Eldri siðmenningar og fornleifafræði

Egypskt virki á Sinai átti að hrífa gesti

Við gamla herleið milli Egyptalands og Palestínu hafa fornleifafræðingar frá egypska menningarráðuneytinu fundið virki sem byggt hefur verið í tengslum við fjögur musteri. Eitt musteranna er hið stærsta, gert úr leirmúrsteinum, sem fundist hefur í Sinai-eyðimörkinni. Þetta musteri er 70x80 metrar að grunnfleti og veggirnir 3 metra þykkir.Tilgangur þessa stóra musteris og virkisins kynni að hafa verið að vekja hrifningu...

Gullhringur innsiglaði samninga á bronsöld

Gullhringur innsiglaði samninga á bronsöld

Í tengslum við byggingu nýrrar lífgasverksmiðju í Þýskalandi kom 2.800 ára gamall gullhringur upp úr jörðinni. Hringurinn er svonefndur stallahringur og fornleifafræðingurinn Cornelius Hornig telur að hann hafi verið notaður af goðum (prestum) bronsaldarsamfélagsins þegar mikilvægir samningar voru gerðir. Vísindamennirnir telja að goðinn hafi lagt hringinn fram við athöfnina og aðilar málsins hafi síðan lagt hönd á hringinn og unnið eið að...

Dularfullur dauðdagi Napóleons skýrður

Franski herforinginn og keisarinn Napóleon Bonaparte lést árið 1821. Hann var þá fangi Breta á eyjunni St. Helenu. Ástæðan var magakrabbi en ekki eitrun. Þetta sýna tvær mismunandi rannsóknir gerðar á síðustu árum. Bresku læknarnir sem krufðu lík Napóleons eftir andlát hans, höfðu sem sagt rétt fyrir sér.Í nærri 200 ár hafa fjölmargir haft Bretana grunaða um að hafa eitrað...

Scary witch on spiritual seance, cooking

Nornin var bæði vinur og óvinur

Í tímanna rás hafa margir leitað til norna til að fá lækningu við tannpínu, kaupa sér ástardrykk eða til að lýsa bölvun yfir erfiðum nágranna. nornirnar hafa samt skilið eftir sig mjög fá ummerki. Það vakti því mikla athygli þegar fornleifafræðingurinn Jacqui Wood fann fórnargjafir sem aðeins var unnt að útskýra sem fjölkynngi.

Ancient Egyptian Hieroglyphics at Museum

Hvers vegna teiknuðu Egyptar alltaf fólk frá hlið?

Á tímum faraóanna fylgdi egypsk list föstum reglum og líkaminn var alltaf sýndur þannig að allir útlimir sæjust eins greinilega og hægt var. Egyptar teiknuðu andlit, handleggi og fætur í prófíl, meðan bolurinn og augu voru jafnan teiknuð framan frá. Með þessum hætti gat teiknarinn sýnt mest af allri fyrirmyndinni. Þetta var í reynd hugmyndin að baki teikningum og lágmyndum, sem er...

Ítali teiknaði kort fyrir keisarann í Kína

Meðal fyrstu Vesturlandabúa sem settust að í Kína var ítalski jesúítinn Matteo Ricci, sem þangað kom í lok 16. aldar. Hann kynnti bæði vísindi og trúarbrögð Vesturlanda við keisarahirðina. Að tillögu Wanlis keisara teiknaði Ricci árið 1602 landakort, hið fyrsta í Kína sem sýndi bæði austrið og vestrið. Á meira en 5 fermetra blað úr viðkvæmum ríspappír teiknaði Ricci öll...

Page 1 of 8 1 2 8

Pin It on Pinterest

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.