Sopi af appelsínusafa eru mistök sem fæstir gera oftar en einu sinni. Vonda bragðið sem við sitjum uppi með getur verið bein ástæða þess að bíða með tannburstunina þar til að morgunmat loknum en er það nú góð hugmynd?
Bakteríugróður munnsins eykst til muna á nóttunni. Þegar við svo burstum tennurnar fjarlægjum við bakteríurnar og tannsteininn sem hefur sest á tennurnar en tannkrem skilur svo jafnframt eftir sig verndarhjúp á glerungnum.
Ef við burstum tennurnar um leið og við vöknum erum við þar með að verja tennurnar sérstaklega gegn sýru í fæðunni.
Tannburstun örvar jafnframt munnvatnsframleiðsluna sem undirbýr munninn undir það að brjóta niður fæðuna.
Vísindalegu ráðleggingarnar eru þannig ótvíræðar: Burstið tennurnar áður en þið borðið morgunmatinn.
Bíðið í 30 mínútur með að bursta tennur
Ef morgunvenjurnar eru svo ófrávíkjanlegar að ykkur finnst engin leið að bursta tennurnar fyrir morgunmatinn þá þýðir það ekki að tennurnar líði sérstaklega mikið fyrir það en gera skyldi sérstakar ráðstafanir.
Sem dæmi skyldi þá bíða með tannburstunina þar til um hálftíma eftir að morgunmaturinn er snæddur. Örlitlar leifar af sýruríkum mat og drykk, m.a. brauð, kaffi og appelsína, geta hins vegar veikt glerunginn með þeim afleiðingum að hann verður viðkvæmari fyrir þeirri hreingerningu sem fer í gang með tannburstanum.
Að öllu jöfnu borgar sig að skola munninn með vatni eftir hverja máltíð og fjarlægja þannig matarleifar.