Geimferðir og geimrannsóknir

Nýr sjónauki mælir mestu orku alheims

Fyrir meira en 7 milljörðum ára gerðust firn mikil í fjarlægri stjörnuþoku. Rétt eins og margar aðrar stjörnuþokur hafði þessi stórt svarthol í miðju sinni sem gleypti í sig gríðarlegt magn efnis frá stjörnuþokunni. Reyndar var þetta svarthol umlukið gríðarlegri aðsópsskífu efnis og gass. Rétt eins og þegar vatn rennur úr baðkari var efnið úr skífunni sogað niður í svarthol....

Í kappi við tímann

Það eru slæmar fréttir sem læknar NASA færa hinum 36 ára Kenneth Mattingly í apríl 1972: Úr blóðprufu frá þessum verðandi geimfara hafa þeir fundið aukið magn galllitarefnis – merki um að hann kunni að vera með sýkingu í lifur. Með einungis tvær vikur í geimskot eru þetta hörmulegar fregnir og í annað sinn á einungis tveimur árum eru fyrirætlanir...

Úr geimnum til jarðar

Hvað eiga lending geimfars á Títan og poki af kartöfluflögum sameiginlegt? Ekki neitt er auðvitað fyrsta svarið sem manni dettur í hug. Staðreyndin er þó sú að þýsku geimiðnaðarfyrirtæki tókst að tengja þetta tvennt saman. Hjá Hyperschall Technologie Göttingen starfa menn við það dagsdaglega að þróa stærðfræðilíkön um hegðun geimskipa við lendingu t.d. á Títan, stærsta tungli Satúrnusar og nota...

Glæstur endir

Glæstur endir

Í desember 1972 halda þrír menn af stað í síðustu ferð manna til þessa til tunglsins. Apollo 17. slær öll fyrri met. Geimfararnir eru á tunglinu í meira en þrjú dægur og safna í þremur löngum tunglferðum 115 kg af tunglgrýti. Mikilvægast af öllu er þó að í þetta sinn er fræðimaður, jarðfræðingurinn Harrison Schmitt, með í för.

Stofufangelsi fyrir geimfara

Cyrille Fournier var ekki í vafa, þegar hann steig út úr geimfarslíkaninu sem hann hafði varið 105 dögum í, ásamt fimm öðrum. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn.Þetta voru einmitt þau viðbrögð sem sálfræðingar höfðu vonast eftir, þegar tilrauninni var hrint af stað þann 31. mars. Það að allir þátttakendur skyldu ljúka við tilraunina og væru meira...

Gleymdur tunglbíll kemur að góðu haldi

Þann 17. nóvember 1970 lenti rússneski tunglbíllinn Lunokhod 1 á tunglinu. Þetta var fyrsta vitvélin sem send var til annars hnattar og þessi litli, sjálfvirki bíll ferðaðist um á tunglinu og tók þar myndir í heilt ár, áður en sambandið við hann rofnaði. En sögu Lunokhods 1 reyndist ekki þar með lokið, því nú hefur hópi vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla í...

Page 1 of 4 1 2 4

Pin It on Pinterest

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.