Franska leikkonan Sara Bernhardt var ein helsta díva 19. aldar og þótti fádæma sérvitur. Á ferðalögum sínum flutti hún með sér líkkistu sem sagt var að hún svæfi í.
Auk þess fylgdi með henni hópur af gæludýrum leikkonunnar. Meðal þeirra var stærðarinnar kyrkislanga, jagúar og tveir krókódílar. Annar krókódíllinn drapst þegar Sara gaf honum of mikið kampavín.
Hinn skaut hún sjálf eftir að hann hafði gleypt ástkæran smáhund hennar. Sem hreinræktuð díva naut Bernhardt þess að spássera um með uppstoppaða leðurblöku sem hatt.
![](https://vefbordar.ams3.cdn.digitaloceanspaces.com/visindi/wp-content/uploads/2022/06/25163202/Sarah-Bernhardt-kiste-818x1024.jpg)
Sara Bernhardt leyfði minnst eina myndatöku þar sem hún lá í kistunni sem hún sagðist sofa í.
Þegar hún var sjötug fékk svo hún heiftarlega verki í annan fótinn að hún krafðist þess að hann væri skorinn af. Hún skrifaði fyrrum ástmanni sínum, skurðlækninum Samuel Pozzi og hótaði því að skjóta sig í fótinn ef hann tæki fótinn ekki af.
Dívan fékk vilja sínum framgengt og fóturinn var fjarlægður.