Hvaðan fá Evrópubúar jarðgasið sitt?

Þjóðverjar hafa neitað að samþykkja rússnesku gasleiðsluna Nordstream 2. Hvaðan fá Þjóðverjar þá jarðgas eða hafa þeir hugsanlega ekki þörf fyrir það?

BIRT: 09/04/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Ef marka má nýjustu upplýsingar úr skýrslunni „Statistical Review of World Energy“ sem gefin er út árlega, nam heildarnotkun á jarðgasi í Evrópu 541 milljarði m3 árið 2020 sem samsvarar því að jarðgas hafi verið notað á 250 milljón heimilum.

 

Alls 60 prósent af þessu gasi, þ.e. 321 milljarður m3 var innfluttur frá löndum utan Evrópu.

Olía á þátt í liðlega þriðjungi allrar orkunotkunar í Evrópu. Næst á lista er svo jarðgas sem nemur 25,2% og kol reka svo lestina með 12,2%.

Alls 59% af heildarorku í Evrópu jarðgas og olía

Samanlögð orkunotkun í Evrópu nam 77,15 exajúlum árið 2020. Eitt exajúl samsvarar 1018 júlum sem gefur til kynna að orkunotkunin hafi numið um einni trilljón júla sem mestmegnis var unnið úr olíu og jarðgasi.

Þessi mikla notkun stafar af því að mörg Evrópulönd, m.a. Þýskaland, treysta á jarðgas sem millibilsorkugjafa sem unnt er að nota í stað mengandi kolaorkuvera og óæskilegrar kjarnorku þar til vistvænt orkukerfi verður tekið í notkun sem verður að minnsta kosti ekki næstu áratugina.

 

Rússland sér um upphitun í Evrópu

Evrópulöndin flytja inn orkugjafa en Rússland á hinn bóginn flytur út jarðgas í stórum stíl frá gríðarstórum gasvinnslusvæðum í vesturhluta Síberíu.

 

Árið 2020 bárust alls 238 milljarðar m3 af jarðgasi í pípulögnum frá Rússlandi, aðallega til Evrópu, þar sem tveir-þriðjuhlutar af innfluttu gasi eiga rætur að rekja til Rússlands.

 

Þessi gífurlegi innflutningur í Evrópu stafar af því að allur forði landanna sjálfra hefur verið fullnýttur.

Þrjú gasvinnslusvæði sjá Evrópubúum fyrir jarðgasi

Bróðurparturinn af jarðgasinu í Evrópu berst þangað með stórum pípulögnum frá Síberíu og Persaflóa.

Norðursjórinn vandamál

Norðursjórinn felur í sér eitthvert alstærsta jarðgassvæði sem um getur í heiminum. Gasið skiptist hins vegar á lítil svæði sem er erfitt og dýrt að vinna.

Persaflói geymir ógrynnin öll

Stærsta gasvinnslusvæði heims er að finna í Persaflóa á um 3.000 metra dýpi undir sjávarmáli. Gasforðinn þar er fimmfalt stærri en næststærsti forði heims sem er í Urengoy í Síberíu.

Rússar vinna jarðgas úr jörðu

Nokkur af stærstu jarðgassvæðum heims er að finna í Síberíu en þar leynast alls 45% af jarðgasinu í Rússlandi. Úrvinnslusvæðin í Síberíu eru þeim kostum gædd að úrvinnslan á sér stað á landi.

Norðmenn búa yfir stærsta forðanum í Evrópu og eiginframleiðsla Norðmanna nemur um helmingi af framleiðslunni í allri Evrópu. Árið 2020 unnu Norðmenn alls 111 milljarða m3 úr framleiðslusvæðunum í Noregshafi.

 

Þessu er þó engan veginn hægt að halda áfram.

 

Skýrslan frá „Statistical Review of World Energy“ sýnir svo ekki verður um villst að Norðmenn eiga einungis jarðgas fram til ársins 2033 ef framleiðslan heldur áfram á sama hraða.

 

Næststærsta forðann í Evrópu er að finna í Úkraínu en þeir segja framleiðsluna þó aðeins geta haldið áfram í örfá ár héðan í frá. Þannig er augljóst að Evrópa er algerlega háð jarðgasi frá Rússum en forði þeirra er sá stærsti í heimi og þrjátíufalt meiri en í Noregi.

 

Þau lönd sem næst komast á lista yfir jarðgasforða eru Íran, Katar og Túrkmenistan.

BIRT: 09/04/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is