Hvaða eldfjall er hættulegast?

Hvaða eldfjall nær titlinum hættulegasta eldfjall heims?

BIRT: 21/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Jarðfræðingar eiga erfitt með að svara því hvaða eldstöð eigi skilið titilinn hættulegasta eldfjall heims.

 

Eldstöðvar eru almennt svo skelfilega ófyrirsjáanlegar að sofandi eldstöð gæti þess vegna sem best rumskað og valdið verstu hamförum í sögu mannkyns.

 

Eldfjall sem stöðugt gýs

Ef við viljum velja eldfjall sem hefur verið virkt tiltölulega nýlega, er kannski einfaldast að Sakurajima í Japan fái titilinn. Eldfjallið er á þéttbýlu svæði og þar hefur gosið meira eða minna samfellt allt frá árinu 1955.

 

Í fáeinna kílómetra fjarlægð er borgin Kagoshima, þar sem búa meira en 700.000 manns. Öflugt og óvænt gos gæti því auðveldlega banað tugum þúsunda.

 

Hraðfara gjóskustraumar

Annað eldfjall sem kæmi til greina er Merapi í Indónesíu. Þar varð öflugt gos árið 2010. Það kostaði 190 mannslíf og 370.000 íbúar voru fluttir í meira en 20 km fjarlægð frá fjallinu. Merapi er þekkt fyrir um 1.000 gráðu heita, hraðfara strauma gass og gjósku sem renna niður hlíðarnar á mörg hundruð kílómetra hraða.

 

Tifandi tímasprengja

Eldstöð þarf þó ekki að hafa gosið nýlega til að teljast hættuleg. Ofureldstöðin undir Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum gaus síðast fyrir 640.000 árum en nú gæti farið að styttast í næsta gos því talið er að um 700.000 ár líði að meðaltali milli gosa. Verði eldgos þarna, ógnar það stórum hlutum Bandaríkjanna og verður öllu mannkyni þung þraut vegna öskuskýja sem dreifast og byrgja fyrir sólarljósið.

 

Banvænustu eldfjöllin

Það eldgos sem kostað hefur flest mannslíf varð í Tambora í Indónesíu 1815. Þá létust 92.000 manns.

 

1. Tambora, Indónesíu – 1815 – 92.000.

 

2. Krakatá, Indónesíu – 1883 – 36.000.

 

3. Peléefjall, Martinique – 1902 – 29.000.

 

4. Nevado del Ruiz, Kólombíu – 1985 – 25.000.

 

5. Unzen, Japan – 1792 – 14.000.

BIRT: 21/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is