Fimm ástæður þess að Sviss er hlutlaust ríki

Á miðöldum voru málaliðar verðmætasta útflutningsafurðin í Sviss. Það var ástæða þess að Svisslendingar ákváðu að standa ekki í styrjöldum en græða þess í stað á átökum grannþjóðanna.

BIRT: 21/05/2023

LESTÍMI:

3 mínútur
1. Viðskiptavit – 2. Íbúar – 3. Staðsetning – 4. Ímyndarfágun – 5. Efnahagur

Í torfæru fjalllendi um miðbik Evrópu og langt frá sjó, fylgdu því fáir kostir að búa í Sviss en íbúarnir fundu lausn sem tryggði þeim bæði frið og velmegun.

 

Með því að lýsa yfir hlutleysi gátu Svisslendingar sloppið við innrásir og jafnframt grætt vel á átökum víða í kringum sig. Afraksturinn skilaði sér.

 

Svisslendingar hafa ekki átt í styrjöld síðan 1499. Og þótt landið sé lítið og íbúarnir ekki nema 8,9 miljónir, telst Sviss nú 5. ríkasta land veraldar miðað við þjóðartekjur á mann.

 

 

1. VIÐSKIPTAVIT

 

Herþjónusta seld hæstbjóðanda

Sweitz-vandrefolk-femgrunde

Að lokinni herþjónustu á Ítalíu ganga svissneskir málaliðar upp í Alpana og heim árið 1509.

Fimmtánda öldin var átakatími í Evrópu en Svisslendingar gátu boðið útflutningsvöru sem ráðamenn nágrannalanda voru reiðubúnir að borga hátt verð fyrir, nefnilega hermenn. Svissneskir málaliðar voru einkum þekktir fyrir árásir sínar með lensum og höggspjótum. Áhugasamir gátu jafnvel leigt heilar herdeildir beint frá yfirvöldum, þar eð kantónurnar – héruðin – réðu hver um sig yfir eigin her. Til að skapa sér ekki óvini, ákváðu Svisslendingar að taka upp hlutleysisstefnu.

 

 

2. ÍBÚAR

 

Þjóðabrotin sköpuðu veikleika

Rautt: Frakkar Grænt: Ítalir Appelsínugult: Þjóðverjar Gult: Rúmenar

Svæðið sem síðar varð að Sviss var á tímum Rómarveldis byggt mismunandi þjóðabrotum sem töluðu hvert sitt tungumál.

 

Á þriðju og fjórðu öld settust germanskir Allemannar að í norðausturhluta landsins en frönskumælandi Búrgúndar settust að í vesturhlutanum.

 

Fleiri þjóðabrot bjuggu á svæðinu og þau mynduðu bandalag sín á milli á 14. öld. Hlutleysi Sviss tryggði svo á næstu öldum að nágrannaríkin sundruðu ekki ríkinu með því að tefla þessum ólíku þjóðabrotum hverju gegn öðru.

 

 

3. Staðsetning

 

Stórveldi þrýstu á frá öllum hliðum

Á Vínarfundinum 1815 var hlutleysi Sviss tryggt og þremur kantónum bætt við ríkið.

Staðsetningin við herfræðilega mikilvægar leiðir um fjallaskörð og nálægt miðju meginlandsins olli því að Svisslendingar voru í stöðugri hættu gagnvart þjóðhöfðingjum í útrásarhug.

 

Þetta sannaðist vel árið 1798 þegar franskur her réðist inn í landið, leysti héraðasambandið upp og setti á fót lýðveldi þar sem frönskumælandi íbúar áttu að ráða mestu.

 

Þegar Evrópuríkin þurftu að koma sér saman á Vínarfundinum 1815 eftir Napóleonsstyrjaldirnar, tryggðu Svisslendingar að landið yrði viðurkennt sem hlutlaust ríki í þeim sáttmála sem varð niðurstaða fundarins.

 

 

4. Ímyndarfágun

 

Húmanisminn gerði Sviss að stórveldi

Sweitz-roedekors-femgrunde

Rauði krossinn teygir nú anga sína um allan heim og veltir um 2,3 milljörðum svissneskra franka á ári (um 320 milljörðum króna).

Svissneski viðskiptajöfurinn Henry Dunant var á ferðalagi á Norður-Ítalíu 1859 og varð þá vitni að orrustunni við Solferino. Eftir orrustuna lágu særðir og deyjandi hermenn bjargarlausir á vígvellinum.

 

Dunant komst svo við af þessari sjón að hann safnaði saman sjálfboðaliðum til að líkna hinum særðu án tillits til þjóðernis.

 

Þessi skyndiviðbrögð urðu upphafið að Rauða krossinum. Að bæði Rauði krossinn og fleiri mannúðarsamtök skuli hafa aðsetur í Sviss veitti ríkinu bæði áhrif og álit sem gat komið í stað hervalds.

 

 

5. Efnahagur

 

Iðnaður skyldi vernda gegn eyðileggingum stríðsins

300.000 tonn af varningi voru flutt gegnum St. Gotthardsgöngin milli Sviss og Ítalíu fyrsta árið.

Auðveldur aðgangur að vatnsorku og þróað bankakerfi tryggði iðnvæðingu í Sviss strax á fyrstu árum 19. aldar.

 

Járnbrautakerfi sem teygði sig um allt landið hraðaði þessari þróun mikið, þar með talin St. Gotthardsgöngin sem opnuðu leið gegnum Alpafjöll ári 1882.

 

Þegar stórveldum Evrópu laust saman í fyrri heimsstyrjöld árið 1914 óttuðust Svisslendingar um verðmætar verksmiðjur sínar. Þeir stóðu því fastar á hlutleysi sínu en nokkru sinni fyrr, þótt heimurinn í kringum þá stæði í ljósum logum.

 

Lestu meira um hlutleysi Sviss

  • Clive H. Church og Randolph C. Head: A Concise History of Switzerland, Cambridge, 2013

  • Georges André Chevallaz: The Challenge of Neutrality, Lexington, 2001

BIRT: 21/05/2023

HÖFUNDUR: Else Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Luzerner Chronik;© Lesqual & Shutterstock,© JoJan,© Library of Congress,© Archiv Arthur Meyer

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is