Maðurinn

Alvarlegur heilasjúkdómur eyðileggur getuna til að tala

Leikarinn Bruce Willis hefur ákveðið að hætta að leika eftir að hafa verið greindur með málstol. Hér má lesa sér til um þennan alvarlega kvilla og hvernig hann uppgötvast.

BIRT: 05/04/2022

Flest þekkjum við það að leita að tilteknu orði sem virðist skyndilega vera horfið úr huga okkar.

 

Ímyndum okkur að þetta eigi við um mörg orð í hvert sinn sem við hyggjumst setja saman setningu.

 

Þannig getur lífið virst hjá fólki sem þjáist af heilasjúkdómnum málstoli sem er algengari en t.d. parkinson-veiki og MS-sjúkdómur en sem einungis níu hundraðshlutar fólks þekkja.

 

En hver eru þá einkennin? Og eigum við að vera áhyggjufull ef við munum ekki orð? Hér má finna svör við þessum spurningum.

„Okkar kæri Bruce á við heilsubrest að stríða og var fyrir skemmstu greindur með málstol sem torveldar honum að tjá sig“. Þessi orð birti fyrrum eiginkona hans, leikkonan Demi Moore í færslu á Instagram. Núverandi eiginkona Bruce Willis, Emma Heming (sjá mynd) hafði jafnframt undirritað færsluna, svo og börn hjónanna. Aðstandendur leikarans hafa enn ekki tjáð sig um hvað veldur málstolinu.

Eitt orð fær heilann til að starfa

Hverju sinni sem við ætlum að segja eitthvað hefst einkar flókin keðjuverkun í heilanum, alveg umhugsunarlaust:

 

Við þurfum m.a. að breyta hugsunum í orð, muna hvernig orðið hljóðar og áforma nákvæmlega hvernig við ætlum að segja orðið.

 

Og að lokum hrinda svokallaðar hreyfistöðvar heilans af stað hreyfingum í tilteknum vöðvum í munninum og kverkunum sem valda því að við segjum orðið.

 

Hjá þeim sem þjást af málstoli hefur þessi flókna keðjuverkun ruglast á einn eða fleiri vegu. Kvillinn gerir það að verkum að við eigum í basli með að tala og í sumum tilvikum einnig með að skilja mælt mál. Vísindalega hugtakið yfir málstol er afasi sem táknar á grísku „ekkert mál“.

 

Málstol tengist greind engan veginn, líkt og sumir halda.

 

Málstol hefur ólíkar birtingarmyndir

Engir tveir upplifa málstol á nákvæmlega sama hátt. Einkennin gera vart við sig þegar skemmdir verða í þeim svæðum heilans sem tengjast tungumáli.

 

Um kann að vera að ræða lítið svæði í heilaberkinum sem nefnist Broca-svæði sem er iðulega að finna í vinstra heilahveli og skiptir sköpum fyrir getu okkar til að tala.

Þetta svonefnda Broca-svæði heilans er eitt þeirra svæða sem bæði tengjast tungumáli og tónlist.

Þeir sem eru með skemmd í Broca-svæðinu sleppa sumir einstaka orðum þegar þeir tala. Þeir geta engu að síður talað í stuttum, merkingarbærum setningum, líkt og t.d.: „Langar í mat“. Þeir hinir sömu geta iðulega einnig skilið aðra sem tala.

 

Myndband: Hér má sjá myndband af manni með Broca-málstol

Málstolið kann einnig að stafa af skemmdum í heilastöð sem er að finna í aftasta þriðjungi heilans sem gengur undir heitinu Wernickes-svæði.

 

Þeir sem þjást af skemmdum á Wernickes-svæðinu tala oft í löngum, illskiljanlegum setningum, þar sem þeir beita óskiljanlegum orðum eða búa til ný orð. Þeir geta jafnframt átt í basli með að skilja mál annarra.

 

Alvarlegasta gerðin af málstoli tekur til margra heilasvæða í einu og kallast algert málstol. Þeir sem þjást af því geta bæði átt í erfiðleikum með að tala og skilja aðra.

 

Myndband: Hér má sjá myndband af manni með Wernickes-málstol

Talmeðferð gerir við heilann

Algengasta ástæðan fyrir málstoli er heilblæðing en málstöðvar heilans geta einnig skemmst af völdum bólgna vegna æxla, slysa eða heilasjúkdóma.

 

Þegar um er að ræða elliglöp er hætt við að máltruflunin versni þegar fram líða stundir og í þeim tilvikum er mikilvægt að koma í veg fyrir meiri missi með réttum æfingum.

 

Oftast er þó um að ræða eitthvað eitt sem gerist í heilanum sjálfum og orsakar málstol.

 

Sjálf máltruflunin kann að líða hjá og sumir sjúklingar jafna sig algerlega sjálfir án nokkurrar aðstoðar.

 

Flestir þeir sem þjást af málstoli munu áfram þjást af einhvers konar máltruflun í einhvern tíma eftir að heilablæðing verður, svo dæmi sé nefnt.

 

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að talmeðferð gagnast oft vel til að endurheimta tengingar í skemmdum heilasvæðum og að vinna þannig bug á taltruflunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock, © Database Center for Life Science(DBCLS)

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is