Veður og veðrátta
Af hverju fara eldingar í krákustigu?
Þegar maður sér eldingu slá niður í jörðu gerist það aldrei lóðrétt. Hvers vegna velur eldingin ekki bara stystu leið?
Kælir hvass vindur loftið?
Þótt hitamælirinn sýni hita yfir frostmarki, getur loftið virst ískalt þegar vindurinn blæs. Ástæðan er þó ekki sú að vindurinn kæli loftið, heldur verða loftskipti við húðina hraðari og hún nær því síður að verma upp loftlagið næst sér. Þetta fyrirbrigði kallast almennt vindkæling.Þegar líkaminn framleiðir hita, flytur blóðið hann til allra líkamshluta. Sé vindstyrkur lítill verða loftskiptin hæg, en...
Mest um þrumur í Afríku
Veðurfræði Þótt loftslag í Sahara sé skraufaþurrt, kemur það - þótt ótrúlegt sé - ekki í veg fyrir að oft myndist öflug þrumuveður yfir sunnanverðri eyðimörkinni. Að þessu hafa vísindamenn við Utah-háskóla nú komist á grundvelli mælinga frá bandarísk-japanska gervihnettinum TRMM (Tropical Rainfall Measuring Mission Satellite), sem hefur vaktað öll þrumuveður á jörðinni á tímabilinu frá 1988 – 2004. TRMM-gervihnötturinn...
Lónið hverfur á þremur dögum!
Á sama tíma ár hvert myndast furðulegt fyrirbæri á landamærum Kirgistan, Kasakstan og Kína en um er að ræða Merzbacher lónið sem myndast úr leysingavatni frá jökli sem kallast Inylchek. Þegar lónið nær hámarki sínu tæmist það skyndilega og meira en 250 rúmmetrar vatns streyma úr því á örfáum dögum. Vatnið rennur undir ísstíflu, sem haldið hafði lóninu í skefjum,...
Hvernig myndast skýstrókar?
Skýstrókar myndast aðeins þar sem þegar hefur orðið til öflugt þrumuský. Grunninn að skýinu leggur heitt loft sem sogast inn í skýið og gefur frá sér vatnsgufu í dropa sem svo falla til jarðar sem úrkoma.Slík ský myndast í óstöðugu lofti. Loftmassi er óstöðugur þegar tiltölulega lítil hitaaukning við yfirborð jarðar nær að flytja loftsameindir hátt upp í loftið. Á...
Hvað er urðarmáni?
Urðarmáni eða hnattelding tilheyrir óleystum ráðgátum í veðurfræði og eðlisfræði. Enn hefur mönnum ekki tekist að framkalla slíkt fyrirbrigði í rannsóknastofum og því ríkir nokkur vafi á hvort það sé í raun og veru til. Kenningalistinn er þó langur og skýringar sóttar í allt frá fiseindum til lítilla svarthola.Á sögulegum tíma hafa alla tíð verið til frásagnir af ljóskúlum sem...
Hvernig myndast klappir með steini ofan á?
Sums staðar í heiminum má sjá þessi furðulegu fyrirbæri: stórar klapparsúlur þar sem engu er líkara en einhver hafi vandað sig við að koma fyrir stórum steini uppi á toppnum. Einkanlega í Bandaríkjunum er að finna klettalandslag þar sem slíkar súlur standa, t.d. í Bryce-gili í Utah.Klapparsúlur af þessu tagi hafa myndast við veðrun. Vatn hefur náð að grafa sig...
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is