Alheimurinn

Dularfullt tungl finnst í fjarlægu sólkerfi

Bandarískir stjörnufræðingar hafa fundið risastórt tungl í fjarlægu sólkerfi. Stærð og braut tunglsins brýtur í bága við kenningar sérfræðinga um tilurð tungla og plánetna.

BIRT: 08/09/2022

Vísindamenn hafa nú með 99% fullvissu fundið nýtt tungl í sólkerfi sem er nærri 5.500 ljósár héðan. 

 

Áður hefur aðeins fundist eitt tungl af þessu tagi og stjarneðlisfræðingar gera sér vonir um að uppgötvunin geti gefið vísbendingar um hvernig plánetur og tungl hafa myndast í öðrum sólkerfum – og mögulega hvernig Jörð og nálægar plánetur mynduðust.

 

Risastórt tungl snýst um risaplánetu

Kepler-1708 b-i, eins og tunglið kallast, minnir á smærri útgáfu af Neptúnusi á braut um plánetu sem líkist Júpíter. Þetta segja vísindamennirnir að baki uppgötvuninni í skýrslu sinni. Þetta ætlaða tungl er massamikið en þvermálið fremur lítið, þótt þetta tungl sé að líkindum allmörgum sinnum stærra en jörðin. 

 

Vísindamennirnir bíða eftir fleiri niðurstöðum til að geta verið alveg vissir um að himinhnötturinn sé raunverulegur og sé í rauninni tungl – svonefnt fjartungl, vegna þess að það er á braut um plánetu í öðru sólkerfi, sem sagt fjarplánetu. 

LESTU EINNIG

Bandarísku vísindamennirnir hjá Columbiaháskóla hafa grandskoðað gögn frá Kepler-sjónaukanum sem á árunum 2009-2018 gerði ljósmælingar og tók myndir af um 150.000 stjörnum.

 

Í gögnum sjónaukans hafa þegar fundist um 2.600 fjarplánetur.

 

Leitin að fjartunglum er hins vegar rétt að byrja. Sami hópur vísindamanna fann líka fyrsta fjartunglið og síðan eru aðeins fimm ár.

 

Fjartunglið býður upp á líf og fróðleik

Stjarneðlisfræðingar leita fjartungla einkum af tveimur ástæðum:

 

  • Þau gætu hýst líf

 

  • Af þeim má fræðast um tilurð plánetna og tungla.

 

Á Kepler-1709 b-i reikna vísindamenn ekki með að líf geti þrifist.

Pláneta þessa nýfundna tungls..

Heitir Kepler-1708 og á nafn sitt að rekja til eins af frumkvöðlum stjörnufræðinnar, Jóhannesar Kepler.

Var auðkennd sem hluti af leitinni að nýja fjartunglinu

Hefur fjarlægð frá stjörnu sinni sem er 1,6 sinnum meiri en fjarlægð jarðar frá sólu

Tekur tvö ár að snúast einu sinni um stjörnu sína

Er svokallaður kulda gasrisi því hann samanstendur aðallega af köldum lofttegundum

Hefur um það bil fjórfaldan massa Júpíters

Hefur næstum tífaldan radíus jarðar.

 Lofthjúpur hnattarins telst nefnilega ekki lífvænlegur. Aftur á móti gæti þetta tungl aukið skilning manna á því hvernig plánetur og tungl myndast. 

 

Nú eru flestir sérfræðingar á einu máli um að sólkerfi okkar – og líklegast öll önnur – hafi myndast úr snúningsskýi úr gasi og ryki. Í skýinu myndast fyrst sól í miðjunni en síðar plánetur, tungl og aðrir himinhnettir. Allt gerist þetta fyrir tilverknað þyngdaraflsins sem veldur því að hlutir dragast saman og rekast á. 

 

Tunglin hafa þannig orðið til hvert á sinn hátt í samspili við plánetu sína. Þess vegna geta fjartungl á borð við Kepler-1709 b-i hjálpað vísindamönnum að fínstilla hugmyndir sínar um tilurð bæði tungla og plánetna.

Kenningum um tilurð tungla má einkum skipta í þrennt:

Árekstrakenningin

Segir stóran himinhnött rekast á plánetu og leifar hans mynda tungl í kjölfarið. Tunglið okkar varð trúlega til á þennan hátt.

Skýkenningin

Gerir ráð fyrir að tungl hafi myndast við þéttingu efnis í frumskýinu í grennd við plánetuna. 

Gripkenningin

Segir svo að stór himinhnöttur hafi farið svo þétt hjá plánetu að þyngdarsvið hennar hafi náð að fanga hnöttinn sem þá fór á braut um plánetuna. 

Nýfundna fjartunglið er svo stórt og massinn svo mikill að ósennilegt þykir að það hafi orðið til við árekstur eða myndast úr sama sameindaskýi og plánetan.

 

Helst hallast vísindamennirnir að því að gripkenningin gæti átt við en stærð tunglsins og stuttur brautartími – einungis ríflega 4,5 sólarhringar – valda þeim heilabrotum.

 

En það er einmitt ein af ástæðum þess að menn leita nú að fjartunglum. Uppgötvun nýrra fjartungla munu fylgja ýmis vandamál sem munu með tímanum gera kenningar um alheiminn betri og nákvæmari.

MYNDSKEIÐ: Sjáðu hvernig vísindamenn nota Hubble sjónaukann í tunglveiði sinni

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© NASA. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.