Maðurinn

Tíu skæðustu farsóttir sögunnar

Maðurinn hefur löngum þurft að berjast gegn ýmiss konar veirum og bakteríum sem orsakað hafa nokkra mannskæðustu sjúkdóma sem geisað hafa. Hvaða tíu farsóttir skyldu vera þær skaðvænlegustu sem gengið hafa?

BIRT: 27/02/2023

Verstu farsóttir sögunnar

Mannkynið hefur alltaf barist gegn ýmsum vírusum og bakteríum sem hafa átt sök á einhverjum stærstu og verstu faröldrum sögunnar.

 

Sjúkdómum hefur verið útrýmt, aðra erum við enn að takast á við og jafnframt því óttumst við og reynum að búa okkur undir nýja og stökkbreytta sjúkdóma.

 

10 verstu farsóttir sögunnar eru:
  • Lömunarveiki

 

  • Gula

 

  • HIV

 

  • Taugaveiki 

 

  • Berklar

 

  • Malaría

 

  • Kólera

 

  • Spænska veikin

 

  • Svarti dauði

 

  • Bólusótt 

 

Kynntu þér betur hér í greininni hversu hættulegir sjúkdómarnir eru og hversu mörg fórnarlömb farsóttirnar kröfðust.

LÖMUNARVEIKI

 

10. Lömunarveiki: Herjar á börn

 

Fjöldi látinna: Óþekktur.

 

Lömunarveiki smitast með saur, getur borist með blóðinu og ráðist á boðefni í miðtaugakerfinu.

 

Þar getur sjúkdómurinn valdið lömun í m.a. vöðvum sem stjórna andardrættinum. Lamist vöðvar þessir, lætur fórnarlambið lífið.

 

Lömunarveiki ræðst oftast á börn, án þess að vitað sé hvers vegna.

Tekist hefur að fækka sjúkdómstilfellum af völdum lömunarveiki niður fyrir eitt þúsund á ári.

 

GULA

 

9. Gula: Lifrarbilun dregur fólk til dauða

 

Fjöldi látinna: 29.000 – 60.000 árlega.

 

Gula berst með mýflugum, líkt og við á um malaríu og samkvæmt WHO falla 29.000 – 60.000  manns í valinn ár hvert af völdum sjúkdómsins.

 

Í vægum tilvikum fá sjúklingar einungis hita og vöðvaverki en í banvænum tilfellum hefur veiran í för með sér lifrar- og nýrnabilun.

 

Þegar lifrin gefur sig lita úrgangsefni frá líkamanum húðina gula og þar af dregur sjúkdómurinn heiti sitt.

 

Er kórónavírus einn versti faraldur sögunnar?

Í desember 2019 komu fyrstu fregnir af dularfullum vírus sem dafnaði í kínverska héraðinu Wuhan og olli einkennum eins og hósta, háum hita, öndunarerfiðleikum og lungnabólgu.

 

Í janúar 2020 var vírusinn auðkenndur sem kórónavírus og fékk nafnið SARS-CoV-2. Sjúkdómurinn af völdum SARS-CoV-2 er kallaður COVID-19.

 

Frá fyrstu tilfellum sjúkdómsins hefur veiran breiðst út um nokkrar heimsálfur og tölur sýna að meira en 100 milljónir eru smitaðir eða hafa smitast.

 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO er dánartíðni kórónuveirunnar 0,5-1 prósent, sem er í hóflegri endanum samanborið við SARS og ebólu sem eru með 10% og 50% dánartíðni.

 

Samt hafa milljónir manna látist eftir að hafa smitast af kórónaveirunni. Þetta er að hluta til vegna að sumir, t.d. aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eru viðkvæmari fyrir sjúkdómnum.

 

Líklegt er að faraldur SARS-CoV-2 verði einn af verri faröldrum sögunnar. Tíminn mun svo leiða í ljós hvar hann endar á listanum.

 

HIV

 

8. HIV: Versti óvinur ónæmiskerfisins

 

Fjöldi látinna: 35 milljónir.

 

Bandarískir læknar greindu fyrstu alnæmistilfellin árið 1981.

 

Allar götur síðan hefur HIV-veiran ráðist á ónæmiskerfi milljóna einstaklinga sem látið hafa lífið af fylgikvillum á borð við lungnabólgu sem að öllu jöfnu reynast heilbrigðu fólki meinlausir.

 

Enn hefur ekki tekist að þróa lækningu gegn HIV-veirunni en unnt er að halda víxlveiru þessari í skefjum með lyfjagjöf í dag.

Hiv eyðileggur ónæmiskerfi líkamans þ.a. hann getur ekki varið sig gegn sýklum og vírusum.

 

TAUGAVEIKI

 

7. Taugaveiki: Banvænn sjúkdómur berst með lús

 

Fjöldi látinna: Um 150.000 á ári.

 

Taugaveiki var stundum einnig kölluð fangelsisveikin sem var vel við hæfi því faraldurinn braust oft út í fangabúðum og á áþekkum stöðum þar sem heilsulitlir einstaklingar bjuggu þétt saman, við slælegar hreinlætisaðstæður.

 

Ef taugaveiki er ekki meðhöndluð ræðst hún til atlögu við blóðstreymið og leiðir af sér nýrnabilun, háan hita, óráð og dregur að lokum sjúklingana til dauða.

 

BERKLAR

 

6. Berklar: Ævaforn lungnasjúkdómur

 

Fjöldi látinna: 1,5 milljónir á ári.

 

Í dag eru berklar sá banvæni sjúkdómur sem mesta útbreiðslu hefur.

 

Lungnasjúkdómur þessi hefur herjað á mannkynið í þúsundir ára og vísindamenn hafa m.a. getað greint berklabakteríur í egypskum múmíum.

 

Þetta hefur valdið vangaveltum meðal vísindamanna um hvort bakterían hafi borist úr jórturdýrum í menn þegar farið var að hafa húsdýr.

 

Berkla er að öllu jöfnu unnt að lækna með sýklalyfjum en fyrir skemmstu hafa læknar raunar orðið varir við fjölónæmar tegundir berkla í Eystrasaltslöndunum.

Það er bakterían mycobacterium tuberculosis sem veldur berklum. Þessi hræðilegi lungnasjúkdómur er sjötti versti faraldur sögunnar.

 

MALARÍA

 

5. Malaría: Milljónir sýkjast af mýflugum ár hvert

 

Fjöldi látinna: Um 400.000 manns árlega.

 

Á ári hverju smitast margar milljónir af malaríu en um er að ræða algengustu dánarorsökina meðal barna undir fimm ára aldri í Afríku.

 

Um 10-15 dögum eftir stunguna verður vart við hita, flökurleika og uppköst. Sérlega svæsnar gerðir af malaríu ráðast á miðtaugakerfið og hafa í för með sér lömun og dauðadá.

 

Þrátt fyrir algengi sjúkdómsins hefur læknum enn ekki tekist að útbúa bóluefni og fyrir vikið er reynt að fyrirbyggja sjúkdóminn með daglegri lyfjagjöf.

Malaríumýflugan flytur mýrarköldusýkilinn í fórnarlömbin úr rana sínum. Malaría er í fimmta sæti yfir verstu faraldra sögunnar.

 

KÓLERA

 

4. Kólera: Banvæni niðurgangurinn

 

Fjöldi látinna: Allt að 140.000 á ári.

 

„Á litinn eins og hrísgrjónavatn og lyktar af fiski.“ Þannig lýsa fórnarlömb kóleru þeim allt að 20 lítrum af niðurgangi sem fossa niður af sjúklingunum daglega.

 

Sjúklingunum er einkar hætt við að deyja af völdum ofþornunar, sér í lagi á svæðum þar sem erfitt er að komast í hreint vatn.

 

Kólera smitast með drykkjarvatni en þaðan kemst bakterían inn í meltingarfærin og þröngvar sér inn í þarmaveggina

 

Þar veldur hún krampa og niðurgangi og þannig hefst vítahringurinn.

 

Kólerubakterían berst í hreint vatn með óstjórnlegum niðurganginum og þannig smitast sífellt fleiri.

 

Sjúkdóminn má iðulega lækna með nægilegu vökvamagni og í alvarlegum tilvikum með vökva í æð.

 

Kólerubakterían er ein fárra baktería sem lifir af ferð gegnum magasýrurnar.

Það er bakterían vibrio cholerae. Kólera lendir í fjórða sæti yfir verstu farsóttir sögunnar.

Asíuinflúensa og Hong Kong inflúensa drápu milljónir

Í lok ársins 1956 skráði Kína nýja tegund af inflúensu A, H2N2. Nýja inflúensan – kölluð Asíuinflúensan – var blanda fuglaflensu og inflúensu sem berst í menn og hafði á nokkrum mánuðum breiðst út til nokkurra nágrannalanda. Sumarið 1957 barst Asíska inflúensan einnig til Bandaríkjanna og sama ár greindist hún á Íslandi

 

Faraldurinn stóð yfir á árunum 1956-1958 og alls lést um 1,1 milljón manns af völdum sjúkdómsins.

 

Aðeins tíu árum síðar kom annar inflúensufaraldur. Uppruni faraldurins var í Hong Kong og er því einnig þekkt sem Hong Kong inflúensan.

 

Líkt og Asíuinflúensan var Hong Kong inflúensan blanda fuglaflensu og inflúensu sem berst í menn. Um allan heim lést ein milljón manns úr Hong Kong inflúensunni sem herjaði á heimsbyggðina á árunum 1968-1969. Hún barst til Íslands árið 1968.

 

SPÆNSKA VEIKIN

 

3. Spænska veikin: Ónæmiskerfið gekk berserksgang

 

Fjöldi látinna: 50-100 milljónir.

 

Eftir að fyrri heimsstyrjöld lauk tóku ungir uppgjafarhermenn skyndilega að hrynja niður.

 

Næstu tvö árin á eftir geisaði fyrsti þekkti heimsfaraldurinn með þeim afleiðingum að allt að fimmtungur jarðarbúa lést.

 

Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að veiki þessi sem minnti um margt á flensu, olli því að ónæmiskerfið sendi allt að 150 ólík mótefni til atlögu á sama tíma.

 

Viðbrögð þessi lýsa sér sem röskun ónæmisviðbragða og herjar einkum á unga menn með heilbrigt ónæmiskerfi.

 

Fyrir bragðið sluppu börn, veiklaðir og eldri borgarar betur frá spænsku veikinni.

 

Svínaflensufaraldurinn árið 2009 var, eins og spænska veikin, inflúensa A – einnig kölluð H1N1.

 

Hins vegar var svínaflensan mun hættuminni en spænska veikin. Samt er talið að allt að 280.000 manns hafi látist af völdum svínaflensu.

 

Spænska veikin barst til Íslands árið 1918 og létust yfir 500 manns úr spænsku veikinni hér á landi.

 

SVARTI DAUÐI

 

2. Svartidauði: Dró þriðjung íbúa Evrópu til dauða

 

Fjöldi látinna: Allt að 200 milljónir.

 

Mjög miklar innri blæðingar, kýli á stærð við epli, svo og drep.

 

Áður en sýklalyf voru fundin upp eyddi farsótt þessi af skelfilegum og banvænum krafti stórum hluta íbúa í Evrópu, æ ofan í æ, á árunum milli 1300 og 1800.

 

Svartidauði átti rætur að rekja til Y.pestís-bakteríunnar sem barst til manna með flóm. Bakteríu þessari tókst með klækjabrögðum að bæla viðnámsgetu ónæmiskerfisins, m.a. framleiðslu mótefna og bakterían deyddi síðan hýsil sinn.

 

Svartidauði er talinn hafa borist til Íslands árið 1402.

 

Ekki er vitað með vissu hversu margir dóu á Íslandi vega svartadauða en sumir segja að allt að tveir þriðju Íslendinga hafi látist.

Þessi litla plágubaktería herjaði nokkrum sinnum á jörðinni og lendir í þriðja sæti yfir verstu farsóttir sögunnar.

 

BÓLUSÓTT

 

1. Bólusótt: Útrýmdi nánast heilum þjóðflokki

 

Fjöldi látinna: 300-500 milljónir.

 

Fjöldi látinna er talinn í milljónum og læknar um gjörvallan heim telja útrýmingu bólusóttarinnar eitt helsta afrek læknisfræðinnar á 20. öld.

 

Sjúkdómurinn geisaði í öllum heimsálfum í minnst 500 ár.

 

Í Suður-Ameríku útrýmdi bólusótt nánast heilum þjóðflokki og í Evrópu létust allt að 400.000 manns árlega af vökvakenndum bólum sem réðust á húðina og drápu þegar þær komust í innyfli á borð við nýru, lifur og blöðru.

 

Allt að 60 af hundraði fórnarlambanna létust og þeir sem lifðu af blinduðust oft í kjölfarið, auk þess sem sjúklingarnir sátu uppi með einkennandi ör á líkamanum.

 

Bólusótt er án efa sá smitsjúkdómur sem valdið hefur hvað mestum mannskaða á Íslandi, en hann reið yfir landið á öldum áður með jöfnu millibili tvisvar til þrisvar á öld og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJAER, HENRIK ELLING

Shutterstock, Wikimedia Commons

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.