Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

Sumar eldstöðvar spúa mikilli ösku en hvaðan kemur hún?

BIRT: 17/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Gosaska er ekki aska í venjubundinni merkingu. Aska er yfirleitt það sem eftir verður þegar lífrænt efni hefur brunnið en allt öðru máli gegnir um öskustrókana sem koma upp í eldgosum.

 

Orðið gosaska var lengi haft um gosösku á íslensku og er stundum ennþá en síðustu áratugina hefur orðið gjóska einkum verið notað. Gjóska getur verð ámóta fíngerð og aska en myndast með allt öðrum hætti.

 

Eldgos verða þegar hraunkvika þrýstist upp úr möttli jarðar og alla leið upp í gegnum jarðskorpuna. Þetta gerist gjarna þar sem skorpan er þunn og kvikan þrýstir stöðugt á. Þrýstingur á móti kvikunni minnkar eftir því sem ofar dregur.

 

Þegar hraunkvikan nær loks upp úr yfirborðinu minnkar innri þrýstingur hennar skyndilega og hún kólnar hratt.

 

Hluti kvikunnar storknar þá nánast í duftformi. Miklu meiri gjóska myndast þó þegar gýs undir jökli, eins og stundum gerist hérlendis. Ísinn bráðnar þá og myndar gufu sem veldur sprengingu og þeytir gjósku hátt í loft upp.

 

Í venjulegu eldgosi verður hluti gjóskunnar eftir í gígnum en hluti þeytist upp í loftið, jafnvel í 20 km hæð í mjög kröftugum gosum.

 

Almennt er mikill munur á öskumyndun eldstöðva. Meiri aska myndast í eldkeilum þar sem hraunkvikan er seigfljótandi en þegar hún er þynnri líkt og í nýjustu gosunum á Reykjanesi 2021, 2022 og 2023.

BIRT: 17/07/2023

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is