Lifandi Saga

Brennandi áhugi glæpasagnahöfundar kom upp um sakamanninn

Alls 194 innbrot, 50 nauðganir og 13 morð. Þrátt fyrir þennan miður glæsta feril, tókst raðmorðingjanum DeAngelo að leika lausum hala í ein 40 ár áður en glæpasagnahöfundurinn Michelle McNamara leiddi til þess að hann náðist.

BIRT: 08/10/2023

Joseph DeAngelo minnti einna helst á gamlan veiklaðan afa þegar hann var færður inn í dómshúsið í Sacramento í Kaliforníu hinn 21. ágúst 2020. Þessi 74 ára gamli fyrrum lögregluþjónn var klæddur dæmigerðum appelsínugulum fangabúningi og hékk, meira en sat, í hjólastól með hendur í skauti.

 

Þreytan í teknu andlitinu leyndi sér ekki. Vitnin sem safnast höfðu saman í réttarsalnum komu hins vegar aðeins auga á eitt í andliti gamlingjans: Nefnilega illsku.

 

Dagana á undan hafði hvert vitnið á fætur öðru lýst öllu því hryllilega sem Joseph DeAngelo hafði gert á hlut þeirra á árunum milli 1970 og 1990, þegar hann hélt Kaliforníu í heljargreipum með innbrotum, nauðgunum og morðum.

 

Á þeim tíma var þessi nafnlausi, grímuklæddi morðingi þekktur sem EAR (East Area Rapist) en þegar í ljós kom að hann hafði jafnframt framið morð í minnst sex héruðum í stórum hluta fylkisins var farið að kalla hann Kaliforníudráparann.

 

„Hann hótaði að skera af mér eyrað og færa móður minni það“, sagði eitt vitnanna sem var aðeins sjö ára að aldri þegar raðmorðinginn réðst á móður hennar á heimili þeirra og nauðgaði henni.

 

Önnur vitni hafa kallað Joseph DeAngelo „ómennskan“, „skrímsli“ og „illskuna uppmálaða“.

 

Eftir að hafa hlýtt á skelfilegan vitnisburð vitnanna svo dögum skipti, var komið að morðingjanum að taka til máls.

Einn versti raðmorðingi Kaliforníu náðist loks 43 árum árum eftir að myrti fyrst.

„Ég hef hlýtt á vitnisburð ykkar. Hvern og einn einasta. Það veldur mér miklu hugarangri að ég skuli hafa orðið valdur að svo miklum sársauka“, sagði hann og horfði stíft á fórnarlömb sín.

 

Tveimur mánuðum áður hafði Joseph DeAngelo játað sig sekan um alls 13 morð af ásettu ráði og fleiri en 50 nauðganir sem hann framdi á árunum milli 1975 og 1986.

 

Með því að játa verknaðinn átti hann að sleppa við dauðarefsingu. Þegar dómurinn féll varð hins vegar ljóst að þessi hryllilegi raðmorðingi ætti aldrei eftir að vera frjáls ferða sinna aftur.

 

„Vitnin hafa mælt og greinilegt er að þú átt ekki skilið neina fyrirgefningu“, mælti Bowman dómari. Hann dæmdi DeAngelo til alls ellefu lífstíðardóma, án þess að eiga kost á reynslulausn.

 

Þegar dómurinn féll var fjögurra áratuga eltingarleik við manninn loks lokið. Það var þó ekki einvörðungu lögreglunni að þakka að Kaliforníudráparinn var loks kominn á bak við lás og slá. Ástæða þess að lögreglan fór að vasast í gömlum málum sem þeir höfðu gefist upp á að leysa, var sú að rithöfundurinn Michelle McNamara hafði varið tíu árum af ævi sinni í að velta hverjum steini í þessu blóði drifna sakamáli sem tengdist raðmorðingjanum.

 

Rannsóknir Michelle á raðmorðingjanum leiddu af sér mýmargar greinar og heila bók sem urðu þess valdandi að lögreglumennirnir ákváðu að halda sakamálarannsókninni áfram.

 

„Ég neyðist til að tengja andlit við manninn. Hann missir allt vald sitt þegar við sjáum andlit hans“, skrifaði hún í bók sinni „Ég hverf út í myrkrið“. Því miður náði Michelle McNamara aldrei sjálf að sjá andlitið sem tilheyrði þessari óhugnanlegu illsku sem hún gerði allt til að koma upp um. Eltingarleikurinn átti nefnilega eftir að kosta hana lífið.

Michelle McNamara var gift hinum þekkta grínista Patton Oswalt.

Morð náði algerum tökum á Michelle

Michelle McNamara fæddist 14. apríl 1970 í borginni Oak Park í fylkinu Illinois. Hún ólst upp í úthverfi Chicago og var barnæska hennar fremur tíðindalítil. Örfáum vikum áður en hún átti að hefja nám í menntaskóla gerðist nokkuð sem átti eftir að hreyfa mikið við öllum íbúunum í Oak Park og sem hrinti af stað óheyrilega miklum áhuga stúlkunnar sem var 14 ára gömul þegar þarna var komið sögu.

 

Einum 500 metrum frá heimili Michelle var 24 ára gömul kona, að nafni Kathleen Lombardo, nefnilega myrt þegar hún var úti að hlaupa. Nokkrum dögum síðar fór Michelle þangað sem ráðist hafði verið á Kathleen og fann fyrir óstjórnlegri forvitni í öllum taugum líkamans.

 

„Ég fékk óupplýst morð á heilann. Ég sogaðist að óhugnanlegum, torræðum smáatriðunum“, sagði hún þegar hún rifjaði upp þennan tíma.

 

Þegar þarna var komið sögu hafði Michelle McNamara aldrei heyrt minnst á raðmorðingjann hryllilega sem ógnað hafði íbúunum í Sacramento, höfuðborg Kaliforníu, einum áratug fyrr.

 

Frá sumrinu 1976 fram til vorsins 1977 hafði alls 21 konu verið nauðgað á heimilum þeirra og nauðgarinn hafði ekki náðst, né höfðu verið borin kennsl á hann.

 

Árásarmaðurinn var sagður vera um tvítugt, u.þ.b. 175 cm á hæð, með íþróttamannslega líkamsbyggingu. Hann notaði ávallt einhvers konar grímu og rödd hans var í senn reiðileg og minnti á hvísl. Hann hótaði gjarnan að skera eyru og tær af fórnarlömbum sínum ef þau hreyfðu við mótmælum eða hreyfðu sig.

DNA-safnið í Kaliforníu leiðir til þess að upplýsa tekst um 200 eldri sakamál ár hvert sem lögð höfðu verið til hliðar.

Glæpir siðblindingjans urðu kveikjan að því að sett var á laggirnar DNA-skrá

Ekkert fylki sættir sig við að glæpamaður nauðgi 50 konum og myrði þrettán án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar.

 

Fyrir bragðið varð raðmorðinginn DeAngelo þess beinlínis valdur að því að sett var á laggirnar DNA-skráning í Kaliforníu sem telst vera eitt stærsta safn sinnar tegundar í öllum heiminum.

 

Gagnasafn þetta var stækkað árið 2004 eftir að efnaður viðskiptajöfur að nafni Bruce Harrington, bróðir eins af fórnarlömbum Kaliforníudráparans, varði hartnær tveimur milljón dollurum í að berjast fyrir nýrri lagasetningu sem fól í sér að lögreglan hefði heimild til að varðveita DNA-sýni allra einstaklinga sem lágu undir grun í sakamálum, óháð því hvort þeir yrðu dæmdir í kjölfarið eður ei.

 

Dag hvern bætast í safnið hundruð nýrra DNA-sýna sem auk þess að gagnast lögreglunni í starfi hennar, hefur jafnframt orðið til þess að u.þ.b. 200 eldri mál eru leyst árlega.

 

Greining á hári, blóði og sæði frá vettvangi glæpanna sem Kaliforníudráparinn framdi hafa gert lögreglunni kleift að setja saman DNA-lýsingu raðmorðingjans.

 

Sýnin leiddu jafnframt í ljós að Joseph DeAngelo hafði í raun réttri framið alla þá glæpi sem tileinkaðir voru Kaliforníudráparanum á árunum milli 1980 og 1990.

Leynilögreglumenn hófu leit á netinu

Árið 2006 hleypti Michelle McNamara af stokkunum bloggsíðu sinni „Dagbók sannra sakamála“, þar sem hún skrifaði um óupplýst sakamál. Ekkert sakamál átti þó hug hennar allan í sama mæli og málið um Kaliforníudráparann en þegar hér var komið sögu virtust bæði lögreglan og almenningur hafa misst áhuga á því máli.

 

Michelle McNamara var hins vegar fullviss um að unnt yrði að leysa þetta mál. Morðinginn lét til skarar skríða í mörgum lögregluumdæmum sem áttu í litlum innbyrðis samskiptum á þessum tíma og skiptust í enn takmarkaðri mæli á upplýsingum.

Lögreglan lét útbúa margar teikningar af Kaliforníudráparanum samkvæmt lýsingum sjónarvotta. Við vitum nú að margar þeirra voru mjög nálægt því að sýna hann í réttu ljósi.

Michelle hóf að safna saman allri vitneskju um morðingjann sem hún komst yfir. Hún las 4.000 lögregluskýrslur, ræddi við gömul vitni, heimsótti vettvang glæpanna og útbjó lista yfir þá hluti sem morðinginn hafði stolið frá fórnarlömbum sínum.

 

Hún gerði jafnframt tilraun til að rekja erfðaefni morðingjans í gagnasöfnum á netinu en allt kom fyrir ekki. Andstreymið dró þó alls ekki úr áhuga hennar.

 

„Forvitni mín breyttist í einn allsherjar sult sem yfirskyggði allt annað. Ég var á veiðum, fékk málið á heilann og ástandið minnti á eins konar vímu“, útskýrði hún síðar.

 

Höfundurinn hvatti lögregluna til dáða

Árið 2013 skrifaði Michelle langa grein um raðmorðingjann sem birtist í dagblaðinu Los Angeles Times en þarna kom fyrst fram viðurnefnið Kaliforníudráparinn.

 

Grein þessi vakti áhuga almennings á þessum gleymda raðmorðingja á nýjan leik og áhugi fólks náði svo hámarki þegar hún skrifaði bókina „Ég hverf út í myrkrið“ sem kom út árið 2018.

 

Tveimur mánuðum eftir útgáfu bókarinnar kunngjörði lögreglan að Joseph DeAngelo hefði verið hnepptur í varðhald. Áhugi fólks á bókinni varð þess valdandi að lögreglan neyddist til að setja gömlu morðmálin aftur í forgang.

 

„Eftirgrennslan Michelle hélt áhuga fólks vakandi og varð þess valdandi að sífellt fleiri höfðu samband við lögregluna og veittu okkur upplýsingar um morðingjann“, skrifaði Scott Jones, lögreglustjóri í Sacramento, eftir handtökuna á DeAngelo.

DeAngelo framdi glæpi sína á margra ára tímabili

Yfirvöld gera því skóna að Kaliforníudráparinn hafi brotist inn einum 194 sinnum, hafi á samviskunni 50 nauðganir og 13 morð í Kaliforníu frá því um miðjan 8. áratuginn allt til ársins 1986.

1974: Nóvember

Hóf ferilinn sem þjófur

Joseph DeAngelo framdi 22 innbrot. Á þeim tíma gekk maðurinn undir heitinu „Visalia þjófurinn“ en innbrotin voru framin í bænum Visalia.

1975: 11. september

Fyrsta morðið

Þegar DeAngelo starfaði enn sem lögregluþjónn í borginni Exeter, skaut hann og myrti háskólaprófessorinn Claude Snelling frammi fyrir dóttur hans.

1976: 18. júní

Fyrsta nauðgunin

Joseph DeAngelo nauðgaði í fyrsta sinn, að því er lögreglan telur, í borginni Sacramento, þegar hann braust inn hjá Phyllis Henneman og nauðgaði henni. Rúmum fjórum áratugum síðar vitnaði Phyllis Henneman gegn árásarmanni sínum og sagði í réttinum: „Ég vona að þú rotnir í helvíti“.

1978 : 2. febrúar

Raðmorðin byrja

Í upphafi árs 1978 gat DeAngelo farið að kalla sig raðmorðingja eftir að hann skaut hjónin Brian og Katie Maggiore, þar sem þau voru úti að ganga með hund sinn.

1979: Desember

Fórnarlömb nauðgarans orðin  45 talsins

DeAngelo braust inn hjá hjónum að nafni Robert Offerman og Debra Manning. Hann reyndi að nauðga Debru en skaut hjónin eftir að Robert réðst á hann. Þegar hér var komið sögu hafði hann nauðgað 45 konum.

1980: 13. mars

Öllum nauðgunum lauk með morði

Hjónin Charlene og Lyman Smith urðu 6. og 7. fórnarlamb DeAngelos en hann myrti þau á heimili þeirra. Héðan í frá myrti hann allar konur sem hann nauðgaði.

1980: 19. ágúst

Nýgift hjón myrt

DeAngelo réðst á hjónin Keith og Patrice Harrington á heimili þeirra í Dana Point í suðurhluta Kaliforníu. Þau höfðu aðeins verið gift í þrjá mánuði þegar faðir Keiths kom að þeim látnum í húsinu sem þau bjuggu í.

1981: 6. febrúar

Barði 10. fórnarlambið til dauða

Tíunda fórnarlamb Kaliforníudráparans var Manuela Witthuhn en morðinginn batt hendur hennar fyrir aftan bak, nauðgaði henni og barði til bana. Lögregluna grunaði manninn hennar um verknaðinn árum saman.

1981: 27. júlí

Fimm ára hlé eftir tvöfalda morðið

Greg Sanchez og Cheri Smith-Dominguez urðu 11. og 12. fórnarlamb raðmorðingjans. Ráðist var á hjónin á heimili þeirra í suðurhluta Kaliforníu. Eftir morðið á þeim hætti Joseph DeAngelo að myrða og nauðga í bili.

1986: 5. maí

Raðmorðinginn lætur aftur til skarar skríða

Eftir fimm ára hlé lætur Kaliforníumorðinginn aftur á sér kræla og myrðir síðasta fórnarlamb sitt, hina 18 ára gömlu Janelle Cruz. Fasteignasali nokkur sem hugðist selja íbúð hennar fann líkið.

1991

Áreitti fyrra fórnarlamb

DeAngelo hringdi í konu sem hann hafði nauðgað fyrr. Síðar meir sagði hún lögreglunni að hún hefði heyrt konurödd í bakgrunninum. Eftir að Kaliforníudráparinn var handtekinn kom í ljós að maðurinn hafði verið kvæntur og átti þrjú börn.

2001: 6. apríl

Raðmorðinginn lét seinast á sér kræla

Raðmorðinginn hringdi í annað fórnarlamb sitt og spurði: „Manstu þegar við lékum okkur saman?“ Þetta var það síðasta sem fréttist af Kaliforníudráparanum þar til lögreglan gómaði hann árið 2018.

Michelle McNamara lýsti bakgrunni morðingjans einstaklega nákvæmlega í bók sinni. Hún skrifaði að hann virtist hafa verið hermaður eða hafa gegnt starfi sem útheimti notkun einhvers einkennisbúnings sem gæfi til kynna að honum væri fullkomlega treystandi. DeAngelo hafði einmitt starfað innan lögreglunnar í Kaliforníu allan áttunda áratuginn.

 

Michelle McNamara var jafnframt sannfærð um að erfðaefni sem fundist hefði á vettvangi glæpanna myndi verða til þess að leiða í ljós nafn morðingjans. Þetta var nákvæmlega það sem gerðist.

 

Raðmorðinginn fannst eftir 43 ár

Árið 2017 stofnaði einn lögreglumannanna sem vann að málinu falsaða persónu á heimasíðu ættfræðirannsókna og notaði þar erfðaefni úr Kaliforníudráparanum en heimasíðan gerði fólki kleift að setja inn DNA-erfðaefni sitt í von um að finna þar óþekkta ættingja.

 

Lögreglumaðurinn hafði erindi sem erfiði, því fjarskyldir ættingjar DeAngelos höfðu einnig skráð sig á sömu síðu og gefið upp erfðaefni sitt. Með því móti tókst lögreglunni að bera kennsl á langalangafa og -ömmu morðingjans. Að því loknu hafði lögreglan útbúið alls 25 ættartré með mörg þúsund einstaklingum, áður en þeim loks tókst að afmarka gerandann. Vinna þessi tók rannsóknarlögregluna fjóra mánuði.

 

Þegar grunur hafði vaknað um að Joseph DeAngelo væri hinn seki náði lögreglan DNA-sýni af handfanginu á bifreið hans, svo og munnþurrku í sorpinu fyrir utan heimili hans. Greiningin leiddi í ljós að erfðaefni mannsins var hið sama og það sem lögreglunni áður hafði tekist að ná. Endanlega tókst að handtaka þennan alræmdasta raðmorðingja allra tíma.

Lögreglan í Kaliforníu hafði yfir að ráða mörg þúsund skjalamöppum með gögnum um Kaliforníudráparann sem framan af var þekktur sem EAR (East Area Rapist).

Í yfirheyrslum yfir manninum fékk lögreglan innsýn í ástæðurnar fyrir skelfilegum glæpum hans. DeAngelo hélt því nefnilega fram að annað sjálf hans, maður sem kallaðist „Jerry“, hefði fengið sig til að myrða og nauðga.

 

„Ég bjó ekki yfir nægilegum kröftum til að reka Jerry út úr höfðinu á mér. Hann lét mig gera þessa hluti“, sagði DeAngelo.

 

Lögfræðingarnir gáfu þó ekki mikið fyrir staðhæfingar á borð við „röddin lét mig gera það“ eða eins og afbrotafræðingurinn James Alan Fox sagði á fréttamiðlinum USA Today árið 2018:

 

„Raðmorðingjar sem kenna röddum í höfðinu um glæpi sína eru ekkert annað en lygarar“.

 

Áráttan dró hana til dauða

Michelle McNamara átti því miður ekki sjálf eftir að lifa það að verða vitni að handtöku Kaliforníudráparans. Árátta hennar gerði það að verkum að hún þjáðist af kvíða og svefnleysi, auk þess sem martraðir sóttu á hana. Í bók sinni lýsti hún skelfilegum nóttunum á þann hátt:

 

„Í hálsinum á mér er stöðugt öskur sem bíður þess að komast út. Kvöld eitt þegar maðurinn minn læddist inn í svefnherbergið til að vekja mig stökk ég fram úr rúminu, greip náttborðslampann og ætlaði að berja hann. Til allrar hamingju hitti ég hann ekki“.

 

Michelle McNamara lést í svefni þann 21. apríl 2016. Dánarorsökin var sambland af of stórum skammti verkjalyfja og svefnlyfja, svo og æðakölkun.

 

Kaliforníudráparinn hafði þar með deytt í síðasta sinn.

Hér getur þú séð hinn veikburða Joseph DeAngelo játa fyrir rétti.

Michelle átti hins vegar síðasta orðið í bók sinni „Ég hverf út í myrkrið“ sem kom út tveimur árum eftir andlát hennar en þar birti hún bréf til morðingjans sem hún hafði helgað líf sitt leit að.

 

Hún velktist ekki í neinum vafa um að lögreglan myndi góma morðingjann, spurningin var aðeins hvenær:

 

„Þú sem ert sérfræðingur í að koma þér undan, ert nú bráð sem brátt verður veidd. Brátt kemur sá dagur að þú heyrir bíl staðnæmast úti við gangstéttina. Drepið verður á vélinni. Dyrabjallan glymur. Þú bítur saman tönnunum. Gengur varlega fram í áttina að glymjandi bjöllunni sem heldur áfram að trufla þig. Á þessu stigi er öllu lokið hjá þér. ‚Ég þagga niðri í þér í eitt skipti fyrir öll og hverf út í myrkrið‘, sagðir þú eitt sinn ógnandi við eitt fórnarlamba þinna. Opnaðu dyrnar: Sýndu okkur á þér andlitið. Farðu út í birtuna“.

Hér má lesa meira um Kaliforníudráparann

Richard Shelby: Hunting a Psychopath, Booklocker.com, 2016

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen, Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock,© Randy Pench/SIPA/Ritzau Scanpix,© Charley Gallay/Getty Images,© Santa Barbara County Sheriff’s Office & FBI,© THE QUESTER FILES,© Wikimedia commons,© ELIZABETH HUPP,© Sacramento Sheriff Department,© FBI,

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is