Jörðin

Af hverju er stærsta eldfjall heims úti í Kyrrahafi?

Eldfjallið Mauna Loa á Hawaii gaus síðast 2022 en hafði þá ekki gosið síðan 1985. Þetta mun vera stærsta virka eldfjall í heiminum. En af hverju er slíkur risi úti í miðju Kyrrahafi?

BIRT: 13/10/2023

Mauna Loa er stærsta eldfjall heims og er heilir 17 km á hæð, mælt frá fjallsrótum á hafsbotni. Mauna Loa er yfir svonefndum heitum reit eða „hotspot“ en á slíkum stöðum þrýstist kvika upp frá möttlinum af miklum krafti. Uppi yfir heitum reitum er því mikið um eldfjöll.

 

Allur Hawaii-eyjaklasinn, átta stórar eyjar og margar smærri eru einmitt til orðnar í eldgosum og þetta svæði er sá staður á jörðinni þar sem mest kvika nær upp á yfirborð jarðar miðað við hvern ferkílómetra.

 

Hafsbotn myndar Kyrrahafseyjar

Hawaii-eyjar flokkast sem svonefndar dyngjur, rétt eins og fjallið Skjaldbreiður á Íslandi. Dyngjur eru gerðar úr basaltkviku, tiltölulega flatar og ná yfir stór svæði. Niðurstaðan verður kúpt yfirborð sem minnir á stóran skjöld, eins og nafn Skjaldbreiðar gefur einmitt til kynna.

 

Hlíðarnar verða ekki mjög brattar og svona há dyngja er því gríðarlega stór um sig. Eyjaklasinn er samsettur úr dyngjum sem renna saman að hluta og ná alls yfir 10.430 ferkílómetra.

 

Séð ofan frá mynda eyjarnar röð. Það stafar af því að heiti reiturinn byggir sífellt upp nýjar eyjar suðaustur af þeim gömlu. Heiti reiturinn hreyfist þó ekki, heldur er það Kyrrahafsflekinn sem færist til norðvesturs.

Hawaii á upptök í kjarna jarðar

Hawaii-eyjarnar eru byrjunin á 5.800 km langri perlufesti eldfjallaeyja, kóralrifja og neðansjávarfjalla. Samkvæmt kenningunni kemur hitinn alla leið innan úr kjarna hnattarins.

1. Glóðheit bóla flýtur upp

Upp frá kjarna jarðar rís mjög heit kvika, svokallað stöpulinnskot, upp í gegnum möttulinn. Þessi bóla eða stöpull þrýstist upp af völdum gamallar jarðskorpu sem sekkur niður í staðinn.

2. Innri hiti bræðir skorpuna

Þegar bólan skellur á neðri hlið jarðskorpunnar myndast svokallaður heitur reitur þar sem hitastigið er hærra en í umhverfinu. Þar myndast mikil kvika sem leitar upp á yfirborðið.

3. Landrek skapar perluröð

Heiti reiturinn er kyrr á sínum stað en jarðskorpuflekinn á botni Kyrrahafsins færist til norðvesturs. Þess vegna myndast stöðugt ný eldfjöll, m.a. Mauna Loa, í perluröð sem nú er orðin 5.000 km löng.

Heiti reiturinn er sem sagt undir jarðskorpunni og hreyfist ekki úr stað. Þetta kom jarðeðlisfræðingnum Jason W. Morgan til að setja fram byltingarkennda kenningu um svokallaða möttulstöpla árið 1971.

 

Möttulstöpull er kvikubóla úr mjög heitri kviku sem rís upp alveg frá kjarna jarðar. Auk heita reitsins undir Hawaii-eyjum telja jarðfræðingar að ofureldstöðin undir Yellowstone í Bandaríkjunum stafi af möttulstöplum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

USGS, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is