Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Tennisleikarinn Vere Goold og eiginkona hans lifðu hátt þrátt fyrir að hafa orðið gjaldþrota. Í ágúst árið 1907 bankaði einn lánardrottnanna upp á hjá hjónunum. Þetta varð kveikjan að skelfilegum glæp.

BIRT: 11/12/2024

Louis Pons gat ekki gleymt koffortinu sem hann hafði lyft upp í hilluna sem geymdi farangur á leið til Lundúna.

 

Maðurinn bar ábyrgð á farangri á járnbrautarstöðinni La Gare Saint-Charles í Marseille og var fyrir vikið vanur alls kyns hafurtaski.

 

Honum fannst eitthvað einkennilegt við þetta risastóra koffort sem hafði verið afhent að morgni þess 5. ágúst 1907.

 

Pons ákvað að skoða málið betur. Honum brá í brún þegar hann laut yfir koffortið.

Seigfljótandi vökvi seytlaði úr koffortinu og myndaði dökkrauðan poll á gólfinu beint fyrir framan tærnar á nýpússuðum skóm starfsmannsins.

Seigfljótandi vökvi seytlaði úr koffortinu og myndaði dökkrauðan poll á gólfinu beint fyrir framan tærnar á nýpússuðum skóm starfsmannsins.

 

Með skjálfandi höndum sneri Pons við merkinu sem sýndi nafn eiganda töskunnar og þar stóð Vere Goold.

 

Nafn þetta átti eftir að vera á allra manna vörum í gjörvöllu Frakklandi, því fundur þessa blóðuga kofforts markaði upphafið að einhverju því allra óhugnanlegasta morðmáli sem Frakkar höfðu kynnst.

 

Næsta dag kallaði Louis Fons á lögregluna. Í blóði drifnu koffortinu fundu lögreglumennirnir sundurbútað lík.

 

Drykkja eyðilagði ferilinn

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Goold vakti athygli. Tveimur áratugum áður hafði hann verið ein helsta vonarstjarna nýju íþróttagreinarinnar sem nefndist tennis. Yfirstéttarpilturinn Goold var svo hæfileikaríkur að hann sigraði á írska meistaramótinu árið 1879.

Morðinu á Emmu Levin var lýst í smáatriðum í franska dagblaðinu „Le Petit Journal“.

Réttarhöldin urðu farsi

1

Goold breytti vitnisburði sínum

Goold og Giraudin breyttu vitnisburði sínum þegar þau sáu fram á að þau yrðu ekki sýknuð af glæpnum. Þá staðhæfði Goold þess í stað að hann hefði myrt Levin í ölæði þegar hún reyndi að fá hann til að lána sér fé.

2

Eiginkonan hlaut lengri dóm

Ákveðin framkoma Marie Giraudins í dómssalnum gaf dómurunum til kynna að hún hefði átt hugmyndina að ránmorðinu og þeir dæmdu hana til dauða. Refsingunni var áfrýjað og skömmu síðar breytt í lífstíðarfangelsi.

3

Milljónamær bútuð niður

Giraudin og Goold hlutu langvarandi refsingu en þau höfðu viðurkennt fyrir dómi að hafa geymt lík konunnar Emmu Levins í baðkeri næturlangt og að hafa bútað líkið niður næsta dag til að geta falið glæpinn.

Á meistaramótinu í Wimbledon það sama ár komst Goold í úrslit fyrirhafnarlaust en laut svo í lægra haldi fyrir Englendingnum John Hartley. Þetta var í þriðja sinn sem meistaramótið var haldið í Wimbledon. Hartley lét sér ekki einungis nægja að sigra Goold, heldur gerði einnig grín að honum og kallaði hann „bísperrtan og villtan“ Íra.

 

Goold átti erfitt með að sætta sig við tapið og leitaði á náðir baranna í Lundúnum. Íþróttamaðurinn upprennandi fór hægt og sígandi en þó beina leið, í hundana.

 

Vonarglæta kviknaði á ný hjá Goold árið 1883 þegar hann kynntist heillandi konu að nafni Marie Giraudin sem starfaði sem dömuklæðskeri.

 

Þau giftu sig og lifðu hinu ljúfa lífi hamingjusamlega um skamma hríð eða allt þar til reikningarnir tóku að hrannast upp.

„Þau neituðu að hafa myrt konuna en kváðu hana aftur á móti hafa leitað til þeirra sunnudaginn áður í því skyni að biðja um fé, sögðu þau“.

The Times, 6. ágúst 1907.

Eina úrræði hjónanna var að fá efnaða vini til að veita lán fyrir skuldunum.

 

Þegar að skuldadögum kom fluttu hjónin til annarrar borgar þar sem þau fóru að rækta vináttu við nýtt fólk sem þau töldu geta lánað sér.

 

Árið 1907 fór að verða fokið í flest skjól hjá hjónunum sem ákváðu að venda sínu kvæði í kross og freista gæfunnar í spilavítunum í Monte Carlo.

 

Þar létu hjónin mikið á sér bera og skreyttu sig með fölskum aðalstitlum. Heppnin við spilaborðið lét á sér standa en lánið virtist engu að síður leika við hjónin.

 

Í einu spilavítanna komu hjónin auga á efnaða ekkju að nafni Emma Levin. Levin var fús til að lána þeim peninga, allt þar til hún eignaðist nýja vini. Þá urðu Goold og Giraudin aftur að flýja.

 

Þegar þau voru í þann mund að pakka föggum sínum knúði Levin dyra á svítunni sem hjónin bjuggu í. Hún krafðist þess að fá skuldina greidda.

Árið 1907 laðaði spilavítið í Monte Carlo að sér aðalsmenn og auðmenn alls staðar að úr Evrópu.

Regnhlíf réð úrslitum

Goold og Giraudin voru samstundis hneppt í varðhald.

 

Í rannsókn á vistarverum hjónanna fann lögreglan hamar, sög og blóðbletti, auk regnhlífar sem hafði verið í eigu frú Levin.

 

Hjónin héldu fram sakleysi sínu. „Þau neituðu að hafa myrt konuna en kváðu hana aftur á móti hafa leitað til þeirra sunnudaginn áður í því skyni að biðja um fé“, sögðu þau í viðtali í enska dagblaðinu The Times 6. ágúst.

 

Goold fullyrti jafnframt að afbrýðisamur elskhugi hefði myrt frú Levin. Þessi fráleita staðhæfing stóðst ekki skoðun í réttarsalnum og hjónin voru dæmd sek.

 

Marie Giraudin varði síðustu árum ævi sinnar í fangelsi í Montpellier, þar sem hún lést af völdum taugaveiki árið 1914.

 

Vere Goold var sendur í útlegð til Frönsku Gvæjana þar sem hann féll fyrir eigin hendi tæpu ári eftir komuna þangað, einungis 56 ára að aldri.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Imageselect. © History Archive. © Svintage Archive/Imageselect.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.