Líffræði

Af hverju þróuðu fuglarnir gogg?

Af hverju þróuðu fuglarnir gogg?

Rétt eins og spendýr eru fuglar komnir af skriðdýrum sem höfðu komið sér upp kjálkum og tönnum. Um 150 milljón ára steingervingar af Archaeopteryx lithographica hafa bæði tennur og fjaðrir, en þessi skepna er frá upphafi þróunar fugla. En síðan hefur þróunin beinst að því að auka flughæfnina sem mest. Þáttur í þessu ferli var að létta líkamann alls staðar...

Hve margar flugur eru í býkúpu?

Hve margar flugur eru í býkúpu?

Í býkúpu geta verið allt frá nokkur þúsund flugum upp í um 90.000. Og býflugurnar eru eljusamar. Til að safna 1 kg af hunangi þurfa þær að heimsækja 6 milljón blóm og fljúga alls 200.000 km í 25 ferðum á dag. Búið þarf að eiga um 15 kg af hunangi í vetrarforða.

Uppsölulyf bjargar litlum pokadýrum

Uppsölulyf bjargar litlum pokadýrum

Lífshættulegar matarvenjur setja nú pokamörðinn í Norðaustur-Ástralíu í mikla hættu. Þessi dýr eiga til að éta eitraða tegund froskdýra, svonefndar sykurreyrkörtur. Svo eitruð er tegundin að ein karta dugar til að drepa pokamörð.  En nú veita menn tegundinni aðstoð. Vísindamenn hjá Sydneyháskóla hafa kennt 30 pokamörðum að forðast sykurreyrkörturnar. Þeir fönguðu pokamerðina og gáfu þeim litla skammta af körtunni, blandaða með uppsölulyfinu thiabendazol,...

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Öll hryggdýr sem lifa á landi eru vissulega komin frá fiskum sem þróuðu útlimi og námu land fyrir meira en 360 milljón árum. Skordýr eiga sér þó aðra sögu. Hjá skordýrum situr stoðkerfið utan á. Þetta eru svonefnd liðdýr og skiptist líkami þeirra í þrjá hluta, rétt eins og þau hafa ætíð sex fætur. Þegar hryggdýrin gengu á land voru...

Ranafiskar gefa rafmagnsstuð

Ranafiskar gefa rafmagnsstuð

Í Kongófljóti eru ýmsar tegundir af ætt ranafiska og eiga fyrir bragðið á hættu að para sig þvert á tegundir. En á þessum vanda hafa fiskarnir fundið sér lausn. Til að hrygnan geti valið sér maka af réttri tegund myndar hængurinn vægt rafstuð í sporðinum. Hver tegund hefur sitt eigið afbrigði sem laðar að hrygnur af sömu tegund. Breski atferlislíffræðingurinn...

Brynvarða perlusnekkjan

Brynvarða perlusnekkjan

Á fastri daglegri hringleið milli undirdjúps og yfirborðs fer undarleg forneskjuleg skepna. Kuggar eru rétt eins og forfeður allra kolkrabba ennþá með volduga skel. Líffræðingar hafa öðlast nýja þekkingu á dýrunum eftir að hafa veitt þau og fest á þá útvarpssenda. En fátækir sjómenn veiða einnig kugga, enda er fagurlega búin skel þeirra eftirsótt meðal ferðamanna.

Þangplöntur drepa kóralla

Þangplöntur drepa kóralla

Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi. Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur hjara upp í 20 daga. Til að prófa...

Page 1 of 9 1 2 9

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR