Náttúran

Glæpir borga sig

Maurar ræna öðrum maurum, fuglar hræða og kræklingar gabba. Alls staðar leynast uppátækjasöm dýr sem beita einstökum ráðum til að tryggja sér sess í fæðukeðjunni.

BIRT: 03/03/2024

Svindlarar Kattfiskurinn platar aðra fiska til að klekja út afkvæmum hans

Kattfiskurinn í Tanganyika-vatni í Mið-Afríku narrar aðra fisktegund í vatninu, síklíðann, til að annast barnauppeldið fyrir sig. Þegar síklíðinn gýtur eggjum sínum, syndir kattfiskurinn leiftursnöggt að sama stað og gýtur eggjum sínum þar. Síklíðinn safnar eggjum kattfisksins saman í fátinu og þau klekjast út í skoltinum á honum.

Ræningjar: Maurar ræna afkvæmum annarra drottninga og þvinga í þrældóm

Tilteknar maurategundir beita hugvitssamlegum ráðum til að fjölga sér: Tiltekin drottning ræðst þá á maurabú annarrar drottningar og drepur drottninguna sem þar réði ríkjum. Þá bíður nýja drottningin þess að eggin í búinu klekist út og afkvæmin gangi til liðs við hana. Í sumum tilvikum ber hún eggin fyrst heim með sér.

Bragðarefur: Spörfugl beitir tilefnislausri viðvörun til að stela.

Spörfuglar í Kalaharíeyðimörkinni beita brögðum til að stela fæðu frá jarðköttum á svæðinu. Fuglinn lætur hljóma tilefnislaust viðvörunarkall til að telja jarðköttunum trú um að rándýr sé í nánd. Þegar þeir síðarnefndu svo flýja niður í holur sínar gefst spörfuglunum tækifæri til að stela fæðu þeirra.

Auðkennisþjófar: Kræklingur narrar ránfisk með vef sem líkist fiskum.

Tiltekin tegund ferskvatnskræklinga, lampsilis, myndar vef á brún skeljarinnar sem ætlað er að líkja eftir litlum vatnakarpa. Vefurinn er útbúinn bæði röndum og augum, sem minna á karpann. Tilgangurinn með tálbeitu þessari er að fá ránfiska til að bíta gat á poka sem inniheldur lirfur kræklingsins. Við þetta streyma lirfurnar út úr skolti fisksins og safna næringu í tálknum hans.

Bjalla leggur undir sig maurabú í skiptum fyrir vímuefni.

Mjölbjallan á auðvelt með að ná yfirráðum yfir vel vörðum maurabúum, þar sem hún étur ungviði búsins og gýtur eigin eggjum. Ástæða þessarar velgengni er sú að bjallan losar frá sér örsmáa dropa af vímuvaldandi efni úr kirtlum á afturenda hennar og meðfram hliðum búksins, sem fær maurana til að slaka á og ánetjast efninu.

Óaldarflokkar: Valdabarátta leysir úr læðingi blóðuga bardaga.

Randamerðir eru hjarðdýr sem lifa á afmörkuðum svæðum og eru einkar samhæfð þegar þeim lendir saman. Þessi smágerðu ránspendýr mynda gjarnan tvær víglínur, sem samanstanda af 20-30 dýrum gegnt hvert öðru. Dýrin ruggast til hliðanna og þeim lýstur að lokum saman í blóðugum bardaga.

Kúgarar: Þvaðrarar þvinga foreldra til að sjá fyrir meiri fæðu.

Svarthvíti þvaðrarinn lifir í litlum hópum í þéttvöxnum runnagróðri á hitabeltisgresjunni í suðurhluta Afríku. Þar dvelja ungarnir oft á jörðu niðri þar sem þeir garga hátt og eiga fyrir vikið á hættu að verða óvinum að bráð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ungarnir vekja á sér athygli í því skyni að þvinga fullorðnu fuglana til að færa sér meiri fæðu.

Fíklar: Sauðir yfirgefa hjörðina til að komast í vímu.

Í kanadíska hluta Klettafjalla yfirgefur stórhyrningurinn hjörð sína til að leita uppi tilteknar skófir sem myndast á klettunum. Sauðirnir skafa skófina af með framtönnunum og hornunum í því skyni að komast í eins konar vímu. Í slæmum tilvikum hættir sauðurinn þessari iðju ekki fyrr en allar tennurnar eru slitnar upp.

Svikahrappar: Kvenaparnir narra karldýrin til að annast um afkvæmin.

Keisaraskeggurinn fæðir tvíbura, sem strax við fæðingu vega um helming af þyngd móðurinnar samanlagt. Þessir smágerðu silkiapar eðla sig fyrir vikið með tveimur til þremur karldýrum á æxlunartímabilinu til þess að tryggja að feðurnir aðstoði við að burðast með afkvæmin, en enginn þeirra er viss um hvaða afkvæmi er hans eigið.

Svindlarar Kattfiskurinn platar aðra fiska til að klekja út afkvæmum hans

Kattfiskurinn í Tanganyika-vatni í Mið-Afríku narrar aðra fisktegund í vatninu, síklíðann, til að annast barnauppeldið fyrir sig. Þegar síklíðinn gýtur eggjum sínum, syndir kattfiskurinn leiftursnöggt að sama stað og gýtur eggjum sínum þar. Síklíðinn safnar eggjum kattfisksins saman í fátinu og þau klekjast út í skoltinum á honum.

Ræningjar: Maurar ræna afkvæmum annarra drottninga og þvinga í þrældóm

Tilteknar maurategundir beita hugvitssamlegum ráðum til að fjölga sér: Tiltekin drottning ræðst þá á maurabú annarrar drottningar og drepur drottninguna sem þar réði ríkjum. Þá bíður nýja drottningin þess að eggin í búinu klekist út og afkvæmin gangi til liðs við hana. Í sumum tilvikum ber hún eggin fyrst heim með sér.

Bragðarefur: Spörfugl beitir tilefnislausri viðvörun til að stela.

Spörfuglar í Kalaharíeyðimörkinni beita brögðum til að stela fæðu frá jarðköttum á svæðinu. Fuglinn lætur hljóma tilefnislaust viðvörunarkall til að telja jarðköttunum trú um að rándýr sé í nánd. Þegar þeir síðarnefndu svo flýja niður í holur sínar gefst spörfuglunum tækifæri til að stela fæðu þeirra.

Auðkennisþjófar: Kræklingur narrar ránfisk með vef sem líkist fiskum.

Tiltekin tegund ferskvatnskræklinga, lampsilis, myndar vef á brún skeljarinnar sem ætlað er að líkja eftir litlum vatnakarpa. Vefurinn er útbúinn bæði röndum og augum, sem minna á karpann. Tilgangurinn með tálbeitu þessari er að fá ránfiska til að bíta gat á poka sem inniheldur lirfur kræklingsins. Við þetta streyma lirfurnar út úr skolti fisksins og safna næringu í tálknum hans.

Bjalla leggur undir sig maurabú í skiptum fyrir vímuefni.

Mjölbjallan á auðvelt með að ná yfirráðum yfir vel vörðum maurabúum, þar sem hún étur ungviði búsins og gýtur eigin eggjum. Ástæða þessarar velgengni er sú að bjallan losar frá sér örsmáa dropa af vímuvaldandi efni úr kirtlum á afturenda hennar og meðfram hliðum búksins, sem fær maurana til að slaka á og ánetjast efninu.

Óaldarflokkar: Valdabarátta leysir úr læðingi blóðuga bardaga.

Randamerðir eru hjarðdýr sem lifa á afmörkuðum svæðum og eru einkar samhæfð þegar þeim lendir saman. Þessi smágerðu ránspendýr mynda gjarnan tvær víglínur, sem samanstanda af 20-30 dýrum gegnt hvert öðru. Dýrin ruggast til hliðanna og þeim lýstur að lokum saman í blóðugum bardaga.

Kúgarar: Þvaðrarar þvinga foreldra til að sjá fyrir meiri fæðu.

Svarthvíti þvaðrarinn lifir í litlum hópum í þéttvöxnum runnagróðri á hitabeltisgresjunni í suðurhluta Afríku. Þar dvelja ungarnir oft á jörðu niðri þar sem þeir garga hátt og eiga fyrir vikið á hættu að verða óvinum að bráð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ungarnir vekja á sér athygli í því skyni að þvinga fullorðnu fuglana til að færa sér meiri fæðu.

Fíklar: Sauðir yfirgefa hjörðina til að komast í vímu.

Í kanadíska hluta Klettafjalla yfirgefur stórhyrningurinn hjörð sína til að leita uppi tilteknar skófir sem myndast á klettunum. Sauðirnir skafa skófina af með framtönnunum og hornunum í því skyni að komast í eins konar vímu. Í slæmum tilvikum hættir sauðurinn þessari iðju ekki fyrr en allar tennurnar eru slitnar upp.

Svikahrappar: Kvenaparnir narra karldýrin til að annast um afkvæmin.

Keisaraskeggurinn fæðir tvíbura, sem strax við fæðingu vega um helming af þyngd móðurinnar samanlagt. Þessir smágerðu silkiapar eðla sig fyrir vikið með tveimur til þremur karldýrum á æxlunartímabilinu til þess að tryggja að feðurnir aðstoði við að burðast með afkvæmin, en enginn þeirra er viss um hvaða afkvæmi er hans eigið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock, Mark Deeble and Victoria Stone/Getty Images, Mark Moffett/Getty Images, Jen Guyton/NaturePL, JOEL SARTORE/National Geographic, Bert Hölldobler, Christina L. Kwapich, kevin L. Haight, Harry Marshall, Alex Thompson, Ed Reschke/Getty Images, M&G Therin-Weise/AGE/ImageSelect

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Hjá þeim konum sem höfðu neytt lítið af tilteknu næringarefni sýndu börn þeirra merki um ADHD á aldrinum 3 til 8 ára.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is