Jörðin

Eldfjöll eru dyntótt

Samtals býr meira en hálfur milljarður manna á hættusvæðum eldstöðva. Frjósamur jarðvegur er mjög víða kringum eldstöðvarnar og þar er líka oft aðgangur að ódýrri orku. En eldfjöllin eru dyntótt og enginn veit nákvæmlega hvenær næsta gos hefst.

BIRT: 26/07/2023

Þrýstiventlar víða í jarðskorpunni

Eldstöðvar eru eins konar þrýstiventlar í jarðskorpunni. Þegar kvika safnast upp og þrýstingur verður mikill myndast eldstöð – eða gömul eldstöð tekur að gjósa á ný.

 

Eldfjöll eru í öllum heimsálfum, líka á Suðurskautslandinu.

 

Landfræðilega er dreifingin þó ójöfn því langflestar eldstöðvar eru á mótum jarðskorpuflekanna, sem þekja hnöttinn líkt og púslkubbar. Þéttast liggja eldstöðvarnar kringum Kyrrahafið á svokölluðum „eldhring“ eða „Ring of fire“.

 

 

Heildarfjöldi eldstöðva er óþekkt stærð, enda er það skilgreiningaratriði hvað telja bera virka og sjálfstæða eldstöð og hvað hluta af stærra kerfi.

 

Talið er að 1.300-1.500 eldstöðvar hafi gosið á síðustu 10.000 árum. Við þetta þarf þó að bæta miklum fjölda eldgosa á hafsbotni. Eldstöðvar geta verið allt frá sprungum á flatlendi upp í há eldfjöll, sem byggst hafa upp í fjölmörgum gosum. Ojos del Salado í Suður-Ameríku er hæsta eldfjall heims, nærri 6.900 metra hátt.

Eldgos

Hjartað í virkri eldstöð er kvikuhólfið, þar sem hraunkvikan safnast upp. Eldgos hefst þegar þrýstingur í kvikuhólfinu verður svo mikill að kvikan þrýstist upp á yfirborðið, þar sem hún þeytist oft í mikla hæð.

Rétt eins og hæð og lögun ræðst „skapferli“ eldstöðva af kvikunni sem undir kraumar.

 

Stundum er kvikan þunnfljótandi og rennur auðveldlega niður lítinn halla (flæðigos). Í öðrum tilvikum kvikan mun þykkari í sér og seigfljótandi og getur valdið stíflu í gosstöðinni (þeytigos).

 

Eldstöðvum sem gjósa þykkri kviku má líkja við tifandi tímasprengju. Þegar þrýstingur vex mikið, sprengir hann af sér stífluna í gosopinu og upp úr því ryðst glóandi kvika og gjóska.

 

Regn veldur eldgosi

Veður, loftslag og eldgos hafa víxlverkanir á ýmsan hátt. Sé eldgos mjög kröftugt berst mikið af ösku hátt upp í gufuhvolfið, þar sem öskuagnirnar endurkasta sólskini og geta lækkað hitastig við jörðu í mörg ár.

 

Á hinn bóginn virðist veðrið líka geta leyst eldgos úr læðingi. Sönnun þess má finna í eldfjallinu Soufrière á eyjunni Montserrat í Vestur-Indíum.

 

Fjallið gýs oft í kjölfar mikilla rigninga. Regnvatnið seytlar niður um sprungur og myndar gufu þegar það kemst í snertingu við hraunkvikuna. Gufan tekur margfalt meira rými en vatn og því eykst þrýstingur í kvikhólfinu.

 

Árstíðirnar virðast líka geta haft áhrif. Á norðuhveli jarðar eru eldgos mun tíðari á vetrum en sumrum. Þetta hefur verið skýrt sem áhrif þess gríðarlega vatnsmagns, sem árlega streymir frá norðurhveli til suðurhvels og til baka aftur. Þetta er talið hafa taktbundin þrýstiáhrif á kvikuhólfin undir eldstöðvunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is