Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tilraunir á rottum sýna að THC tekið á meðgöngu geta skapað varanlegar breytingar í umbunarkerfi heilans í fóstrum.

BIRT: 24/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nýjar rannsóknir sýna að það geti skaðað fóstrið ef þunguð kona notar hass.

 

Vísindamenn við Gagliariháskóla á Ítalíu gáfu þunguðum rottum efnið THC sem er virka efnið í hassi og fylgdust svo með atferli afkvæmanna.

 

Í ljós kom að karlkyns afkvæmi urðu næmari fyrir THC en ungar mæðra sem ekki höfðu fengið efnið. Hjá kvenrottum mældist enginn munur.

Rottutilraunir sýna að VTA-heilastöðin verður mjög virk af efninu THC.

Vísindamennirnir vara þungaðar konur við að nota kannabis

Vísindamennirnir komust síðan að því að breytingar í heila karlkyns unga stöfuðu af því að taugafrumur í heilastöðinni VTA sýndu mikla virkni þegar þær komust í snertingu við dópamín.

 

VTA-heilastöðin gegnir stóru hlutverki í umbunarkerfi heilans sem einmitt notar dópamín til að skapa vellíðan.

 

Heilasérfræðingar hafa talsvert velt fyrir sér tengslum milli kannabis og skítsófreníu (eða geðklofa) en þar er aukin dópamínframleiðsla meðal einkenna.

 

Ítölsku vísindamennirnir þora ekki að draga þá ályktun að inntaka THC á meðgöngu geti leitt til skítsófreníu í mönnum en að fengnum þessum niðurstöðum vara þeir þó við því að vanfærar konur noti kannabis, t.d. sem lyf gegn morgunógleði.

BIRT: 24/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is