Nýleg rannsókn bendir til að húðin verði reyndar ekki alveg jafn næm þar sem húðflúr hefur verið sett á hana.
Taugasérfræðingur við háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum rannsakaði 54 sjálfboðaliða og um helmingur þeirra var með húðflúr.
Í tilraun sinni notaði hann tæki sem mælir tilfinninganæmi húðarinnar með því að pikka í hana samtímis með tveimur plastnálum.
Því þéttar sem nálarnar eru án þess þess að fólk finni aðeins fyrir þeim sem einni stungu, því næmari er húðin.
Niðurstaðan varð sú að á tattóveraðri húð þurfti fjarlægðin að vera a.m.k. 32 millimetrar til að tvær stungur fyndust en 28 millimetrar þar sem húðin var óflúruð.
Húðflúr dregur sem sagt úr næmi húðarinnar, en áhrifin eru þó afar lítil.