Maðurinn

Er hættulegt að kveikja í prumpinu?

Vinur minn segist hafa kveikt í prumploftinu frá sér. Er þetta gerlegt og er það kannski hættulegt?

BIRT: 04/11/2023

Prumploft er eldfimt. Þarmabakteríur framleiða nefnilega mikið af eldfimu gasi, m.a. vetni og metani.

 

Eldfimast er þó illalyktandi prump því í því er brennisteinsvetni. Það lyktar eins og fúlegg og er mjög eldfimt.

 

Efnainnihald þess lofts sem leitar út um endaþarminn er misjafnt og fer bæði eftir mataræði og virkni þarmabakteríanna. Það er því mismunandi hve auðvelt er að kveikja í því.

 

Vetnið er eldfimast og í því kviknar jafnvel þótt það sé allt niður í 4% af prumploftinu.

Bláleitur vetnislogi

Mikið er af eldfimu gasi í þörmum og lítill neisti dugar til að kveikja í.

1. Gas út um endaþarminn

Bakteríur í þörmum mynda eldfimt gas sem m.a. inniheldur vetni, brennisteinsvetni og metan. Innihald í einu prumpi getur verið 63% vetni sem er eldfimasta lofttegundin.

2. Hiti setur allt á fullt

Þegar vetni blandast súrefni í lofti og fær í sig hita frá kveikjara verður bruni, þar sem vetnið og súrefnið mynda vatn, ljós og hita.

3. Loginn verður bláleitur

Því meira sem er af vetni í prumpinu, því bláleitari verður loginn. Liturinn er tákn um fullkominn bruna en rauðari litur á loga kertis eða báls, stafar af föstum eindum, svo sem sóti.

Þarmabakteríur framleiða mikið af vetni þegar þær brjóta niður trefjar, t.d. úr baunum.

 

Allt eftir því hve mikið er borðað af trefjum getur vetnisinnihaldið verið á bilinu 8-63%. Að meðaltali eru vetni, metan og koltvísýringur allt að 75% af loftinu.

 

Þegar við leysum vind blandast þarmagasið súrefni í loftinu og úr verður eldfim blanda.

 

Loginn út úr afturendanum stendur þó afar stutt þar eð vetni brennur mjög hratt og það loft sem losnar í einu prumpi er ekki nema 100 ml að meðaltali.

 

Þótt það geti vel talist skemmtileg tilraun, er ekki ráðlegt að kveikja í prumpi. Loginn getur borist að endaþarminum og valdið þar brunasárum.

 

Illalyktandi fretur ber í sér mikið brennisteinsvetni og brennur best.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.