin – 1945
  • Belgía – 1945
  • Belize – 1981
  • Benin – 1960
  • Bhutan – 1971
  • Bólivía – 1945
  • Bosnía – Hersegóvína 1992
  • Botsvana – 1966
  • Brasilía – 1945
  • Brúnei – 1984
  • Búlgaría – 1955
  • Burkína Fasó – 1960
  • Búrúndí – 1962
  • Danmörk – 1945
  • Djíbútí – 1977
  • Dóminíka – 1978
  • Dóminíkanska lýðveldið – 1945
  • Ekvador – 1945
  • Egyptaland – 1945
  • El Salvador – 1945
  • Erítrea – 1993
  • Eistland – 1991
  • Eþíópía – 1945
  • Fídíeyjar – 1970
  • Filippseyjar– 1945
  • Finnland – 1955
  •  Fílabeinströndin – 1960
  • Frakkland – 1945
  • Gabón – 1960
  • Gambía – 1965
  • Georgía – 1992
  • Ghana – 1957
  • Grenada – 1974
  • Grikkland – 1945
  • Gvatemala – 1945
  • Gínea – 1958
  • Gínea-Bissá –  1974
  • Grænhöfðaeyjar – 1975
  •  Gvæjana– 1966
  • Haíti – 1945
  • Holland – 1945
  • Hondúras – 1945
  • Hvíta- Rússland – 1945
  • Indland – 1945
  • Indónesía – 1950
  • Írak – 1945
  • Íran – 1945
  • Írland – 1955
  • Ísland – 1946
  • Ísrael – 1949
  • Ítalía – 1955
  • Jamaíka – 1962
  • Japan – 1956
  •  Jemen – 1947
  • Jórdanía – 1955
  • Kasakstan – 1992
  • Kenía – 1963
  • Kína – 1945
  • Kirgisistan – 1992
  • Kiribatí – 1999
  • Króatía – 1992
  • Kúveit – 1963
  • Kambódía – 1955
  • Kamerún – 1960
  • Kanada – 1945
  • Katar – 1971
  • Kólumbía – 1945
  • Kómoreyjar –  1975
  • Kongó – 1960
  • Kosta Ríka – 1945
  • Kúba – 1945
  • Kýpur – 1960
  • Laos – 1955
  • Lesótó – 1966
  • Lettland – 1991
  • Líbanon – 1945
  • Líberia – 1945
  • Líbýa – 1955
  • Liechtenstein – 1990
  • Litháen – 1991
  • Lúxemborg – 1945
  • Madagaskar – 1960
  •  Mið-Afríkulýðveldið – 1960
  • Malaví – 1964
  • Malasía – 1957
  • Maldívaeyjar – 1965
  • Malí – 1960
  • Malta – 1964
  • Marokkó – 1956
  • Marshall-eyjar – 1991
  • Máretanía – 1961
  • Máritíus – 1968
  • Mexíkó – 1945
  •  Miðbaugs-Gínea – 1968
  • Míkrónesía – 1991
  • Moldóva – 1992
  • Mónakó – 1993
  • Mongólía – 1961
  • Mósambík – 1975
  • Mjanmar (áður Búrma) – 1948
  • Namibía – 1990
  • Nárú – 1999
  • Nepal – 1955
  • Nýja Sjáland – 1945
  • Níkaragúa – 1945
  • Níger – 1960
  • Nígeria – 1960
  • Norður-Makedónía – 1993
  • Norður-Kórea – 1991
  • Noregur – 1945
  • Óman – 1971
  • Pakistan – 1947
  • Palá – 1994
  • Panama – 1945
  • Papúa Nýja-Gínea – 1975
  • Paragvæ – 1945
  • Perú – 1945
  • Pólland – 1945
  • Portúgal –1955
  • Rúmenía – 1955
  • Rússland – 1945
  • Rúanda – 1962
  • Salomón-eyjar – 1978
  • Sameinuðu arabísku furstadæmin – 1971
  • Sambía – 1964
  • Samóa – 1976
  • San Marínó – 1992
  • Saó Tóme og Prinsípe – 1975
  • Sádi-Arabía – 1945
  • Sviss – 2002
  • Senegal – 1960
  • Serbía – 2006
  • Seychelles-eyjar – 1976
  • Sierra Leone – 1961
  • Simbabve – 1980
  • Singapúr – 1965
  • Síle – 1945
  • Slóvakía – 1993
  • Slóvenía – 1992
  • Sómalía – 1960
  • Spánn – 1955
  • Srí Lanka – 1955
  • St. Kitts og Nevis – 1983
  • St. Lucia – 1979
  • St. Vincent og Grenadíneyjar – 1980
  • Stóra-Bretland – 1945
  • Súdan – 1956
  • Súrínam – 1975
  • Svartfjallaland – 2006
  • Svíþjóð – 1946
  • Svasíland – 1968
  • Suður-Afríka – 1945
  • Suður-Kórea – 1991
  • Suður-Súdan – 2011
  • Sýrland – 1945
  • Tadsjikistan – 1992
  • Tansanía – 1961
  • Tsjad – 1960
  • Taíland – 1946
  • Tékkland – 1993
  • Tógó – 1960
  • Tonga – 1999
  • Trínidad og Tóbagó – 1962
  • Túnis – 1956
  • Túrkmenistan – 1992
  • Túvalú – 2000
  • Tyrkland – 1945
  • Þýskaland – 1973
  • Úganda – 1962
  • Úkraína – 1945
  • Ungverjaland – 1955
  • Úrúgvæ – 1945
  • Úsbekistan – 1992
  • Vanúatú – 1981
  • Venesúela – 1945
  • Víetnam – 1977

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Shutterstock,© UN Photo/Rosenberg,© National Archives and Records Administration

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is